Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 16
Þeir sem vilja leita að málefnaleg-um forsendum fyrir fjölmiðla- frumvarpi Davíðs Oddssonar fara í geitarhús að leita ullar. Forsendur þessa frumvarps eru ekki málefnaleg- ar. Frumvarpið snýst ekki um almenn- ar reglur um starfsskilyrði einnar at- vinnugreinar. Frumvarpið er ekki hægt að skilja öðruvísi en í samhengi við afstöðu Davíðs Oddssonar til fjöl- miðla Norðurljósa og sem öllum borg- urum landsins ætti að vera ljós. Davíð hefur verið óþreytandi við að skýra þessa afstöðu. Og hún er skýr: Hann telur þessa fjölmiðla vonda og að illska þeirra beinist sérstaklega gegn honum sjálfum. Í skjóli opins umboðs frá flokksmönnum sínum til að gera það sem hann helst kýs hverju sinni – jafnvel þótt það kunni að brjóta ræki- lega í bága við stefnuskrá flokksins – og óendanlegs langlundargeðs sam- starfsflokks í ríkisstjórn hefur hann sett saman frumvarp að lögum sem er ætlað tvennt: Í fyrsta lagi að hluta sundur fyrirtæki með lögum. Ef lögin ná fram að ganga verður það í fyrsta skipti í Íslandssögunni sem Alþingi tekur slíka ákvörðun. Og í raun er vandfundið grófara dæmi um íhlutun ríkisvaldsins gagnvart fyrirtæki eða atvinnugrein. Í öðru lagi að neyða hluta af núverandi eigendum Norður- ljósa til að selja eign sína í fyrirtæk- inu. Fjölmiðlafrumvarp Davíðs Odds- sonar umturnar rekstrarumhverfi heillar atvinnugreinar án þess að nokkur tilraun hafi verið gerð við und- irbúning þess til að kalla eftir sjónar- miðum starfsstéttanna sem vinna inn- an hennar, þeirra sem reka fyrirtæki í greininni eða annarra hagsmunahópa. Menn geta ímyndað sér hvort annað eins gæti gerst í annarri atvinnugrein – segjum til dæmis sjávarútvegi. Fjöl- miðlafrumvarp Davíðs stríðir gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrár- innar og atvinnufrelsi manna. En síð- ast en ekki síst er frumvarpið aðför að tjáningarfrelsinu. Forsætisráðherra er í nöp við til- tekna fjölmiðla og finnst umfjöllun þeirra ekki góð. Hann knýr því í gegn lög til að eyðileggja þá. Er furða þótt að fólk sé almennt hlessa. Getur þetta gerst á Íslandi árið 2004? Og það með stuðningi Sjálfstæðisflokksins, sem hefur sótt fylgi til fólks með loforðum um að standa vörð um einkaframtak fólks gegn ásælni ríkisvaldsins. Og með fulltingi Framsóknarflokksins sem hefur á undanförnum árum hneigst til þess að verða frjálslyndur borgaralegur flokkur. Það þarf reynd- ar ekki að benda á breytingar innan Framsóknarflokksins. Jafnvel þeim mikla handaflsmanni, Jónasi frá Hriflu, hefði ekki dottið í hug að smíða svona frumvarp. Ef honum hefði dott- ið það í hug naut hann þess að með honum unnu nógu skynsamir menn til að telja honum hughvarf. Á Íslandi í dag söknum við Jónasar og samstarfsmanna hans. Við leitum slíkra manna til að standa vörð um tjáningarfrelsið gagnvart valdi for- sætisráðherra. ■ Síðasta sunnudag, 18. apríl, varflutt í Ríkisútvarpinu messa úr Neskirkju. Þar messaði séra Örn Bárður Jónsson og ræddi um í pré- dikun sinni þegar Jesús Kristur birtist lærisveinum sínum eftir að hafa risið upp frá dauðum. Örn lagði út af orðum Krists, þegar hann ávarpaði lærisveinana með þessum orðum: „Friður sé með yður“. Erni varð tíðrætt um þann ótta, sem