Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 4
4 25. apríl 2004 SUNNUDAGUR George W. Bush varar Ariel Sharon við: Snerti ekki hár á höfði Arafats WASHINGTON George W. Bush, for- seti Bandaríkjanna, hefur varað Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, við því að grípa til aðgerða sem kynnu að skaða Yasser Ara- fat, leiðtoga Palestínumanna, og þrýstir á hann að standa við loforð um að vinna honum ekki mein. Sharon segist hafa greint Bush frá því að hann væri ekki lengur bundinn af loforði sem hann gaf Bandaríkjaforseta á sínum tíma um að ráðast ekki á Arafat. Ummælin hafa vakið hörð við- brögð vestan hafs, þar sem óttast er að árás á Arafat kunni að auka enn frekar það ófriðarbál sem geysað hefur fyrir botni Mið- jarðarhafs og kynda undir aukið hatur Araba gegn Bandaríkjun- um. Arafat ávarpaði stuðnings- menn sína eftir að fregnir bárust af hótunum Sharons og sagðist hann reiðubúinn að deyja píslar- vættisdauða fyrir Palestínu. Palestínumenn hafa fordæmt ummæli Sharons og segja þau hættuleg. Heimildir innan Hvíta hússins herma að Bush hafi varað Sharon við aðgerðum gagnvart Arafat og undirstrikað afstöðu bandaríkjastjórnar í þeim efnum. Sean McCormack, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, segir að Ísraelsstjórn hafi fengið skýr skilaboð og að stjórnvöld í Washington líti ekki svo á að Shar- on hafi frjálsar hendur gagnvart Arafat. ■ FRUMVARP Ung frjálslynd, Ungir jafnaðarmenn og Ung vinstri græn mótmæla harðlega frum- varpi til laga um útlendinga sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og telja að það gangi gegn hefðbundnum sjónar- miðum um jafnræði borgaranna og borgaraleg réttindi. Samkvæmt frumvarpinu er meðal annars gert að skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis á grundvelli hjónabands, sambúðar eða samvistar að erlendur maki hafi náð 24 ára aldri. Þetta telja félögin undarlegt ákvæði, sem sé í litlu samræmi við hefðbundin hjú- skaparskilyrði. Þá telja þau óþarfi að tefja fyrir frjálsri för vinnuafls um hið evrópska efnahagssvæði, eins og frumvarpið feli í sér. „Það er allra hagur að fólk geti ferðast frjálst þangað sem það tel- ur kröftum sínum best borgið,“ segir í ályktun frá ungliðahreyf- ingunum. Í frumvarpi dómsmálaráð- herra er kveðið á um heimild til að krefjast lífsýnis af innflytjend- um til að sanna skyldleika við að- ila sem þegar eru staddir á Ís- landi, auk heimildar til húsleitar ef grunur leikur á um að stofnað hafi verið til málamyndarhjú- skapar. Það er óhæfileg skerðing persónufrelsis að mati ungliða- hreyfinganna, sem telja refsi- heimild í þessum efnum algerlega óþarfa. ■ Vegið að réttarríkinu Hreinn Loftsson segir að ef frumvarp forsætis- ráðherra nái fram að ganga sé vegið að grund- velli frjálsra fjölmiðla. FJÖLMIÐLALÖG Hreinn Loftsson, lög- maður og stjórnarformaður Baugs, segir að tími sé kominn til þess að menn átti sig á því í hvaða átt stjórnmál hér á landi stefni. „Þau bera sífellt meiri keim af geð- þóttaákvörðunum þar sem grundvall- arreglur réttarrík- isins eru brotnar í hverju máli á fætur öðru,“ segir hann. Hann telur ekki að efni standi til þess að meta skýrslu um eignar- hald á fjölmiðlum sem grundvöll mál- efnalegrar umræðu um stöðuna á fjöl- m i ð l a m a r k a ð i . „Menn eiga ekki að ræða þetta mál á forsendum þessar- ar greinargerðar sem nú liggur fyr- ir og er flausturslega unnin. Þar er öllu réttu snúið á hvolf til að komast að þessari niðurstöðu,“ segir hann. Hann telur að umræðan snúist í raun um allt annað. „Hér er verið að vega að réttarríkinu og málfrelsinu undir því yfirskyni að verið sé að auka fjölbreytni. Í raun er verið að vega að grund- velli frjálsra fjöl- miðla í landinu,“ segir hann. „Ef frumvarp forsætisráðherra nær fram að ganga má segja að samþjöppun hins pólitíska vald sé fullkomin hér á landi. Þá hefur einn maður náð öllu því valdi til sín sem honum þóknast. Þetta er lýðræðinu mun hættulegra en samanlagður auð- ur allra þeirra kaupsýslumanna sem Davíð Oddsson hefur vanþókn- un á. Nú þurfa frjálshuga menn að taka höndum saman og hleypa þess- ari ógnarstjórn frá,“ segir Hreinn Loftsson. ■ Átök á Vesturbakkanum: Þrír Palestínu- menn féllu JENIN, AP Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana á Vest- urbakkanum