Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 2
2 26. apríl 2004 MÁNUDAGUR „Mér hefði aldrei tekist þetta sjálfur. Ég fann bara góða ljósritunarstofu sem gerði þetta á tveimur tímum. Þeir eiga heiður skilinn.” Helgi Hjörvar þingmaður birti í gær á heimasíðu sinni, helgi.is, skýrslu nefndar um eignarhald á fjölmiðlum. Skýrslan hefur enn ekki verið gerð opinber. Skýrslan er um 180 blaðsíður. Spurningdagsins Helgi, varstu lengi að skanna? ÍRAK Fjögur skólabörn létust af skotsárum í Bagdad í gær. Reuters fréttastofan hefur það eftir vitnum að bandarískir her- menn hafi skotið á börnin og aðra vegfarendur skömmu eftir að bandarísk herbif- reið varð fyrir sprengjuárás. Eitt vitnanna segist hafa séð dreng liggjandi á götunni með skotsár á hálsi og annað á síðu. Drengurinn var með skólatösku á bakinu. Stuttu síðar komu ættingjar drengsins og fjar- lægðu líkið. Reuters fréttastofan segist hafa fengið staðfestingu frá sjúkrahúsi í nágrenninu á því að þangað hafi verið flutt lík barna með skotsár. Öll börnin voru um það bil tólf ára gömul. Að minnsta kosti fimm manns að auki voru særð skotsárum. Að sögn bandaríska hersins féll einn bandarískur hermaður þegar sprengja sprakk við veg- arkant í Bagdad í þann mund sem bandarísk herbifreið átti leið þar hjá. Félagar hans fluttu líkið í burtu, en þegar þeir sneru til baka voru börn komin upp í bifreiðina og voru þau að fjar- lægja ýmsa hluti úr henni. Þegar hermennirnir nálguðust bifreið- ina hófu byssumenn skothríð á þá úr launsátri frá húsþökum í næsta nágrenni. Þar með hófst skotbardagi. Reuters fréttastofan hefur það eftir vitnum að börnin og nokkrir aðrir vegfarendur hafi verið að fagna árásinni. Banda- rísku hermennirnir hafi þá byrj- að að skjóta, að því er virtist til- viljanakennt út í loftið. Börnin fjögur hafi orðið fyrir skotum, sem og fimm manns aðrir sem særðust. ■ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna: Mörg álitamál sem fara verður yfir FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir ekki tímabært að taka afstöðu til frumvarps forsæt- isráðherra um eignarhald á fjöl- miðlum, þar sem flokkurinn hafi ekki fengið það til skoðunar. Hann bendir hins vegar á að Vinstri grænir hafi alltaf sagt að nauð- synlegt sé að skoða vel efni þessa máls og taka afstöðu út frá því að um grundvallarmál sé að ræða. „Við höfðum frumkvæði að því að taka málið upp síðastliðið haust og teljum að þarna séu mörg álita- mál, sem gagnlegt er að fara yfir, en um leið þarf að vanda slíkt mjög vel,“ segir Steingrímur, en hann telur vafasamt að grípa til lagasetningar, án þess að skoða málið fyrst ítarlega frá ýmsum hliðum. „Ef menn telja sig þurfa meiri tíma til að skoða einstaka þætti málsins þá eiga þeir að gefa sér hann. Ég mæli síður en svo með einhverjum asa í þessum efnum. Það á að leggja málið fram, en það er ekki þar með sjálfgefið að menn ætli að beita hörku til að keyra það fram. Þetta snýst um grundvallarleikreglur sem varða mjög mikilvægt svið, eða fjöl- miðlana og skoðana- og tjáningar- frelsi í landinu, og því verður að vanda þetta,“ segir Steingrímur. ■ Norðurlandameistari: Íslendingar sigruðu MATREIÐSLA Íslenskir matreiðslu- nemar báru sigur úr býtum í Norðurlandakeppni framleiðslu- og matreiðslunema sem fram fór í Gautaborg í Svíþjóð um helgina. Sigurður Daði Friðriksson, nemi á veitingastaðnum Tveimur fiskum, og Halldór Karl Valsson, nemi á Hótel Sögu, lentu í fyrsta sæti í keppni matreiðslunema. Fulltrúar Danmerkur urðu í öðru sæti og Finnar í því þriðja. Danir urðu hlutskarpastir í keppninni um framleiðslunema ársins á Norðurlöndunum en El- var Már Atlason og Unnur Erna Ingimarsdóttir, sem kepptu fyrir Íslands hönd, lentu í þriðja sæti. ■ FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ „Ég tek það fram að ég hef ekki séð frumvarp- ið, en mér finnst ekkert liggja á að setja lög um eignarhald á fjöl- miðlum. Ég hef ekki séð að það