Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 21
Hvíld er nauðsynleg Starfsmaður á rétt á minnst 11 klukkustunda hvíld milli vinnudaga. Ef fólk er beðið um að mæta til vinnu fyrr má fresta hvíld- inni. Þá safnast 1,5 tíma frítökuréttur fyrir hvern tíma sem hvíldin skerðist. ! HÚSRÁÐ: HEILSA Í VINNUTÍMANUMSetur við skrifborð eru ekki heilsusamlegar íóhófi og því gott að taka sér góðar pásur áklukkutímafresti. Gott er að standa á fætur og teygja úr sér. Ekki nota lyftuna - það er ágætis líkamsrækt að labba alltaf upp stigann. Sittu rétt - það fer illa með bakið að húka fram á borðið. Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar er veitt fyrirtæki eða stofnun sem leitast við að haga rekstri sínum eða einstökum rekstrarþáttum í samræmi við grunnregluna um sjálfbæra þróun. Til greina koma fyrirtæki eða stofnanir í Reykjavík sem sýnt hafa slíka viðleitni. Viðurkenningin verður veitt formlega á umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna þann 5. júní nk. Viðurkenningin kom í hlut Umslags ehf árið 2003 og var það í sjöunda sinn sem hún var veitt. Þeir sem óska eftir að koma til greina í ár eða óska eftir að tilnefna fyrirtæki eða stofnun til Umhverfis- viðurkenningarinnar eru vinsamlegast beðnir að fylla út sérstök eyðublöð sem liggja frammi hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, Skúlagötu 19, hjá Upplýsingarþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur og á heimasíðu Umhverfis- og heil- brigðisstofu, www.umhverfisstofa.is. Tilnefningum ber að skila Umhverfis- og heil- brigðisstofu eigi síðar en 15. maí 2004. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar mun óska eftir frekari upplýsingum frá tilnefndum fyrirtækjum eða stofnunum og frá þeim aðilum sem tilnefna. Frekari upplýsingar fást hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur Skúlagötu 19 101 Reykjavík Sími 563 2700 Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2004. Alls bárust Nýsköpunarsjóði námsmanna 375 umsóknir vegna styrkja til rannsóknarverkefna af fjölbreyttum toga í ár en ákvörðun vegna úthlutunar liggur nú fyrir og hafa svör þegar verið send til þeirra 140 styrkþega, sem munu vinna að rannsóknarverkefnum í sumar. Hanna María Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri Nýsköpunar- sjóðs, segir öll verkefni enn á frumstigi og vinnu ekki hefjast fyrr en prófum lýkur í vor. Hluti háskólanema þurfi því ekki að hafa áhyggjur af sumarvinnu í ár. „Það er náttúrulega almennt um sjóðinn að segja að hann er til þess gerður að útvega háskólastúdent- um sumarvinnu og er í upphafi hugsaður sem atvinnubótaúrræði, en hefur á þessum tólf árum sem hann hefur starfað, fest sig í sessi sem fullgildur rannsóknarsjóður.“ Hanna María segir reynslu þá er námsmenn öðlast á tímaskeiði rannsóknarvinnu oft á tíðum mikil- væga viðbótarþekkingu við há- skólanám, því oftar en ekki eru rannsóknarverkefni tengd námi háskólanema sem taka sumarstarf á vegum Nýsköpunarsjóðs. Nem- endur eru úr hópi allra háskóla á landinu, en afrakstri rannsóknar- verka er skilað í formi loka- skýrslna í haustbyrjun. „Útkoma rannsóknarverkefna er iðulega mjög spennandi. Verkefni sem sjóðurinn styrkir eru af verulega fjölbreyttum toga í ár, en umsókn- irnar spanna mjög vítt svið og sýna helst hversu mikil gróska er í öllum greinum á háskólastigi. Nokkuð jafnt hlutfall er á milli rannsóknargreina í ár, en fjöldi umsókna leiðir berlega í ljós hversu mikil raunveruleg þörf er fyrir sjóð af þessu tagi og mætti fjárstreymi gjarna vera meira en raunin hefur verið því vöxtur rannsóknargreina er hraður og full þörf á frekari styrkveitingum.