Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 47
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Töfrar íslenskrar náttúru Kemur út í maí www.edda.is Íslensk spendýr er í senn glæsileg listaverkabók og heillandi fróðleiksnáma. Hér er gerð grein fyrir hátt í 60 tegundum spendýra á Íslandi og í hafinu umhverfis landið. Sérhver dýrategund er kynnt í lifandi og áhugaverðum texta og með einstæðum vatnslitamyndum Jóns Baldurs Hlíðbergs. Þá er í bókinni mikill fjöldi skýringamynda og korta sem auka mjög á gildi hennar. Hér er lokið upp fjölbreytilegum undraheimi íslenskrar náttúru á einkar aðgengilegan hátt. Bókin er skrifuð af af færustu vísinda- mönnum landsins á sviði dýrafræði en Páll Hersteinsson prófessor ritstýrir verkinu. Hvarvetna er stuðst við nýjustu rannsóknir og birtar ýmsar niðurstöður sem ekki hafa komið fyrir almenningssjónir áður. Íslensk spendýr er kærkomin viðbót í ritröðina Alfræði Vöku-Helgafells og sannkallaður kjörgripur fyrir alla unnendur íslenskrar náttúru. Forsölutilboð í bókaverslunum, hjá Eddu útgáfu (522 2020) og á edda.is Forsölutilboð 14.990 kr. Fullt verð 18.800 kr. Hvernig ertu núna? Ávallt sprækur. Hæð: Væri ekki nær að spyrja um smæð? Augnlitur: Blár. Starf: Skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði. Stjörnumerki: Fiskur. Hjúskaparstaða: Giftur Ástu Lilju Baldursdóttur. Hvaðan ertu? Hafnarfirði. Helsta afrek: Garðar Ingi, Anton Ingi og Elsa Rut. Helstu veikleikar: Annarra að dæma um slíkt. Ertu í bókinni Samtíðarmenn? Ekki kynnt mér það. Helstu kostir: Þokkalega skipulagður. Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Beinar íþróttaútsendingar. Uppáhalds útvarpsþáttur: Íþrótta- þátturinn með litla manninum á Skonrokk kl. 13 á virkum dögum. Uppáhalds matur: Folaldafillet að mínum hætti með grænpiparsósu frú- arinnar. Mestu vonbrigði lífsins: Sloppið þokkalega hingað til. Hobbý: Everton Football Club - Nil Satis Nisi Optimum. Viltu vinna milljón? Peningar verða fyrst vandamál þegar maður eignast þá. Jeppi eða sportbíll: Sportbíll. Bingó eða gömlu dansana: Annað nema hvort tveggja sé. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Kom fljótlega í ljós að það yrði ég aldrei. Skelfilegasta lífsreynslan: Er ég neyddist til að fara í heimsókn á An- field Road með eldri soninn. Hver er fyndnastur? Ragnar Reykás. Hver er kynþokkafyllst? Frúin auð- vitað. Trúir þú á drauga? Farinn að efast, svo erfitt að ná í þá í síma. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Verð eiginlega að segja flórgoðinn. Hvort vildirðu heldur vera Guðjón Skúlason eða Falur Harðarson? Skot- stílinn frá Guðjóni og leikgleði Fals. Áttu gæludýr? Nei, en er aðstoðar- þjálfari mfl. FH í knattspyrnu. Hvar líður þér best? Heima er best. Þér verður á í messunni við dóm- gæsluna. Þú veitir manni villu en fattar stuttu síðar að dómurinn var rangur. Undir lok leiksins segir leik- maðurinn þér að þú sért hálfviti. Hvað gerir þú? Blessaður, þetta fer allt á búninginn og svo fer hann bara í þvott eftir leik. Besta bók í heimi: Dagbókin mín, uppfærð ár hvert. Næst á dagskrá: Klára ráðningar fyr- ir næsta skólaár. Vildi helst vera flórgoði Bakhliðin Á LEIFI S. GARÐARSSYNI KÖRFUBOLTADÓMARA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.