hrjáir íbúa hins vestræna heims og þá stríðsógn, sem nú steðjar víða að. Svo vill til að ég var í Neskirkju og sat bergnuminn undir ræðu prests- ins. Hún hreyfði við mér á þann hátt að alls kyns tilfinningar tóku að bærast. Ég velti fyrir mér af hverju Íslendingar undir forystu núver- andi valdhafa létu það yfir sig ganga að lýsa stuðningi við stríð gegn annarri þjóð. Eitthvað virðist ræða séra Arnar Bárðar hafa farið fyrir brjóstið á ýmsum sem ekki hafa þolað sann- leikann ómyrkan. Einhverjir kvört- uðu við prest, fáir hótuðu að segja sig úr kirkjunni, en miklu fleiri þökkuðu fyrir. Einn blaðamaður Fréttablaðsins sá ástæðu til þess að gera athugasemd við ræðuna sem honum virtist þykja ómálefnaleg og velti fyrir sér hvort prestar ættu að tjá stjórnmálaskoðanir sínar úr ræðustóli. Því miður hef ég ekki les- ið grein blaðamannsins enda er Fréttablaðið mér og mínum líkum sem lítið sjá óaðgengilegt á netinu. Það er sannara en frá þurfi að segja að margir prestar hafa tekið sér það fyrir hendur að fjalla um hin ýmsu mál úr ræðustóli út frá kristnum gildum. Sumir hafa farið offari, aðrir hafa fjallað um málefn- in á málefnalegan hátt og velt fyrir sér gjörðum og afleiðingum. Það gerði Örn Bárður síðasta sunnudag, þegar hann m. a. brá upp myndum af þeim hryllingi sem óbreyttir borgarar í stríðshrjáðum löndum mega þola. Flutningur hans á ræð- unni var hógvær, ákveðinn en öfga- laus. Hann varpaði ljósi á þann ótta, sem virðist líklega hrjá æðstu menn Bandaríkjanna og Ísraels og svo virðist sem valdamenn íslensku þjóðarinnar hafi látið ginnast af þessum ótta og telji sig knúna til þess að taka þátt í þeim óhugnaði, sem á sér stað í Írak. Allt annað var að hlýða á prestinn en lesa ræðuna hans á heimasíðu Neskirkju. Einhvern veginn virðist það því miður fara fyrir brjóstið á ráðandi öflum ef eitthvað er sett út á gjörð- ir þeirra. Minna má á þá staðreynd að fyrir tæpum 40 árum flutti séra Sigurður Haukur Guðjónsson morg- unbænir í Ríkisútvarpinu að morgni dags. Hann gerði það svo skörulega að eftir var tekið og margir hug- leiddu að færa líf sitt til betri vegar. Útvarpsráð sá hins vegar ástæðu til þess að skrúfa fyrir slíkan málflutn- ing. Eftir þetta urðu morgunbæn- irnar tómt bænakvak sem flýtur framhjá eyrum hlustenda. Það er ósk mín og von að menn eins og Örn Bárður haldi áfram á sinni braut og brýni landann á því að standa ekki álengdar og horfa á þann óskapnað, sem viðgengst m.a. fyrir tilstuðlan ráðstjórnarinnar og slíkra afla. Megi prestar landsins taka hann sér til fyrirmyndar. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar. 16 26. apríl 2004 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Frá því að Jónas frá Hriflu vará dögum hefur enginn ís- lenskur ráðamaður haft meiri tilburði til að hefta athafnafrelsi einstaklinga en Davíð Oddsson. Umfram aðra stjórnmálamenn telur hann það í sínum verka- hring að hlutast til um það hverj- ir séu verðugir að eiga og reka tiltekin fyrirtæki. Yfirvofandi lagasetning Dav- íðs um eignarhald á fjölmiðlum er í orði til þess að stuðla að fjöl- breytni íslenskra fjölmiðla - en á borði er hún til þess að endur- heimta fábreytni þeirra. Pólitíska valdið lætur meira til sín taka hér á landi en víðast