Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 36
29SUNNUDAGUR 25. apríl 2004 hvað?hvar?hvenær? 21 22 23 24 25 26 27 APRÍL Sunnudagur Meistaradeildin í handbolta: Öruggt hjá Celje Lasko HANDBOLTI Slóvenska félagið Celja Pivovarna Lasko tryggði sér í gær sigur í meistaradeildinni í hand- bolta er þeir töpuðu með tveim mörkum, 30-28, fyrir þýska félag- inu Flensborg í Þýskalandi. Fyrri leik liðanna í Slóveníu lauk með sex marka sigri Celje, 34-28, þannig að Celje vinnur samanlagt með fjórum mörkum. Það voru leikmenn Celje sem byrjuðu leikinn betur og voru þeir lengstum skrefi á undan í fyrri hálfleik. Þjóðverjarnir girtu sig þó í brók undir lok hálfleiksins og er liðin gengu til búningsher- bergja var jafnt, 15-15. Flensborg leit aldrei út fyrir að geta brúað bilið en þó vaknaði von þegar skammt var eftir. Þá tókst þeim í fyrsta skipti að ná fjögurra marka forystu, 28-24, en þá féll þeim allur ketill í eld og Celje minnkaði muninn í eitt mark, 28- 27. Þar með var ljóst að þeim tæk- ist aldrei að ná sex marka munin- um og leikmenn Celje fögnuðu vel og innilega í leikslok. Sergei Rutenka átti stórkost- legan leik hjá Celje en hann gerði ellefu mörk í leiknum og þar af fimm úr vítum. Renato Vugrinec, sem gengur til liðs við Magdeburg í sumar, var einnig góður með sjö mörk. Rússinn magnaði Eduard Koksharov var einnig sprækur með fjögur mörk. Hjá Flensborg voru dönsku hornamennirnir Lars Christian- sen og Sören Stryger allt í öllu. Christiansen skoraði ellefu mörk, fjögur úr vítum, og Stryger var með fimm. Miklu munaði um það hjá Flensborg að Lars-Krogh Jeppesen var pakkað saman í leiknum en hann gerði aðeins tvö mörk. ■ SIGRI FAGNAÐ Leikmenn Celje Lasko fögnuðu vel og inni- lega eftir að þeir tryggðu sér sigurinn í meistaradeildinni í Flensborg. ■ ■ LEIKIR OG KEPPNI  11.00 Júdó. Sveitakeppni á Íslands- mótinu í júdó fer fram í íþrótta- húsinu í Austurbergi. ■ ■ SJÓNVARP  9.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  10.20 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Leeds og Portsmouth.  11.30 Formúla 1 á Rúv.  12.45 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Newcastle og Chelsea.  14.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Tottenham og Arsenal.  17.20 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Real Madrid og Barcelona.  19.30 NBA-deildin á Sýn. Bein út- sending frá leik Houston og Lakers.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.