í gær. Einn þeirra var sextán ára unglingur sem var á leið heim úr skólanum. Palestínumenn segja að ísraelsk- ir hermenn hafi skotið á bíl tveggja skæruliða í Jenín og að unglingur- inn hafi lent í skothríðinni. Ísraels- her segir hins vegar að hermennirn- ir hafi umkringt hús þar sem tveir eftirlýstir skæruliðar og félagi þeir- ra hafi fallið í skotbardaga. Að minnsta kosti þrjátíu Palestínu- menn hafa fallið fyrir hendi ísrael- skra hermanna síðan Ísraelsmenn myrtu leiðtoga Hamas-skæruliða- samtakanna í síðustu viku. ■ YASSER ARAFAT Eftir að fréttir bárust af hótunum forsætisráð- herra Ísraels í garð leiðtoga Palestínu sagði Arafat stuðningsmönnum sínum að hann væri reiðbúinn að deyja píslarvættisdauða. ARIEL SHARON Forsætisráðherra Ísraels segist ekki lengur vera bundinn af loforði um að vinna Yass- er Arafat ekki mein. Hjálparstarf hafið í Norður-Kóreu: Segja kæruleysi hafa valdið slysinu NORÐUR-KÓREA, AP Erlendir hjálpar- starfsmenn hófu í gær störf í Ryongchong í Norður-Kóreu þar sem gríðarleg sprenging lagði stórt svæði í rúst síðastliðinn fimmtudag. Mikil eyðilegging blasir við björgunarmönnum, en þeir flytja meðal annars með sér lyf, sáraumbúðir og fleira sem erfitt er að nálgast í landinu. Ótt- ast er að hundruð manna hafi lát- ið lífið en samkvæmt opinberum tölum hafa 154 lík fundist. Af þeim eru 76 börn. Talið er að minnst 1.300 manns hafi slasast. 129 byggingar eyðilagst, þeirra á meðal barnaskóli, sjúkrahús og landbúnaðarskóli. Yfirvöld í Norður-Kóreu tjáðu sig ekkert um slysið fyrsta sólarhringinn á eftir en óskuðu í gær eftir erlendri aðstoð. Emb- ættismenn segja að kæruleysi hafi valdið því að lestarvagnar með eldfimu efni lentu á raf- magnslínum. John Sparrow, talsmaður Rauða krossins í Peking, sagði í gær að áhrifa sprengingarinnar hefði gætt á 4 kílómetra svæði en að hús í næsta nágrenni hafi al- gjörlega lagst í rúst. ■ HÚS Í NÆSTA NÁGRENNI LÖGÐUST Í RÚST Mikil eyðilegging blasir við björgunarmönnum. BJÖRN BJARNASON Frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga hefur sætt harðri gagnrýni fyrir það hversu réttur erlendra borgara hér á landi verður skertur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Gengur gegn jafnræði borgara Ungliðasamtök gegn útlendingafrumvarpi dómsmálaráðherra. Segja allra hag að fólk geti ferðast frjálst. HREINN LOFTSSON Stjórnarformaður Baugs kallar stjórn Davíðs Oddssonar ógnarstjórn og segir að frjálshuga menn þurfi að hleypa henni frá. SPRENGJUHÓTUN Lögreglan í Reykjavík leitaði að sprengju á kaffihúsi í Kringlunni um miðjan dag í gær, eftir að sprengjuhótun barst í gegnum síma. Hótunin var mjög óljós og taldi lögregla ekki ástæðu til að rýma staðinn. Ekk- ert fannst við leit en málið er í rannsókn. LÍKAMSÁRÁSIR Slagsmál brutust út milli tveggja manna við Ing- ólfstorg í Reykjavík um tvöleytið á föstudagsnótt. Lá annar óvígur eftir og flutti lögregla hann á slysadeild. Meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. Þá kom róstur upp milli nokkurra aðila í nágrenni miðbæjarins aðfaranótt laugar- dags. Einn maður endaði í göt- unni og hefur hann kært líkams- árás til lögreglunnar. ■ Lögreglufréttir MIKIÐ UM INNBROT Nokkuð var um innbrot og minni háttar þjófn- aði í Reykjavík frá föstudagskvöldi fram á laugardag. Í Breiðholti var brotist inn í félagsmiðstöð og staf- rænni myndavél stolið. Einhverjar skemmdir urðu þegar brotist var inn í húsnæði í Breiðholti. Í Aust- urbænum var brotist í íbúðarhús. Einnig var brotist inn í skóla í Austurbænum. Hryðjuverkamaður handtekinn: Vildi slökkva á Sydney SYDNEY, AP Lögreglan í Sydney í Ástr- alíu hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa ætlað að gera sprengjuárás á rafmagnsveitu borgarinnar. Maðurinn heitir Faheem Khaldi Lodhi og er talið að hann hafi ætlað að nota heimagerða sprengju til verksins. Hann hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk og gæti fengið lífstíðar- fangelsi verði hann fundinn sekur. ■ ■ Lögreglufréttir Fórstu í skrúðgöngu sumardaginn fyrsta? Spurning dagsins í dag: Er þörf á að banna fyrirtækjum að eiga í fjölmiðlum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 10% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is 90%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.