Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 56
■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir gamanmyndina Löggulíf eftir Þráin Bertelsson í sýningarsal safnsins í Bæjar- bíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Guðmundur Sigurðsson, organisti Bústaðakirkju, leikur í hádeg- inu á orgelið í Hallgrímskirkju.  14.00 Stórsveit Reykjavíkur efnir til hinnar árlegu Stórsveitaveislu í Ráð- húsi Reykjavíkur í tíunda sinn. Auk Stórsveitar Reykjavíkur koma fram sex skólastórsveitir: Stórsveit Tónlistarskóla FÍH, Stórsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Stórsveit Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar og Tónlistarskóla Garðabæjar og tvær Léttsveitir Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar, eldri deild og yngri deild. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.  16.00 Árlegir vortónleikar karla- kórsins Þrasta í Hafnarfirði fara fram í Víðistaðakirkju. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez og undirleikari Jónas Þórir og einsöng með kórnum syngur Jóhann Sigurðarson. Þetta eru fyrstu tónleikarnir af fjórum þetta árið.  20.00 Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar sýnir gamanóperuna Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss yngri í styttri gerð í hús- næði Íslensku óperunnar. Hljómsveitar- stjóri er Gunnsteinn Ólafsson og leik- stjóri Pétur Einarsson. Með einsöngs- hlutverk fara nemendur í Listaháskóla Íslands, Tónlistarskólanum í Reykjavík, Nýja tónlistarskólanum og Tónlistarskóla Kópavogs  21.00 Bandaríska hljómsveitin Black Forest / Black Sea heldur tón- leika á Grand Rokk.  23.00 Stórhljómsveitin Ný Dönsk spilar á NASA. Fyrstu 200 fá frítt inn.  Bandaríska hljómsveitin Black For- est / Black Sea spilar á Grand Rokk ásamt Kimono.  Hoffman og Lokbrá á Grand Rokk. ■ ■ LEIKLIST  19.00 Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene O’Neill á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins.  20.00 Söngleikurinn Chicago á stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams á litla sviði Borgar- leikhússins.  20.00 Arnar Jónsson flytur Sveins- stykkið, einleik eftir Þorvald Þorsteins- son, í Samkomuhúsinu á Akureyri.  20.00 Leiklistarfélag Seltjarnarness sýnir Saumastofuna eftir Kjartan Ragn- arsson í Félagsheimili Seltjarnarness.  20.00 Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason í leikgerð og leik- stjórn Baltasar Kormáks. Sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov í Hafnarfjarðarleikhúsinu. ■ ■ LISTOPNANIR  15.00 Þrjár einkasýningar verða opnaðar í Listasafni Kópavogs, Gerðar- safni. Í austursal sýnir Rebekka Rán Samper tví- og þrívíð verk ásamt mynd- bandsgjörningi á sýningu sem hún nefnir INTROSUM. ANNAR STAÐUR - ANNAR TÍMI heitir sýning Rögnu Fróðadóttur í vestursal. Á neðri hæð opnar Bjarni Sigurbjörnsson síðan sýn- inguna OPUS.  16.00 Málverkasýning Hördísar Brynju, „Microcosmos / Macrocosmos“, verður opnuð í sal félagsins Íslensk Grafík, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin). Sýningin mun standa til 9. maí og er opin kl. 14–18 fimmtudaga til sunnudaga. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Kvennakvöld á Dillon, Lauga- vegi 30. Fram koma Stella Hauks, Andr- ea Gylfa og hljómsveitin Minä rakastan sinua Bessie Smith með Diddu í farar- broddi. Dj Andrea snýr skífum.  23.00 Hljómsveitin Flug fyrir dansi leikur í Caffé Kúlture, Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu.  Á móti sól skemmtir á Klúbbnum við Gullinbrú.  Jet black Joe verður í Sjallanum á Akureyri. Dj Lilja á Dátanum.  Garðar Garðarsson trúbador spilar og syngur á Rauða ljóninu.  Írafár hristir uppi í mannskapnum á Gauknum.  Spilafíklarnir verða á Celtic Cross. Danni trúbador sér um stuðið á efri hæðinni.  Hljómsveitin Von skemmtir á Players í Kópavogi.  