Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 63
Björn Jörundur Friðbjörnsson,tónlistarmaður með meiru, hefur verið ráðinn ritstjóri ís- lenska klámblaðsins Bleikt&blátt og er ætlað að stýra nýju og breyttu blaði. Ráðning hans er hluti af þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á blaðinu og hefur það því óhjákvæmilega í för með sér að Ragnar Pétursson fær að fjúka en hann hefur rit- stýrt tímaritinu síð- ustu mánuði með ágætis árangri en lestur þess mun hafa farið vaxandi. Útgef- andinn Fróði er þó greinilega á höttunum eftir ein- hverju nýju og bindur miklar vonir við ráðningu Björns Jör- undar sem er vel pennafær og þekktur fyrir hugmyndaauðgi. Fréttiraf fólki 51LAUGARDAGUR 24. apríl 2004 Salute! Ítalía Kynning og tilbo› á ítölskum vínum Á næstu vikum ver›ur kynning á ítölskum vínum í vínbú›unum. Tilbo› ver›a á völdum tegundum. Model IS 43 - 3 sæta sófi og tveir stólar Verð áður kr. 239.000 stgr. Verð nú aðeins kr. 159.000 stgr. Einnig fáanlegt: 3ja sæta, 2ja sæta og stóll Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-17 gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 Ekta ítölsk leðursófasett á ótrúlegu verði Ekki missa af þessu einstaka tækifæri 80.000 kr. afsl. Rocky eftir Frode Øverli Þetta var partí dauðans! Ég er orðinn allt of gamall til þess að hanga svona í troðningi með 17 ára krökkum! Tungan á mér er orðin grá og báðir handleggirnir sofnaðir! Ég var búinn að gleyma því hvað það er mikil vinna að kela! Það var ömurlegt að kela í gamla daga, þá var maður alltaf svo pirraður allan tímann að fá ekki að fara alla leið! Maður kelaði í sex tíma, hélt sig á mottunni og rauk svo beint heim í klámmynd- irnar! Ég er líka búinn að halda mig á mottunni í sama næturvagninum í sex ár! Þetta kalla ég framför! Hvar er ég? Ég er ekki að tala um dýriðheldur mann sem minnkar í fjórða hverju skrefi, tekur svona nokkurs konar dýfu og rís aftur upp. Það er nýtt fyrir mér að fá svona í garðinn og ég var kominn á fremsta hlunn með að hlaupa einfaldlega út og reka hann burt. En ég þekki svo lítið inn á þetta fyrirbæri, þannig að ég fylgdist í staðinn með úr glugganum, faldi mig bak við gardínurnar og bað dóttur mína um að rétta mér símann. Ég hringdi í vin minn til þess að leita ráða. Konan hans er inni í svona samfélagslegum vanda- málum. Minkurinn ráfaði um garðinn, tók dýfur og virtist vera að skoða sig um. Mér datt fyrst í hug, ég veit ekki hvers vegna, að hann væri frá Íslandi í dag, kannski pistlahöfundur eða maður sem hringir mikið í út- varp Sögu. Kannski furðufugl úr stjórnmálaflokki, þeir geta verið stórhættulegir og hafa ófáir ver- ið staðnir að ofsaköstum. Það er minkur í garðinum hjá mér, hvíslaði ég í símann við vin minn. Ha, sagði hann og var auð- sjáanlega brugðið. Dýrið eða maðurinn. Maðurinn, hvíslaði ég og faldi mig betur vegna þess að minkurinn hreyfði sig hratt um garðinn þó svo að hann tæki dýfu í fjórða hverju skrefi. Hvað á ég að gera. Vinurinn reyndi ekki að svara því og kallaði beint til konunnar sinnar, það er mink- ur í garðinum hjá Steina, hvað á hann að gera. Ekkert, heyrði ég að hún kallaði til hans, bara leyfa honum að ráfa um, það er langbest. Spurðu hana hvort hann sé hættulegur, spurði ég og hann gerði það. Nei, svaraði kon- an hans úr fjarlægð, hann er örugglega bara hégómlegur. Hvern fjandann er hégómlegur maður að gera í garðinum mín- um, spurði ég alveg gáttaður og vinur minn svaraði mér án þess að kalla til konunnar sinnar, hvað meinarðu, þú ert einn hégómlegasti maður landsins Steini. Hann er örugglega í píla- grímsferð. P.S. Þorsteinn Guðmundsson lagði niður spurningarmerki í janúar á síðasta ári. Minkur í garðinum ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON ■ pælir í lífinu og tilverunni. DAUÐI Í LOFTINU Mexikóska listakonan Teresa Margolles stendur í miðju verki sínu „Í loftinu 2003“ sem er hluti af sýningu hennar „Dauði án enda“ í Nýlistasafninu í Frank- furt. Sápukúlurnar eru gerðar úr vatni sem notað var til að þvo lík eftir krufningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.