Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 37
30 25. apríl 2004 SUNNUDAGURKraftlyftingar Rio Ferdinand: Fær nýjan samning KNATTSPYRNA Forráðamenn Manchester United ætla að nota tímann meðan Rio Ferdinand er í leikbanni með því að gera við hann nýjan langtímasamning. Það var Sir Alex Ferguson sem greindi frá því í gær að samninga- viðræður við Rio væru hafnar. „Hann er aðeins 24 ára gamall og miðverðir toppa venjulega ekki fyrr en þeir eru orðnir 27-30 ára gamlir. Ég hef fulla trú á því að hann eigi að minnsta kosti 12 góð ár eftir. Jafnvel 13-14 ár því drengurinn hefur einstaka hæfileika. Hann hefur verið að leika frábærlega fyrir okkur og maður áttar sig í raun ekki á því hversu öflugur leikmaður hann er fyrr en maður getur ekki notað hann. Því er ekki að neita að við söknum hans og enska landsliðið á eflaust eftir að gera það líka í sumar,“ sagði Fergie en Rio er eins og flestir ættu að vita í leik- banni til 20. september fyrir að hafa skrópað í lyfjaprófi. Hann mun þar af leiðandi einnig missa af EM í Portúgal í sumar. United keypti Rio í júlí árið 2002 fyrir tæpar 30 milljónir punda og gerði hann þá fimm ára samning við félagið. Hann lék áður með West Ham og Leeds United og var fyrirliði hjá báðum félögum. ■ Þriðja sigurmark Murphys á Old Trafford Liverpool lagði Man. Utd í tilþrifalitlum leik. Leicester er svo gott sem fallið eftir jafntefli gegn Man. City. Aston Villa gerir harða atlögu að meistaradeildarsæti. KNATTSPYRNA Manchester United ætti að íhuga það alvarlega að kaupa Danny Murphy frá Liver- pool. Strákurinn sá kann nefni- lega ákaflega vel við sig á Old Trafford því í gær tryggði hann Liverpool sigur í þriðja sinn á þessum erfiða útivelli. Það sem meira var að þá skoraði hann eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Það gerist afar sjaldan að United fái dæmt á sig víti og svo hefur leik- mönnum Liverpool ekki gengið vel að skora úr vítum. Murphy er þriðji leikmaðurinn til þess að taka víti fyrir þá á þessari leiktíð. Vítaspyrnudómurinn var hár- réttur hjá Mike Riley dómara en Gary Neville braut afar klaufa- lega á Steven Gerrard. United fékk nokkur ágæt færi til þess að jafna og þar fór fremstur í flokki Ryan Giggs. En allt kom fyrir ekki og leikmenn Liverpool fögn- uðu mikilvægum stigum í leiks- lok. „Þegar Danny er á vellinum þá tekur hann vítin,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool, eftir leikinn. „En ég hefði ekki haft áhyggjur ef Owen eða Gerrard hefði tekið það. Þeir hefðu líka skorað.“ Leicester City er svo gott sem fallið eftir að þeim mistókst að sigra Man. City á heimavelli. Leik- urinn var mjög harður og endaði með fjöldaslagsmálum. Micky Ad- ams, stjóri Leicester, neitaði að játa sig sigraðan í leikslok. „Ef þú lítur á stöðuna erum við ekki búnir að vera. Við getum enn náð 37 stigum og ég hef ekki gef- ist upp,“ sagði Adams en Paul Dickov klúðraði víti í leiknum sem hefði getað tryggt Leicester þrjú dýrmæt stig. Allt varð vit- laust er vítið var dæmt og tæmd- ust bekkirnir hjá báðum liðum. Allir vildu taka þátt í slagsmálun- um. Aston Villa er á mikilli siglingu þessa dagana og er vel líklegt til þess að taka fjórða sætið í deild- inni. Þeir sýndu mátt sinn enn eina ferðina í gær er þeir lögðu