Hljómsveitin Papar skemmtir á Víð- hlíð í Víðidal. Sérstakir gestir verða Villi- kettirnir.  Spilafíklarnir verða á Celtic Cross. Danni trúbador sér um stuðið á efri hæðinni. ■ ■ FUNDIR  13.30 Ritið - Tímarit Hugvísinda- stofnunar gengst fyrir málþingi um fornleifafræði í sal N131 í Öskju – nátt- úrufræðahúsi Háskóla Íslands. Erindin flytja Adolf Friðriksson, Kristján Mím- isson, Gavin Lucas, Steinunn Krist- jánsdóttir og Orri Vésteinsson. Þing- stjórar verða ritstjórar Ritsins, Jón Ólafs- son og Svanhildur Óskarsdóttir. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Sýningu Halldóru Emilsdóttur í Gall- eríi Sævars Karls lýkur núna um helgina.  Sýningu Jóns Óskars í Kling og Bang gallerí, Laugavegi 23, lýkur á morgun.  Frost Activity, metaðsóknarsýning Ólafs Elíassonar í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, rennur sitt skeið á enda um helgina. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 24. apríl 2004 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 21 22 23 24 25 26 27 APRÍL Föstudagur Nemendur fjögurra tónlistar-skóla frumsýndu í gærkvöld í Íslensku óperunni, Sígaunabar- óninn, hina vinsælu gamanóperu eftir Jóhann Strauss yngri. Hún verður sýnd aftur í kvöld og ann- að kvöld. „Sígaunabaróninn er fyrsta verkið sem Íslenska óperan sýndi fyrir rúmum tuttugu árum,“ segir Gunnsteinn Ólafs- son, sem stjórnar hljómsveit- inni. Að þessu sinni er hún sýnd í styttri útgáfu með tólf manna hljómsveit og þrettán manna kór. Bæði hljómsveitin og kórinn auk einsöngvaranna eru skipuð nemendum úr Listaháskóla Íslands, Tónlistarskólanum í Reykjavík, Nýja tónlistarskólan- um og Tónlistarskóla Kópavogs. „Þetta er tilraunaverkefni í samvinnu við Íslensku óperuna. Þetta er góður skóli fyrir krakk- ana og mikil reynsla fyrir þá að vinna með atvinnuleikstjóra. Þetta er víða gert svona erlendis,“ segir Gunnsteinn. Leikstjórinn er Pétur Einarsson. „Hljóðfæra- leikararnir fá líka að kynnast þeirri vinnu að setja upp óperu.“ „Sígaunabaróninn gerist í Ung- verjalandi, nánar tiltekið í Transyl- vaníu, um það leyti sem Tyrkir eru að hörfa frá Ungverjalandi. Þeir höfðu þá hersetið það í 200 ár.“ Miðpunktur sögunnar er ungur Austurríkismaður, Sándor Barinkay, sem Erlendur Elvarsson leikur. „Hann er að snúa heim til að vitja föðurleifðar sinnar í Tran- sylvaníu eftir að hafa þurft að yfirgefa föðurlandið. Þá kemur í ljós að faðir hans og tyrkneski landstjórinn voru góðir vinir. Þeir höfðu falið fjársjóð í jörðu og honum er sagt frá þessum fjársjóði. Svo rekst hann á sígaunastúlku sem reynist vera dóttir þessa tyrkneska land- stjóra. Hann heyrir hana syngja lag sem hann man eftir frá æsku, og með þeim takast ástir.“ Útsetning tónlistarinnar fyr- ir litla hljómsveit er eftir Roar Kvam og Gunnstein Ólafsson en Elísabet Erlingsdóttir sá um stytta gerð óperunnar. ■ ■ ÓPERA Ljósmynda-listsýningin LESIÐ Í LANDIÐ HAFNARBORG, MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR, STRANDGÖTU 34 OPIÐ Í DAG KL. 11.00 - 17.00. LEIKLISTARFÉLAG SELTJARNARNESS Stofnað 1998 Leiklistarfélag Seltjarnarness sýnir leikritið Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson, leikstjóri Bjarni Ingvarsson í Félagsheimili Seltjarnarness MIÐAPANTANIR Í SÍMA 696 1314 Frumsýning miðvikudaginn 21. apríl kl 20 2 sýning föstudaginn 23. apríl kl 20 3 sýning laugardaginn 24. apríl kl 20 4 sýning sunnudaginn 25. apríl kl 15 Gríman 2003 ....besta sýning að mati áhorfenda ALLRA SÍÐASTA SÝNING Í REYKJAVÍK LAUGARD. 24. APRÍL KL 21.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS Miðasala: Iðnó s. 562 9700 EFTIR HERNÁMIÐ Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar sýnir gamanóperuna Sígaunabaróninn í kvöld og annað kvöld. Ástarsaga frá Transylvaníu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.