Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 8
Þetta er ekki það frumvarp semég lagði fram. Ég er afar sáttur við að frumvarp taki breytingum þannig að um það sé sátt. Þá eru það breytingar til batnaðar,“ sagði Dav- íð Oddsson forsætisráðherra að loknum óvæntum ríkisstjórnar- fundi sem haldinn var um frumvarp hans um lög á eignarhaldi á fjöl- miðlum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ekki megi sama fyrirtæki reka dagblað og ljósvakamiðil. Þá mega fyrirtæki með markaðsráðandi stöðu í óskyldum rekstri ekki eiga hlut í fjölmiðlafyrirtækjum. Þetta kom fram í viðtali við Davíð Odds- son, forsætisráðherra, að loknum óvæntum ríkisstjórnarfundi um frumvarpið sem haldinn var í gær. Forsætisráðherra vildi ekki skýra frá því í smáatriðum hvað fælist í frumvarpinu fyrr en það hefur verið kynnt í þingflokkum, en það á að gerast í dag. „Í frumvarpinu eru efnisatriði þar sem tekið er á því sem nefndin telur nauðsynlegt. Það eru nánast skyldur ríkisstjórnar og þingsins að taka á þeirri samþjöppun í fjöl- miðlarekstri sem hefur orðið og yrði hvergi við unað nokkurs stað- ar í heiminum. Við viljum gjarnan vera á sama báti og aðrir,“ sagði Davíð. Veruleg breyting á frum- varpinu Að sögn forsætisráðherra hefur orðið veruleg breyting á frumvarp- inu frá því hann lagði fram fyrstu drög þess. Davíð fundaði meðal annars með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra um frumvarpið á laugardag. „Þegar frumvörp eru lögð fram, eru þau í raun drög að frumvarpi þar til ríkisstjórnin samþykkir þau. Þetta frumvarp hefur breyst mjög mikið frá því að ég lagði það fram. Haft hefur verið fullt samráð við alla,“ sagði Davíð. Aðspurður um hvað hafi verið það helsta sem breyttist í frumvarp- inu frá fyrstu drögum sagði forsæt- isráðherra að það muni koma í ljós þegar frumvarpið verði gert opin- bert. Ekki má reka dagblað og ljósvakamiðla Þegar Davíð var spurður að því hver rökin séu fyrir því að fyrir- tæki megi ekki reka bæði dagblað og ljósvakamiðil sagði hann að það sé viðhorf ríkisstjórnarinnar að það gangi ekki upp fyrir lýðræðislega umræðu að menn safni slíku á eina hendi. „Gert er ráð fyrir því að ljós- vakamiðlar og dagblöð geti ekki verið á einni og sömu hendi. Þetta er mjög einfalt. Ég myndi halda að fjölmiðlafólk myndi skilja það betur en aðrir en það getur vel verið að þeir þurfi að ganga erinda sinna eig- enda,“ sagði hann. Forsætisráðherra staðfesti það jafnframt að fyrirtæki í óskyldum rekstri megi ekki eiga í fjölmiðla- fyrirtæki ef lögin ná fram að ganga. „Það er alveg augljóst að menn sem eru með markaðsráðandi stöðu í óskyldum rekstri mega það ekki,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort í frumvarpinu væri sem sagt hlut- deildarákvæði staðfesti hann það og sagði jafnframt margt í frumvarp- inu þótt það væri einungis ein síða. Forsætisráðherra var síðan spurður að því hverjir eigi þá að eiga fjölmiðla. „Nú ætla ég ekki að fara í svona diskússjónir við þig,“ svaraði hann. Aðspurður um það hvort hann viti til þess að á einhverjum tíma hafi verið meiri fjölbreytni á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði en nú sagði hann flóruna ekki ásættanlega nú. „Það er mat ríkisstjórnarinnar og ég hygg að það verði mat stórs hluta þingsins. Það getur vel verið að einhverjir menn í þinginu telji sig þurfa að gæta einhverra hags- muna. Við erum að gæta hagsmuna almennings og þjóðarinnar sem heildar, eins og ríkisstjórn og þing á að gera,“ sagði Davíð Aðspurður um hvaða tillögur nefndarinnar komi til með að sjást í frumvarpinu sagði forsætisráð- herra ekki vilja fara yfir sérstaka liði þess en frumvarpið sjálft sé allt byggt á niðurstöðum skýrslunnar. „Auðvitað er þetta frumvarp sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á og er frumvarp ríkisstjórnarinnar en ekki nefndarmanna. Skýrslan er bara undirbúningur að frumvarps- gerð,“ sagði Davíð. Frumvarpið er ekki afturvirkt, að því er Davíð segir, heldur er um að ræða ákveðinn aðlögunartíma fyrir fyrirtæki að breyttu lagaum- hverfi. Hann vildi ekki tjá sig um hversu langan aðlögunartíma fyrir- tæki fái en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það um tvö ár. