Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 14
15SUNNUDAGUR 25. apríl 2004 fram að ef þessi leið yrði fyrir valinu fæli hún ekki í sér neina beina lagasetningu sem beindist gegn einkareknum fjölmiðlum. Sérstök ákvæði í sam- keppnislög Nefndin bendir á að einstök ríki hafi farið þá leið að setja sér- stök ákvæði í samkeppnislög sem taka til fjölmiðla. Einkum ætti að huga að eftirtöldum möguleikum: 1. Gera ætti ráð fyrir því að fjöl- miðlafyrirtækjum yrði skylt að veita nákvæmar upplýsingar um eignarhald á þeim og fyrir- tækjum og félögum sem eiga hlut í fyrirtækjum í fjölmiðla- rekstri. Ennfremur verði allar breytingar á eignarhaldi til- kynningaskyldar. 2. Samkeppnisyfirvöldum verði fengnar heimildir til að banna slíkar breytingar leiði þær til samþjöppunar á eignarhaldi eða breytinga á gerð markað- arins sem hamlað gætu fjöl- breytni. Hægt sé að láta eignabreytingar ganga til baka. 3. Samkeppnisyfirvöld geta sett skorður við því að fyrirtæki í öðrum rekstri eignist hlut í fjölmiðlafyrirtæki og banna mætti slík eignatengsl með öllu. Afturvirkni stjórnarskrárbrot Nefndin telur að ekki eigi að gera dagblaðaútgáfu leyfis- skylda. Í því skyni að takmarka það að sami aðili eigi bæði dag- blöð og ljósvakamiðla verði sett sérstök ákvæði um það í lög um veitingu útvarpsleyfa. Einnig eru gerðar tillögur þess efnis að sama fyrirtæki verði bannað að eiga bæði útvarps- og sjón- varpsmiðla. Varðandi eignatengsl milli fjöl- miðlafyrirtækja og fyrirtækja í öðrum rekstri segist nefndin ekki þekkja til þess í öðrum löndum, „að aðili sem hefur hliðstæð um- svif í viðskiptalífi annarra landa og Baugur Group hf. hefur á Ís- landi, fari jafnframt með ráðandi hlut í jafnöflugu fjölmiðlafyrir- tæki og Norðurljósum hf.“ Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að markmiðum beinna reglna um takmarkað eignarhald eða útbreiðslu yrði ekki náð að öllu leyti nema þær yrðu aftur- virkar. „Slíkt fæli augljóslega í sér inngrip hins opinbera í ríkj- andi markaðsaðstæður, sem gæti orðið fyrirtækjum þungbært og kostnaðarsamt, auk þess sem álitamál gætu risið um þær skorð- ur sem ákvæði stjórnarskrár um vernd eignarréttar og atvinnu- frelsi kynnu að setja í þessu efni. Af þessum ástæðum yrði því fyrst og fremst að horfa til áhrifa þeirra til framtíðar.“ Nefndin telur að besta leiðin til að stýra þróuninni á eignarhaldi fjölmiðla til lengri tíma sé í gegn- um úthlutun leyfa til útvarps- rekstrar. Erlent eignarhald Nefndin tekur eignarhald er- lendra fyrirtækja eða einstaklinga á íslenskum fjölmiðlum sérstak- lega til umfjöllunar. „Nefndin legg- ur til að hugað verði að því að sett- ar verði reglur sem setji skorður við eignarhaldi útlendinga utan EES-svæðisins á fjölmiðlafyrir- tækjum. Hefur nefndin einkum í huga að of sterk ítök erlendra aðila geti hamlað gegn markmiðum sem lúta að vernd íslenskrar menningar og fjölbreytni.“ Sjálfstæði fréttamanna Lagt er til í skýrslunni að sett verði í lög um prentrétt ákvæði sem skyldi fyrirtæki í dagblaðaútgáfu til að setja sér innri reglur sem miði að því að tryggja sjálfstæði blaða- manna og ritstjóra gagnvart eigend- um. Ennfremur skuli dagblöð setja sér eigin reglur um stöðu blaða- manna gagnvart ritstjórn. „Sam- bærileg ákvæði verði ennfremur sett í útvarpslög sem tryggi sjálf- stæði frétta- og dagskrárgerðar- manna gagnvart eigendum fyrir- tækja í útvarpsrekstri,“ segir í skýrslunni. Mælt er með því að mennta- málaráðherra semji leiðbeining- arreglur sem að þessu lúta og staðfesti jafnframt reglur sem fjölmiðlar vilji setja sér. Fjölmiðlastofnun Nefndinni var gert að ræða kosti þess að stofna sérstaka fjölmiðlastofnun sem hafi með höndum opinber málefni er lúti að starfsemi fjölmiðla, eignar- haldi og fleiru. Nefndin tekur það fram í niðurstöðum sínum að hún telji ekki rétt að leggja þetta beinlínis til. Fremur ætti að nýta þær stofnanir sem fyrir eru og „kanna hvort þær geti leyst af hendi þau nýju og/eða breyttu verkefni sem breyting- ar á löggjöf á sviði fjölmiðlunar