Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 17
LISTRÆNT UPPHAF Fyrsti stór- v iðburður inn sem setja mun mark sitt á sum- arið er að sjálf- sögðu Listahá- tíð í Reykjavík, sem fram fer dag- ana 14. til 31. maí. Raunar verður hátíðin ekki bara í Reykjavík, heldur verður allt morandi í list- um úti á landi líka, á Akureyri, Höfn í Hornafirði og Skriðuklaustri, svo einhverjir staðir séu nefndir. Um 200 erlend- ir listamenn og 100 innlendir munu leggja lóð sín á vogarskál- arnar til þess að gera hátíðina sem fjölbreytilegasta og glæsilegasta. Hægt verður að vafra um sali listagalleríanna, fara á tónleika og guð má vita hvað. SJÓMANNAFJÖR Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur í flestum sjávarpláss- um landsins en hann er jafnan fyrsta sunnu- dag í júní. Reykvíking- um dugar ekki dagurinn og hafa því blásið til Hátíðar hafsins und- anfarin sumur og ekki verður brugðið út af þeim vana í ár. Með- al nýjunga í tengslum við Hátíð hafsins að þessu sinni er sjó- mannalagskeppni sem efnt er til í samvinnu við Rás 2 en vægi sjó- mannalaga í dægurlagabransan- um hefur farið minnkandi undan- farna áratugi. Þá má nefna að fyrirhuguð er mikil bátaveisla í Reykjavíkurhöfn á laugardegin- um þar sem almenningi gefst bæði kostur á að horfa á og prófa margar gerðir fleyja. BOLTINN RÚLLAR Í PORTÚGAL Knattspyrnu- unnendur eru glaðir í bragði og fullir eftir- væntingar því Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í sumar. Mótið er haldið í Portúgal og hafa heimamenn lagt mikið kapp á að gjöra það sem glæsilegast úr garði. Viðbúið er að stórsjái á sjónvarpssófunum á íslenskum heimilum enda stendur veislan í heilar þrjár vikur. Þá er hætt við að bjórinn streymi úr krönum kránna enda vinsælt að sitja á slíkum stað og horfa á leik yfir kollu. EM hefst laugardaginn 12. júní og verður flautað til leiks í fyrsta leik klukkan fimm síðdeg- is. Heimamenn og Grikkir eigast þá við. Úrslitaleikurinn verður svo sunnudaginn 4. júlí. 17. JÚNÍ Á FIMMTUDEGI Þjóðhátíðar- daginn ber upp á fimmtudag að þessu sinni og viðbúið að e i n h v e r j i r mæti ryðgaðir í vinnuna á föstudeginum á eftir. Hátíðarhöld fara fram í öllum sveitarfélögum landsins og hafa vinsælustu skemmtikraftarnir í nægu að snú- ast enda þeytast þeir á milli staða til að troða upp fyrir sem flesta. Eins og gengur er veður misgott á þjóðhátíðardeginum og margir eiga minningar um kulda og jafn- vel vosbúð á þessum annars ágæta degi, sem er, fyrir þá sem ekki vita, fæðingardagur Jóns Sigurðssonar frá Hrafnseyri. TÓNLEIKAR ÚT UM ALLAR TRISSUR Rokk- og p o p p á h u g a - mönnum ætti ekki að leiðast í sumar enda fjöldi hljóm- leika erlendra tónlistarmanna fyrirhugaðir. Þýska tölvu- poppsveitin Kraftwerk er næst á dagskrá en hún heldur hljómleika í Kaplakrika 5. maí og á sama stað, dagana 25. og 26. maí, verða hljómleikar hinnar áhrifamiklu rokksveitar Pixies. Þungarokkið verður allsráðandi í Laugardals- höll 30. og 31. maí þegar Korn treður upp og ekki verða trommu- höggin léttari tæpum mánuði síð- ar eða 23. og 24. júní þegar gömlu brýnin í Deep Purple mæta á svæðið. Konungar þungarokksins, sjálfir Metallica, verða svo í Eg- ilshöll þann 4. júlí og verða það fyrstu hljómleikarnir sem haldnir er í húsinu en það mun rúma um tíu þúsund manns. Breska sveitin Placebo verður í Laugardalshöll- inni þremur dögum síðar eða 7. júlí og poppstjarnan skæra Pink verður svo í Höllinni 10. og 11. ágúst. Ótaldir eru svo tónleikar ís- lenskra sveita, stórir og smáir en viðbúið er t.d. að margir bíði spenntir eftir upprisu Egósins. BROKKAÐ VIÐ HELLU Hátíð hesta- manna, þ.e. Landsmót þeir- ra, verður á Gaddstaðaflöt- um við Hellu dagana 28. júní til 4. júlí. Jafn- an sýna hestar og knapar glæsileg tilþrif á Landsmóti og áhorfenda- fjöldinn er jafnan mikill enda áhugi á hestum almennur. Von er á fjölda útlendinga til landsins vegna Landsmótsins en áhuginn á íslenska hestinum er ríkur í fjöl- mörgum löndum. Þó að keppnis- greinar séu margar og spennandi er keppnin ein ekki eina aðdrátt- arafl Landsmóts, þvert á móti lað- ar það að sér fjölda fólks sem not- ar tækifærið til að njóta útiveru og hitta vini og kunningja. ALLIR Á HINSEGIN DAGA 6. ÁGÚST H i n s e g i n dagar verða haldnir í sjötta sinn í Reykja- vík í