Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 42
30 24. apríl 2004 LAUGARDAGUR Í Hafnarfirði hafa risið glæsilegar þjónustuíbúðir fyrir 60 ára og eldri. Um er að ræða tvö fjölbýlishús með 64 íbúðum sem eru sérhannaðar með þarfir eldri borgara í huga. Húsin standa við Hrafnistu og njóta íbúarnir öryggis frá heimilinu, auk þess sem hægt er að fá keypta þaðan ýmis konar þjónustu. Íbúðirnar eru leiguíbúðir með 30% afnotarétti og er það nýr valkostur í húsnæðismálum eldri borgara. Leigendur geta fengið húsaleigubætur samkvæmt gildandi reglum. Enn er nokkrum íbúðum óráðstafað. Hægt er að fá að skoða íbúðirnar og fá frekari upplýsingar með því að hafa samband við Sjómannadagsráð í síma 585-9301. Sjómannadagsráð Þjónustuíbúðir fyrir 60 ára og eldri glæsilegar leiguíbúðir Íbúðirnar eru fyrir 60 ára og eldri og íbúarnir njóta öryggis og þjónustu frá Hrafnistu í Hafnarfirði stuíbúðir fyrir 60 ára og eldri Við Hraunvang við Hrafnistu í Hafnarfirði hafa risið glæsilegar íbúðir fyrir 60 ára og eldri.Um er að ræða tvö fjölbýlishús með 64 íbúðum sem eru sér- hannaðar með þarfir eldri borgar í huga. Húsin sta da á fallegum stað hjá Hrafnist og njóta íbúarnir öryggis fr h imilinu, auk þe s sem hægt er að fá keypta þaðan ýmis konar þjónustu. Íbúðirnar eru boðnar til leigu, auk leigu er greitt fyrir 30% afnotarétt og er sú greiðsla verðtryggð og fæst endur- greidd við flutning samkvæmt nánari reglum.Leigjendur geta fengið húsa- leigubætur samkvæmt gildandi reglum. Óráðstafað er nokkrum tveggja og þriggja herbergja íbúðum. Hægt er að fá að skoða íbúðirnar og fá frekari upplýsingar með því að hafa samband við Sjómannadagsráð í síma 585-9301. Diego Maradona er enn á ný í heimsfréttunum, nú síðast þegar hann var fluttur á sjúkrahús með alvarlegar hjartsláttartruflanir. Þessi fyrrum knattspyrnuhetja hefur vægast sagt farið illa út úr kókaínneyslu undanfarinna ára. Diego Armando Maradona varfluttur á sjúkrahús í Buenos Aires á dögunum með alvarlegar hjartsláttartruflanir. Heims- pressan setti sig í stelllingar því svo virtist sem tími væri kominn fyrir eftirmæli um manninn sem margir segja vera mesta knatt- spyrnukappa allra tíma. Argent- ínsk sjónvarpsstöð sagði að Maradona hefði fengið hjarta- áfall eftir að hafa neytt kókaíns. Læknir knattspyrnuhetjunnar, Alfredo Cahe, neitar þessu hins vegar staðfastlega en telja má líklegt að hann myndi neita sögu- sögnunum hvort sem þær væru sannar eða lognar. Fyrir fjórum árum var Maradona lagður inn á sjúkrahús eftir alvarlegt hjarta- áfall en þá harðneituðu aðstoðar- menn hans því að kókaínneysla hefði stuðlað að hjartaáfallinu, þótt það sannaðist síðar. Cahe segist nú hafa áhyggjur af allri þeirri vitleysu sem komi frá blaðamönnum um málið og ítrek- ar að kókaín eigi engan þátt í heilsubresti Maradona. Læknir við sjúkrahúsið staðfestir þessi orð Cahe. Ris og fall Aðdáendur Maradona streymdu til sjúkrahússins þegar fréttist um ástand hans. Einhverj- ir báru myndir af knattspyrnu- manninum þegar hann var á há- tindi ferils síns. Á einu skilti stóð: „Diego, Argentína elskar þig“. Bílstjórar sem áttu leið um þeyttu flautur sínar. „Ég vil bara að hon- um batni,“ sagði tvítugur laga- stúdent. „Maradona er eina mann- eskjan sem hefur fært argent- ínskum almenningi hamingju á síðustu árum. Þess vegna þykir mér vænt um hann.“ Maradona er þjóðhetja í Argentínu, dáður og dýrkaður, og hefur að því leyti verið líkt við Che Guevara en Maradona er með mynd hans húð- flúraða á handlegg sinn. Nýjustu fregnir herma að Maradona sé að braggast. Að sögn fyrrverandi eiginkonu hans, Claudiu, er hann ekki lengur í öndunarvél. Hann virðist því hafa sloppið fyrir horn, eina ferð- ina enn. Kókaínið hefur verið mikill bölvaldur í lífi Maradona en hann hefur einnig þurft að takast á við áfengissýki og ofát. Hann er einungis 43 ára gamall en lítur út fyrir að vera mun eldri. Hann er afmyndaður af fitu og ber ólifnaðinn utan á sér. Hann er satt að segja aumkunar- verð sjón og virðist hnigna með hverju árinu. Það eru vissulega til