hefðu í för með sér,“ segir í skýrslunni og vísar þar til Sam- keppnisstofnunar eða útvarps- réttarnefndar. ■ Það er eitt að skýrsla sé ítarlegog annað að hún sé nákvæm. Það verður ekki sagt að 180 blað- síðna skýrsla nefndar um eignar- hald á fjölmiðlum sé ekki ítarleg og þrátt fyrir að stjórnvöld hafi enn ekki opinberað skýrsluna þá hefur hún farið nógu víða til þess að þeir sem eru til umfjöllunar í skýrslunni hafi bent á missagnir og rangtúlkanir. Rangar upplýsingar Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að ranglega sé farið með stöðu bæði Norðurljósa og Baugs á markaði. Þar segir hann að þegar veltutölur fjölmiðlafyrirtækja séu skoðaðar þá sé til dæmis veltu Skífunnar, BT og kvikmyndahúsa Norðurljósa steypt saman við rekstur dagblaða og ljósvakamiðla. Niðurstaðan er því sú að velta Norðurljósa er sögð tvöföld á við Ríkisútvarpið og Ár- vakur, sem gefur út Morgunblaðið. Þarna er því verið að bera saman ósambærilega hluti. Þá virðast skýrsluhöfundar falla í þá gryfju að fjalla ekki um Norðurljós eins og fyrirtækið er í dag heldur miða þeir við rekstur Norðurljósa áður en til sameiningar Fréttar ehf. og Norður- ljósa kom. Það er ljóst að skýrsluhöfundar hefðu komist hjá slíkum misskiln- ingi hefðu þeir þekkst boð stjórnar Norðurljósa um að eiga fund þar sem farið yrði yfir stöðu félagsins. Ætla mætti að slíkt tilboð um fund gæti hentað nefnd sem fjallar um fyrirtæki á borð við Norðurljós sem er á fyrstu mánuðum starfsemi sinnar en þann 1. maí verða þrír mánuðir frá því Íslenska útvarpsfé- lagið og Frétt ehf. voru sameinuð undir hatti Norðurljósa. Draga má ólíkar ályktanir Eins og vænta má af svo langri skýrslu sem fjölmiðlaskýrslan er er lítið mál að draga nokkurn veg- inn þær ályktanir sem mönnum hugnast. Og það verður ekki af skýrsluhöfundum tekið að í af- rakstri vinnu þeirra er að finna býsna greinargóðar og handhæg- ar upplýsingar um þróun á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði. Af lestri skýrslunnar má ráða að staðan á ljósvakamarkaði sé sú að Ríkisútvarpið beri ægishjálm yfir einkareknu stöðvarnar, svo notað sé orðalagið sem skýrslu- höfundar velja Norðurljósum. Reyndar kemur fram í skýrslunni að aldrei hafi fleiri einkareknar stöðvar verið starfræktar en í fyrra en þá voru þær tíu og stóðu fimm aðskildir rekstraraðilar að þeim. Í töflu á skýrslunni má sjá að aldrei fyrr hafa svo margar einkareknar stöðvar verið starf- ræktar og aldrei hafa fleiri aðilar komið að rekstri sjónvarps. Skýrsluhöfundar telja að tilkoma Skjás 1 hafi brotið upp „tvíveldi“ Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 á þessum markaði. Ekki verður annað ráðið af skýrslunni en að þróun á sjónvarpsmarkaði á síð- ustu misserum hafi verið í átt að meiri fjölbreytni og samkeppni. Rúv stærst í útvarpi Um útvarpsrekstur gildir hið sama og um sjónvarp. Ríkisútvarp- ið er þar langöflugast. Rás 2 hefur mesta hlustun, Bylgjan er í öðru sæti og Rás 1 í þriðja. Alls er mark- aðshlutdeild þessara stöðva, mæld í hlustun, 76%. En hlutdeild Ríkisút- varpsins á útvarpsmarkaði er 52%, stöðvar Norðurljósa hafa 44% hlut miðað við könnun í nóvember árið 2003. Í skýrslunni segir að með fyr- irvara um samanburðarhæfni á gögnum megi draga þá ályktun að hlustun á útvarp sé dreifðari á milli stöðva hér á landi en víðast erlend- is. Helsta niðurstaða skýrslunnar verður því að teljast sú að tveir að- ilar, Ríkisútvarpið og Norðurljós, hafi haft mikla yfirburðastöðu á út- varpsmarkaði á síðustu misserum. Ekki tekið tillit til hraðrar þróunar Um dagblaðamarkaðinn segir að samanblögð útbreiðsla Fréttar ehf., sem gefur út Fréttablaðið og DV sé 66% en Morgunblaðið hafi 34% hlutdeild. Hér er einungis miðað við lestur dagblaða ekki um- fang þeirra, stærð eða veltu og ekki er tekið tillit til þess að Frétta- blaðinu er dreift án endurgjalds og er því líklegt til þess að vega mjög hátt í slíkum samanburði. Það verður að teljast nokkuð áhugavert að í vinnslu skýrslunn- ar sé því enginn gaumur gefinn hversu