Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 49
Seinustu vikurnar hef ég lesiðnokkrar frábærar bækur eins og til dæmis Hættumörk, sem fjallar um hagfræði. Ég samdi páskaprédikun í einskonar sam- tali við þessa bók. Dr. Guðmundur Magnússon, prófessor skrifar mjög athyglisverða grein í bókina en hann valdi einnig í hana merk- ar greinar meðal annars eftir nóbelsverðlaunahafa í hagfræði,“ segir séra Örn Bárður Jónsson en hann er lesandi vikunnar að þessu sinni. „Þá er ég nýbúinn að lesa, Life of Pi sem er stórskemmtileg og Alkemistann á ensku eftir Paulo Coelho sem mig langar að lesa aftur á íslensku í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Þá las ég nýlega Stupid White Men eftir furðufuglinn hann Michael Moore. Stórkostlega snörp ádeila og full af húmor og hispursleysi. Þetta er maðurinn sem gerði heimidarmyndina frægu um byssueign í Bandaríkjunum, Bowling for Columbine. Já, og svo var ein stórgóð sem ber heitið Chosen People og er um sjálfskilning Breta og Banda- ríkjamanna sem túlka sjálfa sig dálítið í anda Gamla testamentis- ins sem Guðs útvöldu þjóð sem er á beinni leið til fyrirheitna lands- ins. Athyglisverð bók, skrifuð af breskum blaðamanni sem ég held að tilheyri rómversku kirkjunni og er kvæntur bandarískri konu. Mjög snjöll greining á sálarlífi þessara merku þjóða, en um leið þjóða sem vasast hafa mikið í alþjóðamálum með misjöfnum árangri. Svo er ég að bjástra við Búlga- kov, Meistarinn og Margaríta en er nú alveg að gefast upp á henni - og þó. Þá hef ég verið að glugga í Proust fyrir utan efni sem ég er stöðugt að skoða í tengslum við vinnu mína. Þar er auðvitað efst á blaði bók bókanna, Biblían og ýmis guðfræðirit. Ég hám- aði til dæmis í mig heilt tímarit um guðfræði í lið- inni viku. Þetta er þema- hefti sem fjallar um Fjandskapinn í heimin- um eða Emnity eins og það heitir á ensku. Þar fékk ég marga góða punkta sem ég nýtti mér í síðustu prédikun. Þá les ég reglulega í nokkrum bókum sem eru með hugvekjur fyr- ir hvern dag svona til að þorna ekki upp og skrælna í eyðimörk lífsins.“ ■ PRESTUR ORÐINN METSÖLU- HÖFUNDUR Gríðarleg umskipti hafa orðiðí lífi prestsins fyrrverandi, Grahams Taylor, en hann hefur skrifað und- ir samning sem tryggir honum tæp- an hálfan milljarð króna fyrir næstu sex bækur hans. Taylor er 43 ára gamall og byrjaði seint að skri- fa. Þegar hann hafði lokið við handrit að bók sinni Shadowmancer var honum sagt að enginn útgefandi myndi hafa áhuga á ævintýri um kristni og svartagaldur á 18. öld. Taylor gaf bókina út sjálfur og seldi mótorhjól sitt til að eiga fyrir kostnaði. Sóknarbörn hans, vinir og nágrannar keyptu bók- ina og mæltu með henni við aðra. Gagnrýnendur tóku við sér og lás hana og líktu henni við Harry Potter. Faber keypti útgáfuréttinn og bókin sat í 15 vikur í efsta sæti breska met- sölulistans. Taylor seldi síðan útgáfuréttinn til Bandaríkjanna fyrir þrisvar sinnum hærri upp- hæð en J.K. Rowling fékk fyrir fyrstu Harry Potter bók sína. Kvikmyndarétturinn að Shadow- mancer hefur þegar verið seld- ur. Önnur skáldsaga Taylors, Wormwood, er væntanleg í júní. Taylor er orðinn vellauðugur mað- ur. Hann hefur látið af prests- embætti af heilsufarsástæðum en hleypur þó í skarðið fyrir sóknar- prestinn þegar þörf er á. SÖGULEG SKÁLDSAGA SLÆR Í GEGN Í USA Um þessar mundir virðastsögulegar skáldsögur njóta mikilla vinsælda lesenda víða um heim. Skáldsagan The Birth of Venus er að slá í gegn, en hún gerist í Flórens á 15. öld. Hún virðist ætla að njóta sömu vin- sælda og Stúlka með perlueyrna- lokka eftir Tracy Chevalier og henni hefur einnig verið líkt við Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco. Sagan segir frá unglings- stúlku sem verður ástfang- in af dularfull- um málara sem vinnur fyrir föður hennar í Flórens. Þetta eru tímar trú- arofstækis og m u n k s i n s Savanarola. H ö f u n d u r - inn er bresk kona Sarah Dunant sem hefur áður skrifað sakamálasögur. Bókin er metsölubók í Bandaríkjunum og til stendur að þýða hana á 17 tungumál. Random House hefur gert tveggja bóka samning við höfundinn og kvikmyndafyrir- tæki berjast um réttinn til að kvikmynda verkið. Dunant sér fram á að verða vellauðug áður en árið er liðið. Hún segist hins vegar vera skelfingu lostin vegna velgengninnar. „Ég er í keng af ótta við tilhugsunina um að ég eigi aldrei eftir að geta skrifað aftur,“ segir hún. LAUGARDAGUR 24. apríl 2004 ■ Sagt og skrifað Egill Helgason, umsjónarmaðurSilfursins á Stöð 2, er býsna ánægður með nýja bók útvarps- mannsins Eiríks Guðmundssonar, 39 þrep á leið til glötunar. Bókin hefur vakið nokkra athygli og er nú ofarlega á metsölulista. Egill gerir bókina að umtalsefni á heimasíðu sinni og segir: „Eiríkur Guðmundsson var að senda frá sér fína bók – á köflum frábæra – sem hann nefnir 39 þrep á leið til glötunar. Honum tekst að vera bæði fyndinn og frumlegur – nokkurs konar and- Þórbergur; bókin er mjög í anda Bréfs til Láru en hjá Þórbergi stefna hlutirnir oftastnær upp á við í sjálfs- hrifningu en hjá Ei- ríki er flest á niður- leið í eirðarleysi og póstmódernísku víli. Eiríkur segir að bók- in sé að vissu leyti of- næmisviðbragð við öllum spjallþáttunum þar sem hlutirnir eru kjaftaðir fram og til baka þangað til þeir gufa einhvern veginn upp í tómið. Út frá þeim punkti fer hann svo að leita að veruleikanum sem reynist þá vera nokkuð öfugsnúinn. Ég tel mig svosem vita hvað Eiríkur er að fara; það er erfitt að verjast hinum vélræna kjaftagangi...“ segir Egill Helgason. ■ ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON „Þá las ég nýlega Stupid White Men eftir furðufuglinn hann Michael Moore. Stórkost- lega snörp ádeila og full af húmor og hispurs- leysi.“ Frábærar bækur Svo er ég að bjástra við Búlgakov, Meist- arinn og Margaríta en er nú alveg að gefast upp á henni – og þó.“ ,, Ný bók Eiríks Guðmundssonar vekur athygli: Fyndinn og frumlegur EIRÍKUR GUÐMUNDSSON „Fín bók, á köflum frábær,“ segir Egill Helgason um nýja bók hans. GRAHAM TAYLOR Presturinn fyrrverandi er orðinn vellauðugur af skrifum sínum. SARAH DUNANT Ný söguleg skáld- saga hennar er að slá í gegn í Banda- ríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.