Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 8
www.kbbanki.is Ver›trygg›ur sparireikningur, sem ber 6% vexti. Innstæ›an ver›ur laus til úttektar vi› 18 ára aldur. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 2 0 0 2 • s ia .i s fia› sem flér finnst fjarlægur draumur núna getur or›i› a› veruleika me› a›sto› Framtí›arbókar. Ef flú leggur 25.000 krónur e›a meira inn á Framtí›arbók eftir fermingardaginn flinn fær›u 3.000 króna peningagjöf inn á bókina frá KB banka. ÁVAXTA‹U FERMINGARPENINGANA Á FRAMTÍ‹ARBÓK OG LÁTTU DRAUMA fiÍNA RÆTAST! ÉG Á MÉR DRAUM 8 25. apríl 2004 SUNNUDAGUR Hver er sammála? „Mér líst ekkert á þetta frum- varp. Það er varasamt fyrir framtíð fjölmiðlunar á Íslandi.“ Haraldur Sveinsson, stjórnarformaður Árvakurs, í Fréttablaðinu 24. apríl. Ekkert að óttast þaðan „Þjóðverjar eru mjög vinveittir Íslendingum, það er ótrúlegt hve velviljiinn er mikill.“ Oddný G. Sverrisdóttir í Morgunblaðinu 24.apríl. Aftursætisbílstjóri „Ef hann lætur kúga sig í þessu máli þá gef ég nú lítið fyrir hann þegar Davíð fer að stjórna úr aftursætinu eftir 15. september.“ Össur Skarphéðinsson um Halldór Ásgrímsson í Fréttablaðinu 24. apríl. Orðrétt Sigurjón Þórðarson alþingismaður: Heimildalaus afskipti yfirdýralæknis STJÓRNSÝSLA „Það er alvarlegur hlutur og léleg stjórnsýsla að opinberir starfsmenn séu að starfa og gera kröfur án þess að hafa heimild til þess,“ segir Sig- urjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, en yfir- dýralæknir hefur skoðað og gert kröfur til úrbóta við hundarækt- unarbúið í Dalsmynni. Sigurjón segir eftirlit með búinu falla undir Umhverfis- stofnun umhverfisráðuneytis- ins en yfirdýralæknisembættið falli hins vegar undir landbún- aðarráðuneytið. Hann segir dýralækna vinna hjá Umhverf- isstofnun og því sjái hann ekki ástæðu þess að yfirdýralæknir blandi sér í málið. „Ég held því fram að á meðan kerfið vinnur svona veldur það tortryggni fólks gagnvart stjórnsýslunni. Nánast allir landsmenn vissu að Umhverfisstofnun væri að skipta sér að rekstri hundabús- ins og því hefði það ekki átt að koma yfirdýralækni í opna skjöldu.“ Sig- urjón segist hafa spurt landbúnaðar- r á ð h e r r a hvaða heim- ild yfirdýra- læknir hafi haft til að fara fram á kröfur til úrbóta við hundabúið en það hafi tekið hann langan tíma að svara og að auki sé svarið óskiljanlegt. ■ FJÖLDAMORÐ Mannréttindasamtök- in Human Rights Watch, halda því fram að 136 afrískir menn hafi verið líflátnir en bækistöðvar samtakanna eru í New York. Þau segjast hafa skráð tugi árása ar- abískra skæruliða, þekkta undir nafninu janjaweed, á þeim mán- uði sem þau rannsökuðu vestur- hluta Súdans. Allar árásirnar nema tvær voru gerðar í sam- vinnu við stjórnarher landsins. „Janjaweed eru ekki lengur skæruliðar sem eru studdir af súdönskum stjórnvöldum,“ sagði Kenneth Rothe, framkvæmda- stjóri Human Rights Watch í yfir- lýsingu sinni. „Þessi skæruliða- samtök vinna í nánu samstarfi við stjórnarherinn og láta þeir sig engu skipta þótt alvarlegir glæpir séu framdir.“ Að sögn mannréttindasamtak- anna var 136 manns, sem voru meðlimir í Fur-þjóðarhreyfing- unni og á aldrinum 20 til 60 ára, safnað saman í tvo hópa þann 5. mars á svæðunum Garsila og Mugjir í Darfur-héraði. Voru þeir fluttir í brynvörðum bílum í dali í grenndinni og látnir krjúpa áður en þeir voru skotnir í höfuðið. „Hernaðaraðgerðir sem jan- jaweed framkvæma njóta oft á tíð- um stuðnings úr lofti frá stjórnvöld- um í Súdan. Bæði eru svæði sprengd áður en ráðist er inn á þau og eftir árásina sveima þyrlur yfir til að tryggja að enginn sé lengur á svæð- inu,“ sögðu samtökin. „Í mörgum þorpum hittast stjórnarherinn og skæruliðar, oft á lögreglustöð svæðisins, áður en farið er út til að brenna þorp og ræna íbúana eða misþyrma þeim.