Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 14
14 26. apríl 2004 MÁNUDAGUR ELSTA KONA HEIMS Ramona Trinidad Iglesias, 114 ára, kælir sig með blævæng meðan hún situr fyrir hjá ljósmyndurum. Iglesias dvelur nú á Mi Casita hjúkrunarheimilinu í San Juan borg í Puerto Rico. Hún er talin fædd 31. ágúst eða 1. september 1889 og er í heimsmetabók Guinnes skráð elsta núlifandi kona heims. Ego opnar bensínstöðvar: Opna fjórar nýjar stöðvar VIÐSKIPTI Um þessar mundir er verið að opna fjórar nýjar bensínstöðvar undir vörumerkinu Ego. Í fréttatil- kynningu frá félaginu kemur fram að á stöðvunum verði selt 95 oktana bensín og díselolía á „verði sem er sambærilegt því sem lægst gerist á markaði.“ Stöðvarnar sem um ræðir voru áður Essóstöðvar en rekstur Ego verður aðskilinn frá móðurfélaginu. Um sjálfsafgreiðslustöðvar er að ræða og í tilkynningu frá félaginu segir að markmið stöðvanna sé að veita viðskiptavinum ávinning bæði hvað varðar verð en einnig stendur til að „koma viðskiptavinum skemmtilega á óvart með nýjungum og virðisaukandi uppákomum,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Þar segir einnig að við hönnun stöðvanna hafi sérstakt tillit verið tekið til íslenskrar veðráttu þannig að viðskiptavinir séu í skjóli þegar þeir dæla á bíla sína. Stefnt er að því að opna sjö til tíu stöðvar undir merkjum Ego á þessu ári og verða flestar þeirra á höfuð- borgarsvæðinu. ■ GÖGN Persónuvernd hefur sam- þykkt að allar sjúkraskrár fólks á svæðinu frá Djúpavogi til Vopna- fjarðar verði settar í einn gagna- grunn. Samkvæmt frétt í Austur- glugganum á föstudaginn setur starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Austurlands spurningarmerki við þörfina á gagnagrunni og Rúnar Reynisson, yfirlæknir sjúkra- hússins á Seyðisfirði, efast mjög um réttmæti þess að persónuupp- lýsingar fólks séu samkeyrðar með þessum hætti. Yfirlæknirinn hefur fyrst og fremst gagnrýnt að fólk hefur ekkert val um hvort það vill vera í gagnagrunninum eða ekki. Hann segist ekki hafa fengið viðhlýt- andi skýringar á hvers vegna svo sé. Stefán Þórarinsson, lækninga- forstjóri HSA, segir að verið sé að laga skráningu upplýsinga að nú- tímanum og fullyrðir að ekki sé verið að auka hættuna á að per- sónuupplýsingar séu misnotaðar. Þegar hafa komið fyrirspurnir frá einstaklingum sem ekki vilja að upplýsingar um þá fari í sam- einaða skrá og búast má við að til- högunin verði kærð. ■ SVÍÞJÓÐ Ung sænsk kona sem þjá- ist af anorexíu og vegur aðeins 35 kíló komst í fitusog í Eistlandi í gegnum sænskt fyrirtæki, Cor- recta Plastik. Einn sentilítri af fitu var soginn úr konunni, að sögn Aftonbladet. Konan er 22 ára og komst hún í samband við Correcta Plastic í gegnum Netið. Gunnar Thulin, talsmaður fyrirtækisins segir að konan hafi logið, sagst vera kona á þrítugsaldri sem þyrfti að losna við smá fitu. Henni var útvegaður tími hjá eistneska fegrunarlækn- inum Jiiri Kullamaa sem sendi konuna heim aftur þegar hann sá að hún var með anorexíu. Hún hafði hins vegar hringt í hann seinna og hótað að taka eigið líf. Því samþykkti læknirinn að lok- um að framkvæma aðgerðina. Á heimasíðu sænska fyrirtæk- isins kemur fram að þeir sem ætli í fitusog verði að teljast eðlilega þungir og heilir á sál og líkama. „Við vissum ekki að hún væri með anorexíu því við sjáum bara um að koma sjúklingunum í samband við fegrunarlæknana. Læknarnir þurfa svo að fylgja eigin siðaregl- um,“ segir Gunnar Thulin. ■ Sænskt fyrirtæki á Netinu: Anorexíusjúklingur sendur í fitusog UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi GRUNNNÁM Í BÓKHALDI Helstu námsgreinar: Vilt þú læra bókhald og tölvubókhald? 108 kennslustunda hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja læra bókhald frá grunni til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Námið hentar einnig einstaklingum með sjálfstæðan atvinnurekstur og þeim sem eru að hefja rekstur og vilja geta fært bókhaldið sitt sjálfir. Virðisaukaskattur - reglur, skil og öll meðferð vsk. Tölvubókhald í Navision - rauhæf verkefni með fylgiskjölum Verslunarreikningur - það helsta sem notað er við skrifstofustörf Undirstað bókhalds - mikið um verklegar æfingar Námskeiðið hefst 29. apríl & lýkur 12. júní. Kennt er þri. & fim. frá 18-22 og lau. 8:30-12:30. ATH! - Aðeins örfá sæti laus! GOTT TÆKIFÆRI - LAUGAVEGUR Spennandi veitingastaður, bar með leyfi fyrir áfengisveitingar í garði til sölu eða leigu. Upplýsingar í síma 698 9786 og 699 4631 SJÚKRAHÚSIÐ Í NESKAUPSTAÐ Sjúkrarskrár á Austurlandi eru samkeyrðar eftir samþykki Persónuverndar. Austurland: Sjúkraskrár sam- keyrðar án samþykkis OPNUN EGOSTÖÐVAR Lagt er upp úr hönnun og óvæntum uppákomum fyrir viðskiptavini Ego sjálfsafgreiðslubensínstöðva.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.