Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 6
FJÖLMIÐLASKÝRSLA Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og formaður nefndar menntamála- ráðherra um eignarhald á fjöl- miðlum sagði í viðtali við Frétta- blaðið að forsendur fyrir nei- kvæðum áhrifum samþjöppunar og samráðs á fjölmiðlamarkaði væru byggðar á reynslu í öðrum löndum. „Ef eignarhaldið á fjölmiðlum safnast á of fáar hendur leiðir það til einhæfni í framboði dagskrár og skoðana, framsetningu og svo framvegis. Skýrslan byggir á þeim forsendum um eignarhald sem eiga við í þessum fræðum. Ein af forsendunum fyrir því að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlum til frambúðar er að tryggja fjöl- breytni í eignarhaldinu,“ sagði Davíð. „Framboð og framsetning á viðhorfum og skoðunum mótast alltaf óhjákvæmilega af því hverjir eiga fjölmiðla. Það er ekki ástæða til að deila mikið um það, þetta nánast leiðir af sjálfu sér,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvaða merki væru um að þetta væri að gerast á íslenskum markaði sagði hann að þegar jafn mikil sam- þjöppun og hefur orðið nú á allra síðustu mánuðum ætti sér stað, þá yrði þetta raunin. Sleit hann síðan samtalinu fyrirvaralaust. ■ 6 25. apríl 2004 SUNNUDAGURVeistusvarið? 1Hvar var sigurvegari Íslandsglímunn-ar í ár? 2Hver er leikhússtjóri Leikfélags Akur-eyrar? 3Forseti Suður-Afríku var endurkjör-inn fyrir skemmstu. Hvað heitir hann? Svörin eru á bls. 46 Skynsamlegra að setja lög um blaðamennsku Herdís Þorgeirsdóttir, doktor í lögum, segir heppilegra að setja lög um starfsemi fjölmiðla en um eignarhald. Hún segir að Mannréttindasátt- málar verndi bæði eignarrétt og tjáningarfrelsi. FJÖLMIÐLAR Herdís Þorgeirsdótt- ir, doktor í lögum og sérfræð- ingur í tjáningarfrelsi fjölmiðla, segir að líta verði til lögvarinna réttinda fjölmiðlafyrirtækja þegar tekin er ákvörðun um lagasetningu um eignarhald. „Fjölmiðill sem lögaðili nýtur verndar rétt eins og einstak- lingur sam- kvæmt dóma- f r a m k v æ m d Mannréttinda- sáttmála Evr- ópu. Nýleg d ó m a f r a m - kvæmd stað- festir þau efna- hagslegu lög- mál sem dag- blöð eru háð en þeim má ekki setja sömu skorður til dæmis varð- andi leyfisveit- ingu eins og ljósvakamiðlum. Fyrsta grein Mannréttindasáttmálans kveður skýrt á um það að stjórnvöldum beri skylda til að tryggja öllum innan sinnar lögsögu þau rétt- indi sem eru varin í Sáttmálan- um,“ segir Herdís. Hún bendir einnig á að réttur útgefenda til að stýra pólitískri stefnu blaða sé sérstaklega var- inn í þýsku stjórnarskránni. Hún segir að fjölmiðlar og starfsmenn þeirra njóti aukinn- ar verndar hvað varði tjáningar- frelsi en einnig séu lagðar á herðar þeim skyldur um að upp- lýsa almenning um mál sem varða almannahagsmuni. „Það er almennt viðurkennt að stjórnskipulegt vægi fjöl- miðlafrelsis gangi framar póli- tískum og efnahagslegum hags- munum og það er viðurkennt bæði af Mannréttindadómstól Evrópu sem Hæstarétti Banda- ríkjanna í ótal málum varðandi fjölmiðla,“ segir hún. Hún segir að í nýlegu máli hafi Mannréttindadómstóll Evr- ópu komist að þeirri niðurstöðu að þótt tjáningarfelsið væri mikilvægt þyrfti einnig að taka tillit til eignarréttarins. Hjördís segir að fjölmiðlafyr- irtæki þurfi að ákveðnu leyti að lúta öðrum lögmálum en annar fyrirtækjarekstur. „Þeim eru lagðar skyldur á herðar, eigend- um ekki síður en blaðamönnum, á sama tíma. Það væri ósann- gjarnt að ætlast til þess að aðil- ar í einkarekstri væru að færa persónulegar fórnir,“ segir hún. „Hins