“ ■ Unglingavinnan: Skráningu lýkur 30. apríl! „Hún er liðin sú tíð þegar íslenskir ung- lingar voru komnir í sumarvinnu daginn eftir að vorprófum lauk og unnu til síðasta dags fyrir nýtt skólaár að hausti,“ segir Arn- finnur U. Jónsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur, sem sér um unglingavinnu fyrir unglinga úr áttunda, níunda og tíunda bekk grunnskólanna. Í fyrra unnu um 3.300 ung- lingar við gróðurum- hirðu og snyrtingu á vegum Vinnuskólans og Arnfinnur á von á svipuðum fjölda í sumar. „Hérna fá allir vinnu sem á annað borð skrá sig. Því þarf enginn á þessum aldri að ganga um atvinnu- laus í sumarfríinu.“ Vinnutímabilið er mis- munandi fyrir aldurs- hópana, en unglingar í áttunda bekk vinna fimm vikur í þrjá og hálfan tíma í senn, meðan unglingar í níunda og tíunda bekk vinna í sex vikur, sjö stunda vinnudag. Ástæðu fyrir því að unglingavinnan er ekki lengri en raun ber vitni segir Arnfinnur vera breytta tíma. „Þetta eru vitaskuld ungir krakkar sem stunda nám all- an veturinn og nám er vinna. Þeir hafa því rétt og þörf á sumarfríi eins og aðrir Íslend- ingar. Svo hefur skólaárið lengst og þessi stífa sumarvinna á unglingum úrelt.“ Arnfinn- ur segir þó margan unglinginn langa í meiri vinnu, einkum þegar litið er til frekari tekju- möguleika. „En mörg eru í blaðaútburði og barnapössun samhliða unglingavinnunni, svo fátt eitt sé nefnt.“ Tímalaun fyrir unglingavinnuna í sumar eru krónur 265 fyrir áttunda bekk, krónur 299 fyrir níunda bekk og 397 krónur fyrir tíunda bekk. Þess má geta að skráningu í unglingavinnuna lýkur 30. apríl. Þeir sem ekki skrá sig fyrir þann tíma fá ekki vinnu í sumar. ■ Námsmöguleikar: Hvernig verð ég ljósmóðir? STARFIÐ: Á Íslandi starfa um 180 ljósmæður á heilbrigðisstofnunum landsins. Starfið þykir eitt fegursta og mest gefandi í heimi, en auk þess að taka á móti ný- fæddum börnum í heiminn, sjá ljós- mæður um mæðravernd og eftirlit, og starfa á sængurlegu- og meðgöngudeild- um, sem og í heimaþjónustu í sængur- legu. INNTÖKUSKILYRÐI: Forkröfur í nám í ljósmóðurfræðum er að nemandi hafi lokið stúdentsprófi og námi í hjúkrunarfræði. Sem hjúkrunar- fræðingur verður nemandinn ennfremur að hafa leyfi til starfa sem slíkur á Ís- landi. Fjöldatakmarkanir eru í námið og haustið 2004 verður tíu nemendum hleypt inn. Því má við bæta að æskilegir kostir ljósmæðra eru gnótt þolinmæði og gott innsæi. NÁMIÐ: Nám í ljósmóðurfræðum tekur tvö ár, en þar sem skilyrði fyrir inntöku er próf í hjúkrunarfræði, tekur námið sex ár. Ljós- móðursnámsárin tvö skiptast í tvennt; byrjað er á tíu mánaða fræðilegu og klínísku námi, en þá tekur við tólf mán- aða starfsþjálfun á fæðingadeild. ATVINNUHORFUR: Börn halda áfram að fæðast og alltaf er þörf fyrir ljósmæður. Um hríð hefur meira að segja verið mikill skortur á ljós- mæðrum á landsbyggðinni. LAUN- OG VINNUTILHÖGUN: Ljósmæðrastarfið er vaktavinna, alla daga, allan ársins hring. Starfið tilheyrir láglaunastéttum með háskólamenntun. Byrjunarlaun eru um 190 þúsund á mán- uði. Blómarós í blómabeði. Víst væri borgin okkar ekki jafn sumar- fögur ef starfskrafta unglinganna okkar nyti ekki við. „Vöxtur rannsóknargreina hraður og full þörf á frekari styrkveitingum,“ segir Hanna María Jónsdóttir. Úthlutun Nýsköpunarsjóðs námsmanna lokið Mikil gróska í öllum greinum á háskólastigi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.