Midd- lesbrough á útivelli. Villa kláraði leikinn þrátt fyrir að vera manni færri í rúman hálftíma en George Boateng fiskaði Nolberto Solano laglega af velli við litla hrifningu Davids O’Leary, stjóra Villa. „Þarna var atvinnumaður að fara illa með starfsfélaga sinn og gerði það vel. Ég var aftur á móti hæstánægður með sigurinn því að það var besta leiðin til þess að svara þessari framkomu Boateng. Við sýndum ótrúlegan karakter og höfum ekki sagt okkar síðasta í vetur,“ sagði O´Leary. Kevin Davies, sem Bolton fékk frítt síðasta sumar, heldur áfram að klára leiki fyrir félagið en í gær gerði hann enn eitt sigur- markið. Að þessu sinni gegn Sout- hampton. „Handritið hefði getað verið skrifað fyrir Kevin. Hann fékk alla til þess að brosa,“ sagði glað- beittur stjóri Bolton, Sam Allar- dyce, eftir leikinn. „Þessi strákur kom til okkar í júni og sagðist ætla að vera eins lengi og ég vildi hafa hann. Hann hefur staðið sig vonum framar og ég mun klárlega halda honum áfram.“ Ungstirnið Jon Stead, sem Blackburn fékk fyrir lítinn pen- ing frá Huddersfield, hélt áfram að slá stórstjörnum liðsins við í gær þegar hann tryggði Black- burn þrjú gríðarlega mikilvæg stig á útivelli gegn Everton. „Ég reyni alltaf að draga úr frammistöðu þessa stráks en nú verð ég að byrja að segja sann- leikann. Mörkin hans hafa skipt öllu fyrir okkur og frammistaða hans í heild er með ólíkindum,“ sagði Graeme Souness, stjóri Blackburn, en hann vildi ekki segja að hans menn væru sloppn- ir við fallið. „Ég mun ekki byrja að fagna fyrr en taflan segir að við séum algjörlega öruggir.“ Eins og venjulega er Charlton með allt í buxunum undir lok tímabilsins. Það breyttist ekkert í gær er þeir lágu fyrir Fulham. Alan Curbishley, stjóri Charlton, er hættur að þyrma dómurum og lét þá heyra það í gær. Ástæðan fyrir umskiptunum – Sam Allar- dyce. „Þegar Laurent Robert fiskaði víti gegn okkur hringdi Sam All- ardyce í mig og sagði að ég væri allt of linur í samskiptum við dómara. Aðrir stjórar láta dómar- ana heyra það á meðan ég skrifa skýrslur. Kannski ætti ég að byrja að haga sér eins og hann segir,“ sagði Curbishley. ■ Patrick Kluivert: Langar til Englands KNATTSPYRNA Hollenski landsliðs- maðurinn Patrick Kluivert hefur enn eina ferðina sent skilaboð til enskra úrvalsdeildarfélaga að hann sé til í að flytja frá Spáni. „Ég hef oft sagt það að mig langi til Englands. Ég á enn eitt ár eftir af samningi mínum við Barcelona og hver veit nema ég klári þann samn- ing. Aftur á móti ef eitthvað félag er til í að ræða við mig þá er ég meira en til,“ sagði Kluivert. Newcastle hefur lengi haft auga- stað á Kluivert og Man. Utd, Arsenal og Chelsea myndu eflaust reyna að fá hann í sínar raðir. ■ GJÖRÐU SVO VEL Halldór B. Jónsson, formaður dómara- nefndar KSÍ, afhendir hér David Elleray gjöf frá íslenskum dómurum en Elleray var með fyrirlestur fyrir íslenska dómara á föstudag. Dómarar þinga: Elleray góður KNATTSPYRNA Íslenskir knatt- spyrnudómarar eru að ljúka undir- búningi sínum fyrir sumarið þessa dagana, rétt eins og leikmennirnir. Á föstudag þreyttu þeir þrekpróf á Laugardalsvelli og sátu svo fyrir- lestur hjá hinum kunna breska dómara, David Elleray. Góður rómur var gerður að fyrirlestri Ellerays enda kann sá