vegar eru í gildi lög um eignarhald á fjölmiðlum þar sem víða annars staðar og þykir ekki brjóta í bág við stjórnar- skrá,“ segir hún. „Niðurstaða minnar doktors- rannsóknar er sú að á meðan fjölmiðlar eru háðir velvilja við- skiptalegra afla og pólitískra sé skynsamlegra að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði með því að löggilda starf blaða- manna og setja lög um starfs- semi fjölmiðla þannig að þeir ræki þær skyldur sem þeim eru settar og hægt sé að neyta þess réttar ef þörf krefur,“ segir Herdís Þorgeirsdóttir. thkjart@frettabladid.is PRINSINN GIFTIR SIG Þrátt fyrir að hafa ekki fengið samþykki fyrir „konunglegu hjónabandi“. Hollenskur prins giftist: Stjórnin gegn hjóna- bandinu HOLLAND, AP Hollenski prinsinn Jo- han Friso, annar sonur Beatrix drottningar, giftist í gær Mabel Wisse Smit. Prinsinn gekk í hjóna- band án samþykkis hollensku stjórnarinnar og hefur því fyrir- gert rétti sínum sem mögulegur handhafi krúnunnar, næst í röð- inni á eftir Willem Alexander bróður sínum og Amalíu dóttur hans. Forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende sagði í október að elskendurnir hefðu gefið hon- um rangar upplýsingar í aðdrag- anda brúðkaupsins, en þau viður- kenna að hafa reynt að fela sam- band Mabels við eiturlyfjabarón- inn Klaas Bruinsma. Meðal þeirra sem sóttu brúð- kaupsveisluna var öll hollenska konungsfjölskyldan og Haraldur Noregskonungur. ■ Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 Ráðherraskipti vegna Íraksmálsins: Gade nýr varnarmála- ráðherra DANMÖRK, AP Sören Gade var form- lega skipaður nýr varnarmálaráð- herra Danmerkur í gær degi eftir að forveri hans, Svend Aage Jens- by, sagði af sér. Afsögn Jensby kom í kjölfar gagnrýnisradda sem sögðu að danski herinn hefði ýkt þá hættu sem stafaði af Saddam Hussein til að verja stríðsrekstur- inn í Írak. Jensby segist fórnar- lamb rógsherferðar stjórnarand- stöðunnar. Forsætisráðherrann, Anders Fogh Rasmussen, segir að Jensby hafi sjálfur ákveðið að segja af sér og að afsögnin hafi virst eini kosturinn í stöðunni. Hún muni þó ekki hafa áhrif á af- stöðu Dana í Íraksmálinu. Um 500 danskir hermenn eru nú í Írak. ■ HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR Samkvæmt niðurstöðum rannsókna henn- ar ætti að löggilda starf blaðamanna og setja reglur um starfsemi fjölmiðla. ■ Afríka ■ Írak „Það er al- mennt viður- kennt að stjórnskipu- legt vægi fjöl- miðlafrelsis gangi framar pólitískum og efnahagsleg- um hagsmun- um. RÉÐUST Á OLÍUVERKAMENN Tveir Bandaríkjamenn og þrír Nígeríu- menn féllu þegar ráðist var á bát olíuverkamanna í Nígeríu. Einn Bandaríkjamaður slasaðist og tveggja Nígeríumanna er saknað eftir árásina. Mennirnir unnu hjá verktaka á vegum bandaríska olíu- fyrirtækisins Chevron Texaco, en olíuauðurinn er mikið bitbein í Ní- geríu. Algengt er að starfsmenn olíufyrirtækja séu teknir í gíslingu. Formaður nefndar um eignarhald fjölmiðla: Fjölbreytni í eignarhaldi tryggir fjölbreytni ÁRÁSIR Á OLÍUTANKA Þrír bátar sprungu við olíupramma og olíu- tanka við strönd Íraks í gær- kvöldi. Talsmaður breska hersins sagði að svo virtist sem um sam- ræmdar sjálfsmorðsárásir hefði verið að ræða. SKÝRSLA MENNTAMÁLARÁÐHERRA UM EIGNARHALD Á FJÖLMIÐLUM „Framboð og framsetning á viðhorfum og skoðunum mótast alltaf óhjákvæmilega af því hverjir eiga fjölmiðla. Það er ekki ástæða til að deila mikið um það, þetta nánast leiðir af sjálfu sér,“ sagði formaður nefndarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.