“ Sameinuðu þjóðirnar telja að átökin á milli uppreisnarsinna og stjórnvalda hafi haft áhrif á líf um einnar milljónar Súdana. Um 750 þúsund þeirra hafi verið hrakin burt af heimilum sínum og tugir þúsunda hafi flúið til borgarinnar Chad. Talin er mikil hætta á að hungursneyð brjótist út í landinu á næstunni og að þúsundir manna muni farast. Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið því fram að rúmlega tíu þúsund manns hafi látist í Súdan á undanförnu ári vegna átakanna. Þess má geta að bandarísk stjórn- völd hafa gagnrýnt súdönsk stjórnvöld harðlega og vilja að friður komist á þar í landi sem allra fyrst. Karhthoum-stjórnin í Súdan hefur harðneitað að hafa stutt við bakið á skæruliðum. Friðarviðræður í landinu hafa far- ið fram undanfarna daga en hafa borið ákaflega lítinn árangur. ■ Konur frá 23 löndum: Hjóluðu fyrir friði JÓRDANÍA,AP Rúmlega 250 konur frá 23 Evrópu- og Arabalöndum komu til Amman, höfuðborgar Jórdaníu, á föstudag eftir að hafa hjólað frá Líbanon til Sýrlands. Vildu þær vekja athygli á þjáning- um hins almenna borgara vegna átakanna í Mið-Austurlöndum. „Sem konur óskum við eftir friði og stöðugleika undir þessum erfiðu kringumstæðum,“ sagði palestínski flóttamaðurinn Zaki- yeh Hassanein. ■ SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Sigurjón segir erfitt að skilja svör land- búnaðarráðherra en hann fór fram á að vita hvaða lagaheim- ildir væru fyrir því að yfirdýralæknir hefði gert kröfur til úrbóta á hundaræktunarbú- inu í Dalsmynni. Heitsjávardýr: Fara norðar FISKVEIÐAR Sökum sífellt hlýrra loftslags gæti þorskur og annar kaldsjávarfiskur í Norðursjó og Norður-Atlantshafi hugsanlega horfið fljótlega og í staðinn kæmu heitsjávardýr á borð við túnfisk, skjaldbökur og sæhesta. Einn helsti sjávarlíffræðingur Breta hefur bent á að lítilsháttar hækkun á sjávarhitastigi norð- vestur af strönd Skotlands hafi þegar valdið miklum áhrifum á sjávarlíf. Ofveiddir þorskstofnar séu þegar á undanhaldi og í stað- inn hafi borið á túnfiski, sardín- um, smokkfiski, sæhestum og stórum skjaldbökum. Spáð er að innan tíu ára verði túnfiskur jafnalgengur í Atlantshafi og þorskur. ■ HJÓLAÐ UM GÖTUR Konur hjóla eftir götum Damaskus, höfuð- borgar Sýrlands. Vildu þær vekja athygli á þjáningum almennings í Mið-Austurlönd- um vegna átakanna sem þar hafa ríkt. HLUSTAÐ Á FRIÐARVIÐRÆÐUR Þúsundir manna söfnuðust saman á Mukjar-svæðinu í vesturhluta Súdans á dögunum til að hlusta á friðarviðræður milli stjórnvalda og uppreisnarsinna. Talið er að um tíu þúsund manns hafi látist af völdum deilunnar á undanförnu ári. ■ Voru þeir fluttir í brynvörðum bílum í dali í grenndinni og látnir krjúpa áður en þeir voru skotnir í höfuðið. VARNARAÐGERÐIR Kínverjar ætla að grípa til varnaraðgerða í kjölfar þess að HABL hefur greinst þar að nýju. Farþegar á vissum brautar- stöðvum og flugvöllum verða mældir, en eitt einkenni veikinnar er hár hiti. Ein kona er talin hafa látist úr HABL. Dóttir hennar sem vinnur á HABL rannsóknarstofu, vinnufélagi dótturinnar og hjúkr- unarkona hafa einnig veikst. Stofan hefur verið einangruð. ■ Kína Átökin í Írak í gær: Á fjórða tug féll ÍRAK Á fjórða tug Íraka týndi lífi í árásum í gær. Sprengja sprakk í fjölmennum markaði í stærsta hverfi sjía-múslima í Bagdad og einnig varð strætisvagn fyrir sprengjuárás fimmtíu kílómetra suður af borginni. Fjórir bandarískir hermenn létust í herstöð tuttugu kílómetr- um norður af Bagdad er tveim eldflaugum var skotið úr flutn- ingabíl. Þá voru þrír bátar sprengdir í loft upp nálægt íröskum olíu- borpöllum seint í gærkvöld og einnig tvö olíuflutningaskip. Talið er að um samræmda sjálfs- morðsárás hafi verið að ræða. Ekki hafa enn verið staðfestar fregnir um mannfall eða slys á fólki. ■ Yfir hundrað aftökur í Súdan Arabískir skæruliðar í samvinnu við stjórnarher Súdans tóku 136 manns af lífi í Darfur-héraði í vesturhluta Súdans í síðasta mánuði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.