Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 26. apríl 2004 hvort það skipti máli hverjir eiga fjölmiðlana. Undan þessari spurningu eigum við ekki að víkja okkur“. Og Davíð Oddsson bætti við: „Tími flokksmálgagnanna er lið- inn, sem betur fer. En nú virðist upp runninn annar tími hálfu verri, tími fyrirtækjamálgagna og þau hafa miklu dýpri vasa en gömlu flokksblöðin sem börðust einatt í bökkum. Þetta hlýtur að vekja okkur til umhugsunar. [...] Almenningur verður að geta treyst því að fyrirtæki sem eru í markaðsráðandi stöðu, hafi eðli- legt aðhald frá fjölmiðlum, neyt- endavernd sé virk og tryggt sé að dregin sé upp hlutlaus og óbjöguð mynd af starfsemi slíkra fyrir- tækja. Ef við eigum að umbera það í nafni hagkvæmni að fyrir- tæki hafi markaðsráðandi stöðu, þá verðum við að treysta því að þau hafi virkt aðhald frá fjölmiðl- um. Annars hlýtur sú krafa að verða sterk að löggjafinn setji slíkum fyrirtækjum strangari reglur en ella þyrfti. Það gefur því auga leið að ekki er heppilegt að fyrirtæki sem eru í markaðs- ráðandi stöðu eigi jafnframt fjöl- miðla. Það er beinlínis hættulegt. Enn fremur er mjög varhugavert að fyrirtæki sem er með yfir- burði, jafnvel á fleiri en einum markaði, sé jafnframt í markaðs- ráðandi stöðu á fjölmiðlamarkaði. Engin leið er til þess að fjölmiðill, sem býr við slíkt eignarhald, geti með trúverðugum hætti sinnt skyldu sinni og veitt eiganda sín- um það aðhald sem gera verður kröfu um. Vafalítið munu margir horfa til þessara sjónarmiða þeg- ar málefni fjölmiðla verða til um- fjöllunar á Alþingi.“ Spádómur forsætisráðherra hefur nú gengið eftir. Margir munu velta því fyrir sér hvers vegna hann og samherjar hans hafi skipt um skoðun. Af hverju sitja núverandi eigendur Norður- ljósa ekki við sama borð og eig- endur Ísfilm 1987-1988, Stöðvar 2 og Frjálsrar fjölmiðlunar 1995, Stöðvar 3 1995-1997 og Skjás eins 2001-2003? Áttu þó svokölluð „markaðsráðandi fyrirtæki“ einnig hlut að máli í a.m.k. tvö skipti af þeim fjórum sem hér hafa verið rakin. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að fjölmiðlafrum- varpið bannar ekki aðeins markaðsráð- andi fyrirtæki að eiga fjölmiðla eða reka samtímis dagblöð og ljós- vakamiðla heldur leggur það blátt bann við hvers kyns sameign dagblaða og ljósvakamiðla, þótt augljós hagkvæmnis- rök geti verið fyrir slíkum s a m r e k s t r i . Athyglisvert er að vikublöð eru undanþeg- in banninu og hefur ekki komið fram hver ástæð- an er fyrir því. ■ DAVÍÐ ODDSSON hrifinn af sameiginlegu nvarpsfyrirtæki Morgun- ðsins, DV, Sambandsins og Reykjavíkurborgar. BOB WOODWARD Í VIÐTALI Bandaríski blaðamaðurinn Bob Woodward sem nýlega gaf út bók þar sem fjallað er um aðdraganda Íraksstríðsins var gestur í þættin- um „Meet the Press“ í bandarísku sjónvarpi í gær. Bókin hefur vakið mikla athygli. Austur-Hérað: Tekist á um málefni menningarhúss MENNINGARHÚS Á fundi bæjar- stjórnar á dögunum var tekist á um málefni menningarhúss eða menningarmiðstöðvar á Austur- Héraði. Framsóknarmenn, sem eru í minni hluta bæjarstjórnar, lögðu til að þegar yrði hafist handa um undirbúning að stofnun menningarmiðstöðvar á Egils- stöðum þar sem áhersla verði lögð á sviðslistir. Í tillögu minnihlutans kom og fram að vinnu við verkið verði hraðað þannig að menningarmið- stöðin verði komin í gagnið þegar endurnýjun á samningi sveitarfé- laga á Austurlandi við mennta- málaráðuneytið um aðkomu ríkis- ins að menningarmálum í fjórð- ungnum verður. Meirihluti bæjar- stjórnar felldi þessa tillögu. Meirihlutinn samþykkti að um næstu mánaðamót yrði haldinn opinn fundur um mótun stefnu um uppbyggingu menningarhúss á Austurhéraði. Í framhaldi á síðan að taka stefnumótandi ákvörðun um málið. ■ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI Heimamenn í Austur-Héraði eru ekki á eitt sáttir um byggingu menningarmiðstöðvar. Samningar við menntamálaráðuneyti eru framundan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.