hvar í vesturálfu, þar sem fjár- málavaldið er sjálfstæðara en hér og þar sem vönduð stjórn- sýsla nýtur meiri virðingar. Póli- tíska valdinu er hér á landi beitt af meira blygðunarleysi en í ná- grannalöndunum - og við meira langlundargeð almennings - eins og sást til dæmis á fjölmiðla- sviðinu þegar fé sem skyldi renna til fátæklegrar innlendrar dagskrárgerðar rann að stórum hluta til þess að búa til sjón- varpsleikrit eftir téðan Davíð Oddsson - sem mun hafa verið ádeila á vandaða stjórnsýslu - og líka í ódauðlegum dæmum á borð við það þegar Árni Johnsen var helsti áhrifamaður Flokks- ins í fjárveitingarnefnd Alþingis og Sinfóníuhljómsveit Íslands þurfti að flytja svítu laga eftir hann. Þannig hefur Flokkurinn umgengist þær almannastofnan- ir sem hann hefur komist yfir. Að undanförnu höfum við svo upplifað atlögu Björns Bjarna- sonar að Kærunefnd jafnréttis- mála og jafnréttislögum, sem er einmitt í anda skoðana Flokksins á vandaðri stjórnsýslu... Fjölbreytni hefur aukist Lagasetningaráform Davíðs beinast að Baugi. Vissulega liti margt hér öðruvísi út á fjöl- miðlamarkaði ef það fyrirtæki hefði ekki séð eyður á þeim markaði sem reynandi væri að fylla upp í. Tilraunin með Frétta- blaðið hefði væntanlega mistek- ist og samkeppni þannig verið úr sögunni á morgunblaðamarkaði. Hefðu lög verið boðuð þá? Ein- ungis hefði verið eftir málgagn Sjálfstæðismanna, Morgunblað- ið - blaðið sem kaupmenn í Reykjavík eignuðust snemma á 20. öld og hafa átt æ síðan: ætli Davíð og félagar hefðu í því til- viki boðað lög sem bönnuðu mönnum að eiga fjölmiðla sem stæðu í óskyldum rekstri? Erfitt er að segja til um hugsanleg af- drif gamla DV undir slíkum kringumstæðum, hvort þetta málgagn Sjálfstæðisflokksins hefði lifað ef Fréttablaðið hefði ekki veitt því samkeppni, en Norðurljós hefðu að minnsta kosti verið úr sögunni og Stöð tvö annaðhvort verið hirt af Skjá einum eða dáið drottni sínum. Hefði það kallað á lög? Allt ber að sama brunni: hefði Baugur ekki tekið að fjárfesta á þessum markaði þá væru fjöl- miðlar á Íslandi færri og eins- leitari, hvort sem litið er á fréttaflutning, stuðning við póli- tísk öfl eða almennt yfirbragð. Eins og sérhver neytandi getur vitnað um þá hefur fjölbreytnin aukist - og er það vandamál? Sköpunarkrafturinn og tilrauna- gleðin er um þessar mundir meiri í íslenskum fjölmiðlum en verið hefur um langan aldur, stundum þannig að íhaldssömum félagshyggjumönnum á borð við mig ofbýður: en lög? Ég veit það ekki. Sú hugmynd að það sé í verkahring stjórnvalda að hlut- ast til um tilveru slíkra miðla hélt ég að myndi ekki hvarfla að nokkrum evrópskum ráðamanni eftir daga Erichs Honeckers. Stjórn Sjálfstæðismanna á Ríkisútvarpinu er sérstakur kapítuli. Þeir hafa þanið þessa stofnun út á þeim sviðum sem eftirláta ætti einkaaðilum en af- rækt hitt sem þessi stofnun ætti að réttu lagi að einbeita sér að. Dagskrá Ríkissjónvarpsins sam- anstendur aðallega af léttmeti sem sker sig einkum frá dagskrá einkastöðvanna í því að nýjung- ar sjást þar varla - RÚV stundar virka samkeppni á auglýsinga- markaði og í textavarpinu eru meira að segja smáauglýsingar þar sem keppt er við dagblöðin. Davíð Oddsson ætlar að enda þennan ráðherraferil sinn sem