Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 6
6 26. apríl 2004 MÁNUDAGURVeistusvarið? 1Á föstudagskvöld var Ungfrú Reykja-vík valin. Hvað heitir hún? 2Í kjölfar gagnrýni vegna Íraksstríðsinssagði varnarmálaráðherra Danmerkur af sér og nýr tók við. Hvað heitir sá nýi? 3Hver var formaður nefndar umeignarhald á fjölmiðlum? Svörin eru á bls. 30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra: Segir ekki gripið fram fyrir hendur sínar FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ „Það ríkir mikil sátt innan ríkisstjórnarinn- ar um frumvarpið og þann hluta sem snýr að menntamálaráðu- neytinu er ég mjög sátt við,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um frum- varp um eignarhald á fjölmiðlum sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær. Þorgerður Katrín segir ekkert óeðlilegt við meðferð frumvarps- ins. Ríkisstjórnin hafi tekið þann tíma sem hún hafi þurft til að fjalla um málið og sá gangur hafi verið eðlilegur. Hún segir frum- varpinu ekki beint sérstaklega gegn Norðurljósum þar sem um almenn lög sé að ræða og skyn- semin hafi verið höfð að leiðar- ljósi. „Við verðum að varast það að taka þessa umræðu upp á annars vegar persónulegum forsendum og hins vegar einhverjum fyrir- tækjaforsendum. Við erum að tala almennt um fjölmiðla í landinu,“ segir Þorgerður Katrín. En var gripið fram fyrir hend- ur þínar í málinu, þar sem skýrsla fjölmiðlanefndar menntamálaráð- herra var á þínu forræði og frum- varpið síðan lagt fram, áður en skýrslan var gerð opinber? „Nei, alls ekki,“ segir Þorgerð- ur Katrín. „Forsætisráðherra og ég höfum verið að vinna að þessu í sameiningu. Þetta er það stórt mál að formenn flokkanna hafa sérstaklega fjallað um það og það er mjög eðlilegt, enda málið stór- pólitískt. Ég hefði fulla vitneskju um það allan tímann og er mjög sátt við þessa lendingu,“ segir Þorgerður Katrín. ■ Mjög góð sátt um fjölmiðlafrumvarpið Öll ríkisstjórnin stendur á bak við frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum sem lagt verður fyrir þingflokkana í dag. Frumvarpið er einfalt og auðskilið og ekki eftir neinu að bíða að afgreiða það, segir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. FJÖLMIÐLAFRUMVARP Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp forsætis- ráðherra um eignarhald á fjöl- miðlum á aukaríkisstjórnarfundi sem boðað var til í stjórnarráðinu í gær, en frumvarpið hefur verið sent þingflokkum til umfjöllunar og verður tekið fyrir á þing- flokksfundum í dag. Breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu frá því fyrstu drög lágu fyrir og sagði Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra við blaðamenn að loknum ríkisstjórnarfundinum, að í svona stórum málum væru alltaf gerðar breytingar. Hann vildi þó ekki ræða efni frum- varpsins að svo stöddu en sagði að öll ríkisstjórnin stæði á bak við frumvarpið. „Það er mjög góð sátt um þetta frumvarp á grundvelli þeirrar skýrslu sem hefur verið gefin út og verður nú birt. Ég tel að frum- varpið sé fyllilega eðlilegt og það er mjög mikilvægt að eyða þeirri óvissu sem hef- ur skapast vegna þessarar umræðu,“ sagði Halldór. Utanríkisráð- herra telur að fjölmiðlafrum- varpið standist fyllilega stjórn- arskrána og sagðist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því. Hann sagði gert ráð fyrir að ljúka málinu sem fyrst. „Það er mikilvægt að ljúka þessu máli. Það er ekki eftir neinu að bíða að afgreiða það. Frum- varpið er einfalt og auðskilið og þarf ekki langan umhugsunar- tíma,“ sagði Halldór og bætti því við að málið hefði ekki valdið titr- ingi á milli stjórnarflokkanna. Að- spurður um það hvort setja ætti lög um eignarhald á fjölmiðlum sagði Halldór að sér fyndist að setja ætti þau lög sem stjórnvöld ætluðu sér að setja. Utanríkisráðherra vísaði því al- farið á bug að fjölmiðlafrumvarpið beindist sérstaklega gegn Norður- ljósum og sagði að sömu lög hefðu verið sett þótt um einhverja aðra en Norðurljós hefði verið að ræða, til dæmis Björgólfsfeðga. „Í frumvarpinu felast al- mennar reglur um ákveðið mál og það varðar samkeppnislög og útvarpsréttarlög. Það eru aldrei nein lög um samkeppni nægilega góð og lög þurfa stöðugt að vera í endurskoðun, ekki síst samkeppnislög,“ sagði Halldór. bryndis@frettabladid.is SIV SÝNIR Umhverfisráðherra tók sig vel út á tískusýningunni. Dagur umhverfisins: Ráðherra í tískusveiflu SÝNING Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra var stórglæsileg og vakti mikla athygli á tískusýn- ingu sem Rauði krossinn hélt í Smáralind í gær. Hún var þar í hópi karla og kvenna sem sýndu notaðan fatnað sem almenningur hefur gefið Rauða krossinum. Fatnaðurinn verður nú sendur úr landi til fólks í fátækum ríkjum. ■ ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR „Það ríkir mikil sátt innan ríkisstjórn- arinnar um frumvarpið og þann hluta sem snýr að menntamálaráðu- neytinu er ég mjög sátt við,“ segir menntamálaráðherra um frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum sem rík- isstjórnin hefur samþykkt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Utanríkisráðherra svaraði spurningum fjölmiðla eftir að aukaríkisstjórnarfundi lauk í stjórn- arráðinu í gær. Hann sagði fjölmiðlafrumvarpið fyllilega eðlilegt og taldi það ekki brjóta í bága við stjórnarskrána. „Það er mikilvægt að eyða þeirri óvissu sem hefur skapast vegna þessarar umræðu,“ sagði Halldór. „Frumvarp- ið er einfalt og auðskilið og þarf ekki langan um- hugsunar- tíma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.