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því að lögum um veit- ingu útvarpsleyfa verði breytt. Davíð vildi ekki tjá sig um það hvort ætlunin væri að láta núgild- andi útvarpsleyfi renna út eða hvort ætlunin væri að afnema sum þeirra áður en þau renna út. Aðspurður sagði hann frumvarp- ið snerta útvarpsréttarlög en einnig að nokkru leyti samkeppnislög. Þeg- ar hann var spurður að því hvort búið væri að kanna sérstaklega hvort frumvarpið standist eignar- réttarákvæði stjórnarskránnar seg- ir hann að góður hópur lögfræðinga hafi unnið að málinu fyrir ríkis- stjórnina. „Frumvarpið er mjög skýrt og einfalt og auðvelt að skilja þegar menn sjá það. Ég á von á því að það gangi greiðlega í gegnum þingið og hljóti þar mikinn stuðning,“ sagði forsætisráðherra. Liggur ekkert á í gegnum þingið Forsætisráðherra sagði jafn- framt að ekki væri ætlunin að keyra málið í gegnum þingið heldur taki þingmenn sér þann tíma sem þeir vilji. „Skýrslan verður kynnt í þinginu og verður umræða um hana. Síðan verður frumvarpið reifað og ef menn biðja um frest verður hann gefinn. Þetta verður allt gert í mikl- um rólegheitum og vilji menn hafa þingið lengra þá verður það gert. Okkur liggur ekkert á,“ sagði Davíð Forsætisráðherra var spurður um hvort frumvarpinu hafi verið beint gegn Norðurljósum fyrst og fremst. Einnig hvort sama frum- varp hefði litið dagsins ljós ef um aðra en Baugsfeðga hefði verið að ræða varðandi eignarhald á fjöl- miðlum. „Já. Þetta snýst um almennt fyr- irkomulag á fjölmiðlamarkaði. Menn koma og fara í rekstri, það hefur maður séð bæði á dagblaða- markaði, sjónvarpi og fleiru. Lög eru til lengri tíma og hafa þau al- mennt gildi. Það er það sem skiptir máli,“ sagði forsætisráðherra. Þegar hann var spurður að því hvort ekki sé verið að þvinga á- kveðna einstaklinga til að selja eig- ur sínar segir hann að verið sé að koma því til leiðar að hér ríki fjöl- breytni á markaði og fjölmiðlarnir séu reknir með þeim hætti sem ger- ist erlendis. Einungis sé verið að gera ákveðnar kröfur um eignar- hald. Fljótlega má sjá breytingar á markaði Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að nefndin telji að það geti reynst fjölmiðlum þungbært ef mjög umfangsmiklar breytingar kynnu að vera gerðar. Um það sagði Davíð að hann telji að frumvarpið sé mjög meðfærilegt og sanngjarnt og vísi fram á veginn en ekki aft- urábak. Aðspurður sagði hann að búast megi við breytingum á fjölmiðla- markaði eftir tiltölulega stuttan tíma verði frumvarpið gert að lög- um. Þegar hann er spurður að því hvort um sé að ræða breytingar á núverandi fyrirkomulagi eða hvort frumvarpið sé einungis framvirkt segir hann að fyrirtæki verði að laga sig að þeirri umgjörð sem sem þjóðþingið setur. „Við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það er bara þannig með okkur öll að þegar við gerum breytingar á lagaumhverfinu þá laga menn sig að því. Stundum hafa menn skam- man tíma til þess, stundum lengri og í þessu tilfelli hafa menn lengri tíma.“ Hann vildi ekkert um það segja hvort einhver fyrirtæki verði bry- tjuð niður. Varðandi hugsanlega skaða- bótakröfu fyrirtækja á hendur rík- inu segir hann að auðvitað hafi fyrirtæki fullan rétt á að láta reyna á sín sjónarmið. „Ég er sjálfur lögfræðingur og átta mig á því að menn geta haft ákveðið mat á hlutunum svo geta dómstólar komist að annarri niður- stöðu. Það er ekkert öruggt í þeim efnum, aldrei neitt,“ sagði hann. ■ 8 26. apríl 2004 MÁNUDAGUR Aðför að réttarríkinu „Hér er verið að vega að réttar- ríkinu og málfrelsinu undir því yfirskyni að verið sé að auka fjölbreytni. Í raun er verið að vega að grundvelli frjálsra fjöl- miðla í landinu.