Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 1
▲ „Verkið á vel við á þessum tímum þegar allt er að fara til fjandans,“ segir Sigrún Eðvalds- dóttir um níundu sinfóníu Beethovens. Sinfóníuhljómsveitin leikur hið margrómaða snilldarverk á fimmtudag og föstudag. Níunda sinfónían SÍÐA 20 ▲ 8 leiðir til að láta gott af sér leiða MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 28 Sjónvarp 36 SUNNUDAGUR ÍBV OG KR EIGAST VIÐ Liðin í öðru og þriðja sæti í deildabikarkeppni KSÍ - efri deildar kvenna mætast á morg- un. ÍBV og KR eigast við á Leiknisvelli og hefst leikurinn kl. 13:45. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 25. apríl 2004 – 112. tölublað – 4. árgangur STJÓRNMÁL Formönnum stjórnar- flokkanna tókst ekki að halda ríkis- stjórnarfund í gær. Til stóð að ræða fjölmiðlamálið. Frumvarpsdrög Davíðs Oddssonar forsætisráðherra hafa ekki fengið samþykki Halldórs Ásgrímssonar sem fer með málið fyrir hönd síns flokks. Enn ber of mikið á milli stjórnarflokkanna til að hægt hafi verið að kalla ríkis- stjórnina til fundar. Reynt var að ná tali af for- mönnunum í gær en hvorugur gaf færi á sér. Aðrir sem rætt var við vilja sem minnst segja og enginn undir nafni. Ekki fer á milli mála að talsverð andstaða er við frum- varpsdrög forsætisráðherra og ekki einungis í Framsóknarflokki. Í Sjálfstæðisflokki er heldur ekki einhugur um málið. Flokksmenn þvertaka fyrir að tjá sig opinberlega um málið. Eftir að hafa talað við þing- menn Sjálfstæðisflokks fer ekki á milli mála að andstaða er við frumvarpsdrögin eins og þing- menn best þekkja þau. Hvorki frumvarpinu né skýrslu fjöl- miðlanefndar hefur verið dreift til þingmanna og vitneskju sína hafa þeir því einungis úr fréttum. Einn þingmanna ríkisstjórnar- innar sagðist aldrei geta sam- þykkt lög sem ganga lengra í að þrengja eignarhald á fjölmiðlum en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Framsóknarmenn eru of frjáls- lyndir til að samþykkja þetta, voru orð framámanns í Fram- sóknarflokki, þegar rætt var um frumvarpsdrög forsætisráðherra. sda@frettabladid.is Fólk leitar ýmissa leiða til að öðlast lífsfyllingu. Hugsjónamenn geta enn fundið margar leiðir til þess að finna baráttuþreki sínu farveg. Svo virðist sem sjálfboðaliðastarf hafi færst mjög í vöxt á Íslandi. Fréttblaðið bendir á 8 leiðir til þess að láta gott af sér leiða. SÍÐUR 24 & 25 ▲ Engin lausn í sjónmáli Stjórnarflokkarnir hafa ekki náð lendingu í frumvarpsmáli forsætisráðherra. Framsóknarmenn freista þess að fá samþykkt í ríkisstjórn að frumvarpið verði ekki eins íþyngjandi og Davíð vill. VÍÐA RIGNING EÐA SKÚRIR einkum sunnan og vestantil. Nokkur vindur nálægt hádegi en lægir síðdegis. Kólnar heldur í veðri. Sjá síðu 6. MIKLABRAUT 16 RIFIN Stórvirkar vinnuvélar voru að störfum við Miklubraut 16 í gær. Húsið er á horni Miklubrautar og Snorrabrautar en niðurrif hússins er hluti að undirbúningi fyrir færslu Hringbrautar. BUSH AÐVARAR SHARON Banda- ríkjaforseti hefur ítrekað að hann telji að Ísraelsstjórn megi ekki grípa til aðgerða gegn Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísra- els, telur sér frjálst að grípa til slíkra að- gerða. Sjá síðu 4. KÁRI ÓTTAST UM HEILBRIGÐIS- KERFIÐ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar, er mjög ósáttur við þær leiðir sem íslensk stjórnvöld hafa valið til þess að draga úr lyfjakostnaði. Sjá síðu 2. FJÖLDAMORÐ Í SÚDAN Mannrétt- indasamtök segja að 136 menn hafi verið teknir af lífi í Súdan. Stjórnarher landsins stóð að aðgerðunum í samvinnu við arab- íska skæruliða. Sjá síðu 8. FJÖLMIÐLASKÝRSLA Enn er deilt um skýrslu ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum. Skýrslan er enn ekki opinber en forsætisráðherra hefur lagt fram laga- frumvarp á grundvelli hennar. Sjá síður 4, 6 og 14-15. SVAVAR GESTSSON Fyrrverandi ráðherra: Vinnur að ævisögu SUNNUDAGSVIÐTAL „Ég hef verið að flokka gögn sem ég á þannig að bráðlega get ég sest niður og skrifað,“ segir Svavar Gestsson, sendiherra í Svíþjóð. „Eitthvað er þó komið á blað, ég var búinn að skrifa nokkuð áður en ég hóf störf í utanríkisþjónustunni og hef skrifað reyting síðan. Þetta verð- ur pólitísk ævisaga. Ég mun ekki skrifa bersöglismál. Ég ætla mér að fara yfir ferilinn, meta hvað tókst og hvað mistókst og af hverju það tókst og af hverju það mistókst.“ Nánar á síðum 22 og 23. Sumardagurinn fyrsti er lið- inn og sumarið blasir við. Hver stórhátíðin rekur aðra og veðurfræð- ingur segir líkur á sól og sumaryl. Sumarið er tíminn SÍÐUR 18 og 19

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.