sumar og hefjast föstu- daginn 6. ágúst með látum. Heimir Már Péturs- son, framkvæmdastjóri daganna, segir undirbúning þegar hafinn enda að mörgu að hyggja þegar jafn fjölmenn hátíð er skipulögð. Ætlað er að þátttakendur í fyrra hafi verið um tuttugu og tvö þús- und talsins en grenjandi rigning var þegar gangan mikla fór niður Laugaveginn og inn á Ingólfstorg. Árið þar á undan var blíða og þátt- takendur um þrjátíu þúsund. Heimir segir von á fjölda útlend- inga á hátíðina enda verður hún sífellt frægari úti í hinum stóra heimi. Hann býst hinsvegar síður við að þátttakendur í heild verði mikið fleiri en undanfarin ár enda eru þeir þegar orðnir svo margir. Nýverið var gengið frá fjár- stuðningi Reykjavíkur við hátíð- ina og greiðir borgin rúma eina og hálfa milljón árlega næstu þrjú árin svo vegur hennar geti orðið sem mestur. Borgin og Icelandair eru helstu stuðningsaðilar Hinsegin daga. ÓLYMPÍULEIKARNIR Í SJÓN- VARPINU Klukkan 18 föstudaginn 13. ágúst geta Ís- l e n d i n g a r fengið sér sæti fyrir framan sjónvarpið í stofunni, hugs- anlega eftir langan og erfiðan dag í garðinum, sólbrunnir og sællegir, grillað sér kjúklingavængi í gasgrillinu, blandað sér svaladrykk og horft með hugsunarlausri athygli á opn- unarhátíð Ólympíuleikanna í Aþ- enu. Án efa verður um að ræða glæsilega opnunarhátíð og allt það, með grískum dægurlaga- stjörnum, ólympíueldi og aragrúa af dönsurum, en líklega mun gæsahúðin, ef einhver verður, ekki myndast á íslenskum upp- handleggjum fyrr en okkar fólk, íslenska afreksfólkið, gengur inn á leikvöllinn með hvítu hattana sína, í bláu jakkafötunum, stolt undir fána íslenska lýðveldisins. En síðan er það spurningin hversu margir ætla sér að hanga 18 25. apríl 2004 SUNNUDAGUR Hver er maðurinn? Nú gerum við enn betur - fyrir þig og þína Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Erum í 170 löndum og á 5000 stöðum - fyrir þig. Hringdu í AVIS í síma 591-4000 www.avis.is Við gerum betur Munið Visa afsláttinn Verð erlendis háð breytingu á gengi. A vi s DANMÖRK Frír tankur af bensíni. Ekkert skilagjald Miðað við 7 daga leigu A vi s ÞÝSKALAND Frítt GPS - Þú týnist ekki í Þýskalandi (ef þú bókar flokk H Opel Astra eða sambærilegan). Miðað við 7 daga leigu Frír tankur af bensíni í Danmörku og USA í öllum flokkum ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004 Opel Corsa kr. 2.140, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.Spánn Opel Corsa kr. 2.400, - á dag m.v. B flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald.Ítalía Opel Corsa kr. 2.700, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald. H flokkur Opel Astra fylgir frítt GPS ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004.Þýskaland Opel Corsa kr. 3.600, - á dag m.v. A flokk og 7 daga leigu innifalið: ótakmarkaður akstur, VSK, kaskótrygging, þjófatrygging og afgreiðslugjald. Frír tankur bensín ef bókað og greitt fyrir 15. maí 2004 á öllum flokkum.Danmörk AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Pottþéttur náungi Við spyrjum um karlmann aðþessu sinni. Hann gegnir áber- andi starfi í samfélaginu og er að nálgast fimmtugsaldurinn. Hann er þó talsvert betur á sig kominn lík- amlega en margir jafnaldrar hans. Okkar maður hefur mótaðar skoðan- ir á lífinu og tilverunni. Náinn sam- starfsmaður segir afar gott að vinna með manninum, hann sé þægilegur í samskiptum og ljúfmenni hið mesta. „Ég hef akkúrat ekkert upp á hann að klaga,“ segir viðkomandi, „hann er pottþéttur náungi.“ Ef eitthvað, þá þykir okkar manni ekki henta sér vel að standa í átökum. Til þess þykir hann helst til of ljúfur. „Hann missir tökin á tungumálinu þegar hann æsir sig og hljómar því stundum kjánalega,“ segir maður sem fylgst hefur vel með viðkomandi. „Hann er þeim mun betri þegar hann getur verið rólegur og yfirvegaður.“ Einnig má nefna að viðkomandi fæddist í Reykjavík, hann hefur unnið í nokkrum stórfyrirtækjum, er kvæntur og á tvö börn. Hver er maðurinn? Svarið er á blaðsíðu 26. ■ Sumarið er komið og börnin fara að hlakka til. Þó vissulega sé ómögulegt að segja hvað framtíðin ber í skauti sér, þá má nú samt ganga að nokkrum hlutum vísum með sumarið. Hver stóratburðurinn rekur annan. Svona verður suma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.