“ Hreinn Loftsson í Fréttablaðinu 25. apríl. Kvart og kvein „Þegar búið er að tryggja ís- lenzku atvinnu- og viðskiptalífi nánast allt það frelsi sem hægt er að veita því er ekki við hæfi að sá kvörtunartónn heyrist úr þessari átt.“ Leiðarahöfundur Morgunblaðsins er pirraður á forsvarsmönnum atvinnulífsins. 24. apríl. Uppgjör í vændum „Ég ætla mér að fara yfir feril- inn, meta hvað tókst og hvað mistókst og af hverju það tókst og af hverju það mistókst.“ Svavar Gestsson um væntanlega ævisögu í Fréttablaðinu 25. apríl. Orðrétt Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur: Ótvíræður réttur til fjölmiðlaútgáfu FJÖLMIÐLAFRUMVARP Eiríkur Berg- mann Einarsson, sérfræðingur í Evrópumálum, segir að sam- kvæmt lögum og reglum Evrópu- sambandsins sé stjórnvöldum óheimilt að setja í lög ákvæði, sem þrengi að því markmiði að hægt sé að tryggja frelsi og fjöl- breytileika fjölmiðla. „Í réttindaskrá ESB er kveðið á um frelsi og fjölbreytileika fjöl- miðla og sú vernd er byggð á mann- réttindasáttmála Evrópu sem við Ís- lendingar erum aðilar að. Með ákvæðinu hafa fjölmiðlar því nokkra vernd gagnvart stjórnvöld- um sem hugsanlega vilja takmarka frelsi og fjölbreytileika í fjölmiðlun heima fyrir. Almennt hafa menn þar með ótvíræðan rétt til að gefa út fjölmiðla og koma sjónarmiðum sín- um á framfæri,“ segir Eiríkur. Hann telur hugsanlegt að aftur- virkni slíkra laga brjóti gegn eign- arréttarákvæðum sem einnig séu vernduð í Evrópurétti en verði fjöl- miðlafrumvarp forsætisráðherra að lögum í vor kann það að leiða til þess að Norðurljósasamsteypan verði brotin upp síðar, vegna breyttra lagaforsendna. „Gangi lögin í gildi er hugsan- legt að þeir sem telja á sér brotið með setningu þeirra geti leitað á Evrópuvettvang til að fá úr því skorið,“ segir Eiríkur. ■ VIÐ HVALFJARÐARGÖNG Göngin verða lokuð þrjár næstu nætur. Hvalfjarðargöng Verða lokuð næstu nætur SAMGÖNGUR Hvalfjarðargöng verða lokuð í þrjár nætur þessa viku vegna árlegra vorverka og viðhalds, frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Lokað er aðfar- anótt þriðjudags 27. apríl, mið- vikudags 28. apríl og fimmtudags 29. apríl. Eftir það verða göngin opin allan sólarhringinn. ■ Lyfjamál: Flensulyf alltaf til HEILSUFARSMÁL Embætti sóttvarna- læknis hefur gert samning við lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline ehf. um að fyrirtækið tryggi að ávallt séu til staðar á Íslandi til- teknar birgðir af inflúensulyfinu Relenza. Þessi samningur er gerður í kjölfar ástands sem skapast hefur í heiminum vegna fuglaflensunn- ar svokölluðu. Samkomulagið fel- ur í sér að ætíð séu til staðar þrjú þúsund pakkar af lyfinu sem inni- halda tuttugu skammta hver. Ef þörf krefur standa þessar birgðir sóttvarnalækni til boða á afslátt- arverði, að því að fram kemur í frétt frá samningsaðilum. ■ – hefur þú séð DV í dag? Gremja Davíðs bundin í lög FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Hann bendir á að samkvæmt lögum og reglum ESB sé stjórnvöldum óheimilt að setja í lög ákvæði sem þrengi að því markmiði að hægt sé að tryggja frelsi og fjölbreytileika fjölmiðla. FRÁ RÍKISSTJÓRNARFUNDI UM FJÖLMIÐLAFRUMVARP Í GÆR „Nánast skyldur ríkisstjórnar og þingsins að taka á þeirri samþjöppun í fjölmiðlarekstri sem hefur orðið og yrði hvergi við unað nokkurs staðar í heiminum,“ sagði forsætisráðherra. Ekki sama frumvarp Frumvarp forsætisráðherra um lög um eignarhald á fjölmiðlum hefur tekið miklum breytingum frá fyrstu drögum. Hann segir þetta ekki það frumvarp sem hann lagði fram. Telur fjöl- miðlaflóru á Íslandi ekki ásættanlega. Fyrirtæki verði að laga sig að breyttu lagaumhverfi. Á vettvangi SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR ■ í hópi frétta- manna er ræddu við Davíð Oddsson, forsætisráðherra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.