Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 21
21MÁNDUAGUR 26. apríl 2004 Hlíðasmára 9 - Kópavogi Að eiga stafræna myndavél og kunna ekki á Photoshop er eins og að eiga bíl og kunna ekki að keyra! Síðdegisnámskeið. Kennt frá kl. 13-17. Byrjar 4. og lýkur 18. maí. Kvöldnámskeið. Kennt frá kl. 18-22. Byrjar 10. og lýkur 26. maí. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Á þessu námskeiði er lögð áhersla á þá hluti sem mest eru notaðir af þeim sem eiga stafræna vél eða skanna. Ótrúlega áhugavert og skemmtilegt 30 stunda námskeið í þessu frábæra forriti. Bar við önnum vegna landsliðsins: Sigurður hafnaði Grindavík í gær KÖRFUBOLTI Magnús Andri Hjalta- son, formaður körfuknattleiks- deildar Grindavíkur, sagði í sam- tali við Fréttablaðið í gær að hann hefði orðið mjög hissa þegar hann heyrði að Sigurður Ingimundar- son hefði skrifað undir samning um að þjálfa Keflavíkurliðið í körfuknattleik. „Við gerðum honum formlegt tilboð sem hann hafnaði á þeim forsendum að hann gæti ekki tek- ið að sér þjálfun Grindavíkurliðs- ins vegna anna hjá landsliðinu. Við buðum honum aðstoðarmann til að létta á með honum en hann vildi það ekki. Klukkutíma síðar skrifaði hann undir samning hjá Keflavík. Ég skil hann vel að hafa tekið tilboði Keflavíkur enda er hann uppalinn þar en mér sárnar það að hann skildi ekki koma hreint fram við okkur,“ sagði Magnús Andri og bætti við að leit- in að nýjum þjálfara héldi áfram. Hann sagði aðspurður að Guðjón Skúlason og Falur Harð- arson, sem nú eru atvinnulausir, væru báðir góðir kostir en sagði þó að Grindavík hefði rætt við hvorugan. „Við munum taka málið fyrir á stjórnarfundi á morgun og þá skýrist hvað við gerum næst. Við erum þó ekki farnir að örvænta þótt enginn þjálfari sé kominn.“ ■ FÓTBOLTI Roque Santa Cruz skoraði eina mark dagsins í þýsku Búndeslígunni í gær. Markið færði Bayern München sigur á nágrönnum sínum í 1860 München en topplið Werder Bremen náði aðeins jafntefli við Bochum á útivelli. Úrslitin þýða að aðeins munar sex stigum á Bremen og Bayern þegar fjórar umferðir eru eftir og félögin mætast í München eftir tvær vikur. Bremen leiddu með ellefu stiga mun um miðjan mars en eftir fjögur jafntefli og einn sigur í síðustu fimm leikjum er forystan komin niður í sex stig. Það bætir ekki stöðu Brimarborg- ara að einn lykilmanna þeirra, Krisztian Lisztes, sleit krossbönd í leiknum gegn Bochum í gær og verður frá í hálft ár. Bremen á eftir að leika við Hamburg og Bayer Leverkusen á heimavelli og Bayern München og Hansa Rostock á útivelli. Bayern leikur við Köln og Stuttgart á úti- velli og Werder Bremen og Freiburg á heimavelli. ■ PÉTUR MARTEINSSON Hammarby er í fjórða sæti Allsvenskan. Sænski boltinn: Malmö efst FÓTBOLTI Hammarby, félags Péturs Marteinssonar, er í fjórða sæti Allsvenskan, eftir leiki helgarinn- ar. Hammarby vann Elfsborg 1-0 á heimavelli á laugardag með marki Björn Runström. Pétur lék allan leikinn með Hammarby og fékk gult spjald undir lok fyrri hálfleiks. Örgryte er í sjötta sæti eftir jafntefli við AIK Solna á föstudag, en Örgryte hefur gert jafntefli í þrem af fjórum leikjum sínum. Tryggvi Guðmundsson og Jóhann B. Guðmundsson voru báðir í byrjunarliði Örgryte en var skipt út af í seinni háfleik. Atli Sveinn Þórarinsson var ekki í leikmanna- hópi Örgryte. IFK Göteborg er í næsta sæti á eftir nágrönnum sínum í Örgryte eftir 1-0 tap fyrir Malmö frammi fyrir 26.426 áhorfendum í Málm- ey. Tobias Grahn skoraði mark Malmö sem er efst eftir sigurinn. Hjálmar Jónsson lék allan leikinn með IFK. Auðun Helgason var meðal varamanna Landskrona sem tap- aði 2-1 fyrir Trelleborg. Land- skrona er í þriðja neðsta sæti eft- ir tvö töp og tvö jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Þýska Búndeslígan: Forskot Bremen minnkar ROQUE SANTA CRUZ Skoraði sigurmark Bayern München í gær. hvað?hvar?hvenær? 23 24 25 26 27 28 29 APRÍL Mánudagur  15.00 Ensku mörkin á Stöð 2. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar.  16.40 Helgarsportið á RÚV.  16.50 NBA á Sýn. Útsending frá leik Houston og LA Lakers.  18.30 Ensku mörkin á Sýn. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar.  19.25 Spænsku mörkin á Sýn. Mörkin í 34. umferð spænsku knattspyrnunnar.  20.15 Enski boltinn á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Ensku mörkin á Sýn. Öll mörkin úr leikjum helgarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.