Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 10
10 26. apríl 2004 MÁNUDAGUR RAUÐU KLEFARNIR VÍKJA Breska símafyrirtækið British Telecom mun á næstu átján mánuðum taka tíu þúsund símaklefa úr umferð. Nú eru um 75 þús- und rauðir símaklefar í notkun í landinu en frá árinu 1999 hafa verið teknir niður 23 þúsund klefar. Fjölgun farsíma hefur gert að verkum að sífellt færri nýta sér símaklefana sem á tuttugustu öldinni voru eitt af táknum breskrar menningar. Skarphéðinn B. Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa: Munum leita réttar okkar FJÖLMIÐLALÖG „Það sem heyrst hef- ur um tveggja ára aðlögunartíma breytir sáralitlu. Þetta er eigna- upptaka og er alveg ljóst að við munum leita réttar okkar í þessu máli,“ segir Skarphéðinn B. Stein- arsson, stjórnarformaður Norður- ljósa. Ljóst er að frumvarp forsætis- ráðherra um eignarhald á fjöl- miðlum mun einungis setja skorð- ur við rekstur Norðurljósa, sem rekur Fréttablaðið, DV, Stöð 2 og Bylgjuna. Samkvæmt frumvarp- inu verður lagt bann við því að fyrirtæki eigi hlut bæði í dag- blaðarekstri og ljósvakamiðlum. „Ef lögin þvinga okkur til þess að selja hlut af fyrirtækinu eru okkur settar talsverðar skorður um hverjir megi kaupa. Það mun bitna á stöðu okkar í þeim við- skiptum og gerum við ráð fyrir að ríkið muni bæta okkur þann skaða. Stjórnvöld hafa þó ekki haft fyrir því að kynna sér stöðu okkar í þessu,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn segir að um sjö hundruð manns starfi hjá Norður- ljósum auk blaðbera, því muni lög sem beinist að fyrirtækinu snerta fjölmarga. ■ Davíð og Björn studdu áður eignatengsl ólíkra fjölmiðla „Hugmyndin rétt en tíminn rangur“, sagði Davíð Oddsson fyrir þremur árum um sameiginlegt sjónvarpsfyrirtæki Morgunblaðsins, DV, Sambandsins og Reykjavíkurborgar. - „Í samræmi við tímann“, sagði Björn Bjarnason 1995 um kaup Stöðvar 2 á 35% hlut í DV. Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórn-arinnar leggur bann við því að sömu aðilar eigi ljósvakamiðla og dagblöð. Þetta þýðir að Norður- ljós hf. geta ekki átt bæði Stöð 2 og Bylgjuna og aðrar útvarps- stöðvar Íslenska útvarpsfélagsins hf. og Fréttablaðið og DV sem Frétt hf. gefur út. Er þetta í fyrsta skipti sem stjórnvöld amast við eignatengsl- um af þessu tagi og eru þau þó engin nýlunda hér á landi. Þau eru einnig alþekkt víða erlendis. Davíð einn forsprakka Ís- film Elsta dæmið hér á landi er frá árunum 1987 til 1988, en þá tóku nokkur fjársterkustu fyrirtæki landsins höndum saman um stofn- un félagsins Ísfilm sem átti að reka nýja sjónvarpsstöð í sam- keppni við RÚV og Stöð 2. Voru innan þess Sambandið, sem hafði náin pólitísk tengsl við Framsókn- arflokkinn, Almenna bókafélagið, Frjáls fjölmiðlun ( útgáfufélag DV), Árvakur (útgáfufélag Morg- unblaðsins) og Reykjavíkurborg. Áformin urðu aldrei að veruleika og er helst um það kennt áföllum í efnahagslífinu á þeim tíma og þunglamalegum stjórnarháttum aðildarfyrirtækjanna. Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, var mikill áhuga- maður um Ísfilm og eindreginn stuðningsmaður þess. Í viðtali í bókinni Í hlutverki leiðtogans, sem kom út fyrir rúmum þremur árum, segir hann: „Hugmyndin var rétt en tíminn rangur“. Ganga þessi ummæli Davíðs þvert á þá stefnu sem fram kemur í fjöl- miðlafrumvarpinu. „Í samræmi við tímann“ Árið 1995 keypti Íslenska út- varpsfélagið, sem rak Stöð 2 og Bylgjuna, 35% hlut í DV. Tók aðal- eigandi félagsins, athafnamaðurinn Jón Ólafsson, sæti í stjórn útgáfufé- lagsins Frjálsrar fjölmiðlunar. Hlut- urinn var seldur nokkrum árum seinna þar sem ekki hafði fundist flötur á samstarfi fyrirtækjanna, m.a. gengu áform á sviði margmiðl- unar ekki upp. Kaup þessi komu til umræðna á Alþingi í febrúar 1995. Björn Bjarnason, núverandi dómsmála- ráðherra, tók þátt í umræðunum og lét í ljós þá skoðun að ekkert væri athugavert við slík eigna- tengsl fjölmiðlafyrirtækja. „Ég sé ekki að það sé neitt athugavert við það að fyrirtæki sameinist, einka- aðilar sameinist um slíka starf- semi og tel það [...] miklu meira í samræmi við tímann heldur en [að] mæla fyrir um það að ríkið auki hlut sinn á sviði fjöl- miðlunar,“ sagði hann orðrétt. Önnur til- raun Morg- unblaðsins Þriðja dæmi um eignatengsl ljósvakamiðils og dagblaðs er frá árun- um 1995 til 1997. Þá var stofnuð sjón- v a r p s s t ö ð i n Stöð 3 og var Árvakur, útgáfufé- lag Morgunblaðsins, einn eigend- anna. Var það í annað skipti sem eigendur blaðsins reyndu fyrir sér í sjónvarpsrekstri. Rekstur stöðvarinnar gekk illa og hætti hún útsendingum snemma árs 1997. Fjórða dæmið er um tengsl Skjás eins og DV áður en eigenda- skipti urðu á blaðinu í fyrra. Voru margir sömu eigendur að báðum fyrirtækjunum þótt rekstur þeirra væri aðskilinn. Þessir sömu aðilar gefa nú út vikublöðin Viðskiptablaðið og Fiskifréttir og eru jafnframt enn meðal helstu eigenda Skjásins. Fjölmiðlafrum- varpið virðist ekki banna eigend- um vikublaða að eiga ljósvaka- miðla. Skiptir máli hver á í hlut? Eigendaskipti urðu á Stöð 2 og Bylgjunni í desember síðastliðn- um. Tóku þá við rekstrinum sömu aðilar og eiga Fréttablaðið og DV. Liðu ekki nema nokkrir dagar frá því að þetta gerðist þangað til Davíð Oddsson for- sætisráðherra beitti sér fyr- ir því að skipuð yrði nefnd til að skoða reglur um eign- arhald á fjölmiðlum hér á landi. Forsætisráðherra hef- ur sýnt málinu mikinn áhuga og gegnt lykilhlut- verki við að knýja fram þá niðurstöðu sem nú hefur fengist. Segja má að hann hafi þegar í febrúar síðast- liðnum gefið tóninn um hvert stefna skyldi er hann fjallaði um samþjöppun eignarhalds fyrir- tækja á Viðskiptaþingi. Þá sagði forsætisráðherra: „Samruni ljós- vakamiðla og prentmiðla, þykir mjög óæskilegur og víða bannað- ur með lögum. Má ætla að nefnd sú sem menntamálaráðherra skipaði á síðasta ári til að meta þörf á lagasetningu um fjölmiðla, hljóti að líta sérstaklega til þessa þáttar. En það er ekki nóg að horfa einungis til samþjöppunar á fjölmiðlamarkaði. Það verður einnig að spyrja þeirrar spurn- i n g a r , – hefur þú séð DV í dag? Neitar að yfirgefa Alþingishúsið Rannsóknir á konum Járn skapar stálminni HEILSA Ungar konur gætu bætt minni og einbeitingu töluvert ef þær tækju inn járn, segja niður- stöður nýrrar rannsóknar. Konur á aldrinum átján til þrjátíu og fimm sem tóku inn járn í sextán vikur komu betur út í prófum en þær sem gerðu það ekki. Mælt er með því að jafnvel konur sem þjást af mildum járn- skorti en hafa ekki greinst blóð- litlar ættu að taka inn auka- skammt af járni með fæðunni. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom einnig fram að fjöldi kvenna á barneignaaldri þjáist óafvitandi af járnskorti sem komi til vegna tíða- blæðinga. Einungis sé hægt að bæta upp járnskort með því að neyta járnríkrar fæðu eða taka inn járn sem fæðubótarefni. ■ Baksviðs GUÐMUNDUR MAGNÚSSON ■ segir að svo virðist sem allir aðrir en nú- verandi eigendur Norð- urljósa hafi mátt eiga samtímis ljósvaka- miðla og dagblöð BJÖRN BJARNASON „Í samræmi við tímann,“ sagði hann þegar Stöð 2 keypti 35 prósenta hlut í DV. V s b Grímsá: Sala leyfa boðin út STANGVEIÐI Á aðalfundi Veiðifélags Grímsár á laugardaginn var sam- þykkt að bjóða ána út fyrir árin 2005, 2006 og 2007. Und- anfarin tutt- ugu ár hafa bændur sjálfir selt veiðileyfi í ána. Að sögn f o r s v a r s - manna Veiði- félagsins hef- ur sú breyting orðið á síðustu árum að ábú- endum á jörðum í kringum ána hefur fækkað og mikil hreyfing verið á eignarhaldinu. Ákveðið hefur verið að auglýsa útboð á ánni og sjá hversu mikið fæst fyr- ir réttinn til að selja leyfin. ■ SKARPHÉÐINN B. STEINARSSON Stjórnarformaður Norðurljósa segir að lög um fjölmiðla muni hugsanlega rýra virði fjárfestingar í félaginu. Tilraunir á dýrum: Fer fækkandi DÝRAVERND Niðurstöður úr nýjum rannsóknum benda til þess að vísindin vinni hörðum höndum að því að fækka þeim dýrum sem notuð eru í tilraunastarf- semi. Á síðustu þrjátíu árum hefur rannsóknum sem krefjast notk- unar á dýrum á tilraunastofum dregist saman um þrjá tíundu hluta. Á móti kemur að rann- sóknir á frumum sem ræktaðar eru á tilraunastofum hafa auk- ist. Þá kom fram að einnig væri betur hugsað um dýr á tilrauna- stofum en áður tíðkaðist. ■ FRÁ GRÍMSÁ Sala á veiðileyfum verður boðin út.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.