breski ýmislegt fyrir sér í dómara- fræðunum. Elleray var síðan leyst- ur út með gjöfum og bíða menn spenntir eftir sumrinu svo þeir geti séð hversu miklu fyrirlestur Ellerays skilaði. ■ Enska 1. deildin: WBA í úrvalsdeild KNATTSPYRNA West Bromwich Al- bion, lið Lárusar Orra Sigurðsson- ar, tryggði sér í gær sæti í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur. Frá- bær árangur hjá liði sem féll úr úrvalsdeildinni í fyrra. Þeir þurftu reyndar ekki að spila til þess að tryggja sér sætið. Sunderland náði ekki að sigra Wigan og þar með var ljóst að þeir geta ekki náð WBA að stigum. Norwich var áður búið að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. ■ GLAÐIR MEISTARAR Íslandsmeistararnir Bjarni Skúlason og Gígja Guðbrandsdóttir eru hér ánægð með afrakstur dagsins. Júdó: Mikil átök JÚDÓ Það er óhætt að segja að það hafi verið mikil læti í íþróttahús- inu í Austurbergi í gær þegar Ís- landsmótið í júdó fór fram. Mótið var jafnt og skemmtilegt og margar skemmtilegar rimmur fóru fram. Það var Bjarni Skúlason úr Ár- manni sem stal senunni hjá körlun- um en hann varð Íslandsmeistari í opnum flokki. Í öðru sæti varð síð- an Þormóður Jónsson úr JR. Hjá konunum varð Gígja Guðbrands- dóttir úr JR hlutskörpust í opnum flokki en Anna Soffía Víkingsdótt- ir, einnig úr JR, varð að sætta sig við annað sætið. ■ RIO FERDINAND Fær góðan tíma til þess að semja í róleg- heitum við United. UPP MEÐ ÞETTA Dimas Pyros, þrefaldur ólympíumeistari frá Grikklandi, lyftir hér 170 kg á Evrópumeist- aramótinu í kraftlyftingum sem fram fer í Úkraínu þessa dagana. TRYGGÐI ÚRVALSDEILDARSÆTIÐ Það er ljóst að Blackburn gerði góð kaup er þeir keyptu Jon Stead frá Huddersfield. Mark hans gegn Everton í dag tryggði Blackburn væntanlega áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni. Hann tæklar hér Steve Watson, leikmann Everton. HETJA LIVERPOOL Danny Murphy tryggði Liverpool sigur á Man. Utd á Old Trafford í gær með marki úr vítaspyrnu. Þetta er í þriðja sinn sem Murphy tryggir Liverpool sigur á Old Trafford. STAÐAN Arsenal 33 24 9 0 67:22 81 Chelsea 34 22 6 6 60:27 72 Man. United 35 22 5 8 61:33 71 Liverpool 35 1411 10 49:36 53 Aston Villa 35 1410 11 46:41 52 Newcastle 33 1214 7 45:33 50 Fulham 35 13 9 13 49:44 48 Charlton 35 13 9 13 44:45 48 Birmingham 34 1211 11 40:42 47 Bolton 35 1211 12 42:53 47 Southampton 35 12 9 13 39:35 45 Middlesbrough 35 12 9 14 41:44 45 Blackburn 35 11 7 17 49:57 40 Everton 35 912 14 42:48 39 Tottenham 34 11 5 18 42:54 38 Portsmouth 33 10 7 16 37:47 37 Man. City 35 714 14 48:51 35 Leeds 34 8 8 18 35:69 32 Leicester 35 514 16 42:60 29 Wolves 34 610 18 33:71 28 ÚRSLIT Everton-Blackburn 0-1 0-1 Jon Stead (81.). Fulham-Charlton 2-0 1-0 Steed Malbranque, víti (18.), 2-0 Sean Davis (64.). Leicester-Man. City 1-1 0-1 Michael Tarnat (45.), 1-1 Jamie Scowcroft (66.). Man. Utd-Liverpool 0-1 0-1 Danny Murphy, víti (62.). Middlesbrough-Aston Villa 1-2 1-0 Joseph Desire Job (41.), 1-1 Gareth Barry (45.), 1-2 Peter Crouch (89.). Southampton-Bolton 1-2 1-0 Marian Pahars (21.), 1-1 Kevin Nolan (77.), 1-2 Kevin Davies (78.). LEIKIR Í DAG Leeds-Portsmouth Birmingham-Wolves Newcastle-Chelsea Tottenham-Arsenal

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.