ríki sérstök hætta samfara því hvernig fjölmiðlar hafa verið reknir hér á landi undanfarin misseri og get ekki dregið þá ályktun að verið sé að misnota fjölmiðlana í umræðunni hér á landi. Það má frekar draga þá ályktun að Ríkisútvarpinu sé stundum stýrt pólitískt,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um fjöl- miðlafrumvarp forsætisráðherra. Guðjón segist með þessari skoðun sinni ekki endilega vera að hafna því fyrirfram að skoða ein- hvers konar lagasetningu um at- vinnustarfsemi, en það eigi við um miklu fleira í þjóðfélaginu en bara eignarhald á fjölmiðlum. „Við getum nefnt sjávarútveg- inn, bankastarfsemi og fleira í tengslum við það hvar við viljum draga línurnar. Ég hef allan fyrir- vara á þessum málum og undir- strika að mér finnst ekkert liggja á að setja lög, enda sé ég ekki að þjóðfélagið sé að fara á hliðina,“ segir Guðjón. ■ Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins: Ekkert liggur á lagasetningu GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Formaður Frjálslynda flokksins segist ekki sjá að sérstök hætta hafi ríkt samfara því hvern- ig fjölmiðlar hafi verið reknir hér á landi undanfarin misseri. SPRENGJUÁRÁSINNI FAGNAÐ Írakar sjást fagna árásinni á bandarísku herbifreiðina í Bagdad í gær. Fjögur börn eru sögð hafa látist af skotsárum eftir að til bardaga kom milli bandarískra hermanna og íraskra andófsmanna. ■ Stuttu síðar komu ættingjar drengsins og fjarlægðu líkið. Börn skotin í Bagdad Vitni segja bandaríska hermenn hafa skotið fjögur skólabörn í Bagdad. Börnin voru að fagna sprengjuárás á bandaríska herbifreið. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Formaður Vinstri grænna bendir á að flokkurinn hafi haft frumkvæði að því síðastliðið haust að taka upp umræðuna um eignarhald á fjölmiðlum. „Þetta snýst um grundvallar- leikreglur,“ segir hann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Ráðherrar í Ísrael: Draga úr hótunum JERÚSALEM, AP Ísraelskir ráðherrar segja engar áætlanir uppi „sem stendur“ um að ráða Jasser Ara- fat af dögum. Þar með drógu þeir nokkuð úr vægi hótana Ariels Sharons forsætisráðherra, sem sagðist í sjónvarpsviðtali ekki lengur vera bundinn af loforði sem hann gaf George W. Bush Bandaríkjaforseta, um að valda Arafat ekki líkamlegu tjóni. Þessar yfirlýsingar Sharons gáfu öllum vangaveltum um að Arafat væri næsta skotmark ísra- elskra hermanna byr undir báða vængi. ■ SYNGUR FYRIR ÓVININN Palestínsk kona beiddir röddinni gegn byssuhlaupi ísraelsks hermanns. Grískir íbúar á Kýpur: Snúum ekki baki við Tyrkjum KÝPUR, AP „Grískir Kýpurbúar eru ekki að snúa baki við tyrkneskum samlöndum sínum,“ segir Tassos Papadopúlos, forseti Kýpur. „Þvert á móti ætlum við að vinna að lausn sem kemur til móts við vonir og væntingar beggja samfélaga.“ Íbúar í tyrkneska hluta landsins hafa margir hverjir fyllst vonleysi eftir að hinir grísku samlandar þeirra felldu sameiningartillögu Sameinuðu þjóðanna í kosningum á föstudaginn. Þessi niðurstaða gerir það að verkum að eingöngu gríski hlutinn fær inngöngu í Evrópusam- bandið 1. maí. Tyrknesku íbúarnir samþykktu tillöguna með miklum meirihluta, en mörgum þeirra finnst ósann- gjarnt að þeim sé refsað með því að vera úthýst úr Evrópusambandinu, en grískir samlandar þeirra verð- launaðir með aðild þrátt fyrir að þeir hafi hafnað tillögunni. „Á þetta að heita sanngjarnt?“ spyr Hasan Beydola, rúmlega fertugur íbúi tyrkneska hlutans. Papadopúlos forseti heitir því engu að síður að stjórn eyjunnar ætli að vinna að því hörðum hönd- um að létta einangrun af tyrkneska hlutanum og sjá til þess að þeir njóti góðs af Evrópusambandsaðildinni, ekki síður en gríski eyjarhlutinn. ■ ÓTTAST EINANGRUN „Mér verður refsað fyrir að samþykkja áætl- un sem Evrópusambandið styður,“ segir Hasan Beydola, íbúi tyrkneska hlutans á Kýpur, sem veifar hendi vinstra megin á myndinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.