hálfgerður andófsmaður - kannski að hann endi í vitanum hjá Óla komma. Davíð er ekki aðeins kominn upp á kant við flesta af umsvifamestu athafna- mönnum landsins heldur eru þeir blaðamenn teljandi á fingr- um annarrar handar sem hann leyfir að tala við sig, og fækkar vísast dag frá degi. Þetta er sennilega svolítið raunalegt en væri allt með felldu ætti það ekki að skipta máli. Það er tilhlökkunarefni þegar við íslendingar fáum stjórnarfar þar sem ekki skiptir máli hvern- ig forsætisráðherranum líkar við þennan eða hinn - fáum frjálslyndan forsætisráðherra sem kann með vald sitt að fara. Við sem eldri erum munum reyndar eftir slíkum manni og svo vel vill til að hann er enn á meðal okkar. Ég legg til að Framsóknarmenn kveðji á ný til Steingrím Hermannsson til að gegna þessu embætti - ég er áreiðanlega ekki einn um sakna hans. ■ Hugverka- dagurinn Lára Helga Sveinsdóttir, lögfræðingur á Einkaleyfastofunni, skrifar: Alþjóðlegi hugverkadagurinnverður haldinn mánudaginn 26. apríl næstkomandi. Það er Alþjóða- hugverkastofnunin (World In- tellectual Property Organisation, WIPO) í Genf sem hefur frumkvæði að því að tileinka daginn hugverka- réttindum og beinir því til aðildar- ríkja sinna að halda daginn hátíð- legan. Yfirskrift dagsins á þessu ári er „Hvatning til nýsköpunar“. Hugverk og nýsköpun eru grund- vallaratriði á sviði vísinda, við- skipta, tækni og lista. Segja má að þekking og þróun hugverka og notk- un þeirra í efnahagslegum tilgangi sé lykillinn að aukinni hagsæld í heiminum í dag. Yfirvöld margra ríkja hafa skilning á mikilvægi þessa og hafa unnið markvisst að því að styðja við hugverk og nýtingu þeirra og talið eflingu hugverkarétt- inda eitt af meginhlutverkum sín- um. Öflug vernd hugverka er talin stuðla að aukinni tækniþróun, m.a. þar sem umbun fyrir framlag til sköpunar og uppfinninga hvetur til nýsköpunar. Ísland hefur verið aðili að Alþjóðahugverkastofnuninni frá árinu 1986 og er aðili að flestum þeim alþjóðasamningum á sviði hug- verkaréttar sem Alþjóðahugverka- stofnunin hefur yfirumsjón með. Einkaleyfastofan er stofnun sem heyrir undir iðnaðarráðuneytið og fer með þau málefni er varða hug- verkarétt á sviði iðnaðar. Meginhlut- verk stofnunarinnar er að veita einkaleyfi fyrir tæknilegum upp- finningum, skrá vörumerki og hönn- un. Höfundarréttur sem heyrir ein- nig undir hugverkaréttinn er í hönd- um menntamálaráðuneytisins. Í til- efni af alþjóðlega hugverkadeginum verður Einkaleyfastofan með opið hús, mánudaginn 26. apríl næstkom- andi. Húsið verður opið öllum áhugasömum frá kl. 10 - 16 og kynn- ingar verða á einstökum sviðum hugverkaréttar, kl. 10, 11, 14 og 15. Einkaleyfastofan er til húsa að Skúlagötu 63, 105 Reykjavík. ■ Umræðan GÍSLI HELGASON ■ blokkflautuskáld skrif- ar um útvarpspredik- un séra Arnar Bárðar Jónssonar. Að endurheimta fábreytnina ■ Bréf til blaðsins OF PÓLITÍSKUR? Eru predikanir séra Arnar Bárðar Jónssonar of pólískar? Um það eru skiptar skoðanir. Tjáningarfrelsi takmarkað árið 2004 Friður sé með yður – eða hvað? GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um fjöl- miðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar Um daginnog veginn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.