óstöðugur dagblaðamark- aðurinn hefur verið á undanförn- um árum. Bæði Fréttablaðið og DV hafa farið í gegnum gjaldþrot og eigendaskipti á undanförnum þremur árum. Skýrsluhöfundar virðast hins vegar algjörlega líta framhjá þessum raunveruleika þegar þeir draga ályktanir um stöðuna á markaðinum nú. Í ljósi sögu dagblaða á Íslandi er svip- mynd af markaðsstöðunni hæpinn grundvöllur til ályktana um þróun hans í framtíðinni. Tjáningarfrelsi verndað Í skýrslunni eru færð allítarleg rök fyrir þeirri niðurstöðu að stjórnvöld á Íslandi beri þjóðrétt- arlega skyldu til að tryggja fjöl- breytni á fjölmiðlamarkaði. Mannréttindasáttmálar kveða mjög skýrt á um tjáningarfrelsi og þurfa sterk rök að liggja fyrir því að stjórnvöld hlutist til um rekstur fjölmiðlafyrirtækja. Skýrsluhöfundar rekja dóma Mannréttindadómstóls Evrópu og komast að þeirri niðurstöðu að þjóðréttarleg skylda hvíli á stjórnvöldum að grípa til aðgerða. Ekki verður þó séð að sú skylda veiti stjórnvöldum opna heimild til þess að skilgreina frjálslega hvenær takmarkanir á tjáningar- frelsi, eða fjölmiðlaútgáfu, megi leiða í lög. Skýrsluhöfundar segja að af dómafordæmi leiði „að í ákvæðinu [felist] vissar skyldur til að grípa til ráðstafana til að vernda fjölbreytni skoðana sem fram kom[i] í fjölmiðlum og ef nauðsynlegt er, að grípa til sér- stakra aðgerða í því skyni.“ Ekkert sem bendir til heftr- ar umræðu Ekkert í skýrslu nefndarinnar gefur til kynna að réttindum borg- aranna til að koma á framfæri skoðunum sínum sé ógnað miðað við núverandi aðstæður á fjöl- miðlamarkaði. Því er heldur ekki haldið fram að íslenskir fjölmiðl- ar hafi brugðist þeim skyldum sem á þá eru lagðar samkvæmt þessum ákvæðum. Einungis er vísað til mögulegrar hættu þar sem meðal annars er stuðst við kolrangar upplýsingar um stöðu stærsta eiganda Norðurljósa. Þá er ekkert tillit tekið til þess að eignarhald á Norðurljósum hefur dreifst mjög á allra síðustu mánuðum og yfirlýst markmið stjórnar félagsins er að setja það á almennan hlutabréfamarkað. Þessar augljósu veilur í umfjöllun nefndar menntamálaráðherra hljóta að hafa vægi þegar þing- menn meta hvort lagasetning, sem haft getur mjög truflandi áhrif á heilan atvinnuveg, skuli samþykkt með litlum fyrirvara í lok yfirstandandi Alþingis. Skerðing á eignarrétti Það verður því að teljast í meira lagi hæpið að stórlega íþyngjandi löggjöf um eignar- hald á fjölmiðlum sé í raun og sanni réttlætanleg miðað við þá stöðu sem nú ríkir á fjölmiðla- markaði. Slík lagasetning, sér- staklega væri hún afturvirk, hlyti að túlkast sem brot á sjón- armiðum um meðalhóf í laga- setningu sem kveður á um að stjórnvöld eigi að fara þá leið til markmiða sem minnst íþyngj- andi eru fyrir borgarana, auk þess sem líklegt er að eignar- réttarákvæði stjórnarskrárinn- ar væru brotin. Þetta sjónarmið kom meðal annars fram hjá Sig- urði Líndal lagaprófessor í út- varpsfréttum í gær. Í þessu samhengi er einnig vert að minnast þess að Haraldur Sveinsson, stjórnarformaður út- gáfufélags Morgunblaðsins, segir í Fréttablaðinu í gær að lögin geti verið varasöm fyrir framtíð fjölmiðla á Íslandi. Hugmyndir um lög um eignar- hald á fjölmiðlum, sem lagðar eru fram af forsætisráðherra hljóta að skoðast í samhengi við þær yfir- lýsingar sem hann hefur látið frá sér fara um þau fyrirtæki sem í hlut eiga. Það er umhugsunarvert að á vordögum ársins 2004 skuli vera lagðar fram í lýðræðisríkinu Íslandi hugmyndir um lög sem beinlínis er beint gegn fjölmiðlum sem forsætisráðherra telur sér óvilhalla. Spyrja má hvort slíkt verklag geti á nokkurn hátt sam- rýmst yfirlýstum markmiðum um að hlutverk stjórnvalda sé að tryggja stöðu óháðra fjölmiðla? ■ Er verið að vernda lýðræðið? Skýrsla nefndar um eignarhald á fjölmiðlum vildi ekki hitta stjórn stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækis landsins. Skýrslan staðfestir yfir- burði RÚV á markaðinum. Baksviðs ÞÓRLINDUR KJARTANSSON ■ skrifar um fjölmiðlalög.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.