sögur af frægum knattspyrnu- köppum sem hafa sokkið lágt og er George Best ágætt dæmi. En enginn hefur þó náð jafn hátt og fallið jafn djúpt og Maradona. „Hönd Guðs“ Hann fæddist árið 1960 í fá- tækrahvefi í úthverfi Buenos Aires, sonur verkamanns og fimmti í röð átta systkina. Tíu ára gamall var hann farinn að leika listir sínar á knattspyrnu- leikjum í hálfleikjum. Öllum sem vit höfðu á var ljóst að þarna var efni í knattspyrnumann á heims- mælikvarða. Fimmtán ára gamall var hann orðinn atvinnumaður í knattspyrnu. Hann varð fyrirliði argentínska drengjalandsliðsins og lék síðan á Spáni og Ítalíu. Árið 1986 var hann í argent- ínska landsliðinu sem keppti í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó. Þar skoraði hann frægt mark gegn Englandi. Af endur- sýningum má glöggt sjá að Mara- dona kýldi boltann inn í markið. Mardona sagði að „hönd Guðs“ hefði stýrt boltanum. Orðin hafa orðið fleyg í knattspyrnusögunni. Maradona þurfti hins vegar enga guðlega aðstoð við að skora seinna mark sitt í leiknum eftir að hafa leikið á sex leikmenn Englendinga. Þetta seinna mark hefur margoft verið kosið besta mark allra tíma. Lið Argentínu lék úrslitaleikinn við Þjóðverja og sigraði. Maradona hampaði heimsmeistaratitli með liði sínu, 25 ára gamall. Hann kvæntist árið 1990 Claudiu Villafane og athöfnin og veislustandið var vægast sagt íburðarmikið. Um svipað leyti var argentínska lögreglan að rannsaka dópneyslu hans og sam- skipti hans við gleðikonur. Árið 1991 féll hann á lyfjaprófi og í ljós kom að hann var kókaínneyt- andi. Hann fékk 15 mánaða keppnisbann. Sögusagnir voru á kreiki um að hann umgengist fé- laga í ítölsku mafíunni. Skaut að fréttamönnum Þremur árum seinna var hann rekinn tímabundið úr argent- ínsku knattspyrnuliði fyrir að hafa ekki mætt á æfingar. Þegar fjölmiðlamenn sátu um heimili hans skaut hann úr byssu og særði fjóra þeirra. Hann lék með argentínska liðinu seinna þetta sama ár í heimsmeistarakeppn- inni. Hann þótti leika gríðarvel en mörgum brá þegar hann fagnaði einu marka sinna með því að hlaupa að sjónvarpsmyndavél og öskra af alefli. Geiflað andlit hans minnti mest á andlit geð- sjúklings. Örfáum dögum seinna varð hann uppvís að því að hafa neytt ólöglegra lyfja og var vikið úr keppni. „Þeir hafa drepið mig,“ sagði hann grátandi. Hann var settur í 15 mánaða keppnisbann og hlaut háa fésekt. Árið 1996 lagðist hann inn á meðferðarstofnun í Sviss vegna kókaínneyslu. Sérfræðingur sagði að Maradona væri í beinni lífshættu vegna lífernis síns. Hann sneri aftur á knattspyrnu- völlinn en féll enn einu sinni á lyfjaprófi. Síðan hefur hann ekki leikið knattspyrnu opinberlega. Árið 2000 var hann fluttur á sjúkrahús í Úrugvæ vegna alvar- legs hjartaáfalls eftir að hafa neytt kókaíns. Fídel Kastró bauð honum í endurhæfingu til Kúbu og þar hefur hann dvalið síðustu árin með hléum. Þótt hann fyndi griðastað á Kúbu var hann þar með ekki laus undan fortíðinni og fyrir tveimur árum var hann dæmdur af ítölskum dómstól til að greiða tvo og hálfan milljarð í bakskatta. Sama ár kaus FIFA hann mesta knattspyrnumann allra tíma, ásamt Pele. kolla@frettabladid.is MARADONA Í STUÐI Hann var snillingur á knattspyrnuvellinum en kókaínið hefur orðið honum að falli. Hér veifar hann til aðdáenda sinna á knattspyrnuvellinum á dögunum. Við hlið hans er dóttirin Dalma. Ris og fall Diego Maradona Ekki batnar það Breska götublaðið The Sungreindi frá því í gær að kúb- versk stúlka hefði lýst því yfir að hún væri ófrísk af barni Diego Maradona. Líklegt er að fregnirnar, ef réttar eru, muni ekki bæta ástandið fyrir knatt- spyrnugoðið fyrrverandi og hans gætu beðið flókin lagaleg úrlausnarefni þegar hann kem- ur út af spítalnum. Stúlkan er 19 ára og heitir Adonay Fruto. Maradona hefur dvalið mikið á Kúbu undanfarin ár, en hann á þegar fjögur börn. Síðustu fregnir herma að Maradona sé enn í öndunarvél. ■ Maradona er eina manneskjan sem hefur fært argentínskum almenn- ingi hamingju á síðustu árum. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.