Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 38
31SUNNUDAGUR 25. apríl 2004 Berum höfuð okkar hátt Íslenska U-19 ára landslið kvenna varð í öðru sæti síns milliriðils fyrir EM. Þær töpuðu lokaleiknum í gær fyrir Þjóðverj- um, 5-1, eftir að hafa náð forystu í leiknum. KNATTSPYRNA Það var ljóst frá upphafi að það yrði við ramman reip að draga gegn þýsku stúlkun- um enda þær með eitt albesta lið- ið í Evrópu og höfðu unnið hina tvo andstæðingana, 9-0. Það var samt ekkert vanmat í íslenska liðinu því Eyjastúlkan Margrét Lára Viðarsdóttir kom ís- lenska liðinu yfir í leiknum með glæsilegu marki beint úr auka- spyrnu. Skömmu síðar fékk ís- lenska liðið dauðafæri sem það nýtti ekki. Þýska liðið brunaði síð- an fram völlinn og jafnaði leikinn. Súrt fyrir íslenska liðið sem fékk upplagt tækifæri til þess ná tveg- gja marka forystu en fékk á sig mark í staðinn. Þýska liðið bætti síðan við einu marki í viðbót fyrir hlé og var því með vænlega stöðu í leikhléi, 2-1. Þær létu síðan kné fylgja kviði í seinni hálfleik og bættu við þrem mörkum og unnu öruggan og sanngjarnan sigur. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins, var stoltur af stelpunum er Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Þetta var í raun óþarflega stórt tap. Við byrjuðum vel, stelp- urnar voru grimmar og ákveðnar og náðu fljótlega forystunni. Það var síðan svolítið áfall að fá á sig mark eftir að hafa fengið upplagt tækifæri til þess að ná tveggja marka forystu.“ Ólafur sagði að úthaldið hefði síðan sagt til sín í síðari hálfleik. „Ástandsmunurinn kom klár- lega í ljós í seinni hálfleik. Þær hafa verið að spila við toppað- stæður í allan vetur á meðan við erum að hefja okkar tímabil og það leyndi sér ekki. Þær eru ein- faldlega í betra úthaldi og við því var ekkert að gera.“ Árangur íslenska liðsins er þrátt fyrir tapið glæsilegur og stelpurnar eygja enn möguleika á að komast í úrslitakeppni EM því þau tvö lið sem náðu bestum árangri liðanna sem lenda í öðru sæti síns riðils fara líka á EM. „Það er engan veginn hægt að kvarta yfir þessu. Liðið hefur staðið sig alveg frábærlega og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Við berum höfuðið hátt eftir þessa keppni. Það voru engir einstaklingar að skara fram úr hjá okkur í þessu móti heldur var þetta sigur hópsins. Þetta er frábær hópur, þéttur og skemmtilegur og andinn alveg frábær,“ sagði Ólafur Þór Guð- björnsson. ■ 40 - 50% Rýmingarsala ! Miðbæ Háaleitisbraut 58 - 60 Sími: 553 2300 Skóverslunin - iljaskinn40 - 50% - rýmum fyrir nýjum vörum - sunnudaginn 25. apríl kl. 13:00 - 17:00 Íslands- og Freyjuglíman: Jöfn og spennandi keppni GLÍMA Það var hart tekist á í íþróttahúsi Víkings í gær þegar Íslands- og Freyjuglíman fór fram. Pétur Eyþórsson vann nokkuð óvænt hjá körlunum en meistari síðasta árs, Ólafur Oddur Guðmundsson, varð að láta sér annað sætið nægja að þessu sinni. Pétur vann allar sínar glímur en gerði jafntefli við Ólaf Odd. Það sem felldi Ólaf á mótinu var tap gegn Stefáni Geirssyni sem varð í þriðja sæti. Freyjuglíman var ákaflega spennandi en svo fór að lokum að Sólveig Rós Jóhannsdóttir sigraði með fjóra vinninga en önnur varð systir hennar, Svana Hrönn Jó- hannsdóttir, með þrjá og hálfan vinning. Svana sigraði í fyrra þannig að Freyjumenið helst inn- an fjölskyldunnar. ■ KÁTIR SIGURVEGARAR Sólveig Rós og Pétur sjást hér sæl og kát í lok móts. MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR Stóð sig vel með íslenska U-19 liðinu í Póllandi. Hún skoraði eina mark Íslands í tap- leiknum gegn Þjóðverjum í gær. DÓRA MARÍA LÁRUSDÓTTIR Átti mjög góða leiki í milliriðlinum í Póllandi. Hún sést hér skora með íslenska A-land- sliðinu gegn Pólverjum á Laugardalsvelli. KRAFTLYFTINGAR Kópavogströllið Auðunn Jónsson lék á alls oddi í gær þegar Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum fór fram í íþrótta- húsi fatlaðra. Þar atti hann kappi við sænska uxann Jörgen Ljung- berg og keppni þeirra stóð svo sannarlega undir væntingum. Staða þeirra var í jafnvægi eftir hverja grein og þegar Auð- unn átti eina réttstöðulyftu eftir varð hann að jafna heimsmet til þess að sigra Svíann. Það gerði hann að sjálfsögðu – 1050 kg hjá Kópavogströllinu í samanlögðu. Auðunn lyfti 390 kg í hné- beygju, hann tók 280 kg í bekk- pressu og gerði sér svo lítið fyrir og tók 380 kg í réttstöðulyftu. ■ Íslandsmót í kraftlyftingum: Auðunn jafnaði heimsmet SVONA Á AÐ GERA ÞAÐ Gamla brýnið Víkingur Traustason sýndi í gær að hann hefur engu gleymt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.