Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 24
24 26. apríl 2004 MÁNUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli Málþing um samstarf kennara og foreldra Fimmtudaginn 29. apríl kl. 13:00-16:00 verður haldið málþing um samstarf heimilis og skóla, foreldra og kennara í Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð. Markmið málþingsins er að efla og styrkja samvinnu foreldra og kennara og auka skilning á mikilvægi samstarfsins um barnið. Á málþinginu verða erindi um ýmsar hliðar samastarfs kennara og foreldra, þá verður boðið upp á málstofur og örnámskeið með hagnýtum lausnum og að lokum samantekt á helstu viðfangsefnum málþingsins Þátttaka er ókeypis en skráning nauðsynleg fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 28. apríl á simennt@khi.is eða í síma 563 3980. Heimili og skóli, Samfok, Kennarasamband Íslands, Menntamálaráðuneytið, Símenntunarstofnun KHÍ, Sjá dagskrá á www.khi.is Fólk sem hefur farið á námskeiðtil hennar fer aftur og aftur,“ segir Monika Abendroth, ein þeirra sem skipuleggur komu andlega leiðbeinandans Gloriu Karpinski hingað til lands. „Þetta er sjöunda skiptið sem hún kemur og heldur námskeið en hún er mikill kennari á andlegum svið- um. Hún er að kenna okkur að komast í jafnvægi í andlegu lífi. Við þurfum að lifa í sátt og sam- lyndi við efnisheiminn en ekki gleyma að við erum líka andlegar verur.“ Sjálf segist Monika hafa þrisv- ar farið á námskeið Gloriu og upplifað hvað hún hefur mikil áhrif og að hún hafi fundið fyrir breyttum lífsviðhorfum eftir námskeiðið. „Frá því ég var barn hef ég spurt hver tilgangurinn væri með þessu lífi og eftir að ég óx úr grasi hélt ég áfram að spyrja. Ég var líka skyggn sem barn en spurði aldrei út í þá hæfileika mína. Ég gaf mér að allir upplifðu það að sjá ímyndir og finna fyrir orku,“ segir Gloria Karpinski. Í starfi sínu fór hún til Machu Pichu í Perú og segist hafa uppgötvað þar í fyrsta skipti að hún gat stjórnað skyggnigáfu sinni. „Það eru nokkrir staðir í heiminum eins og Machu Pichu, þar sem orkan kem- ur saman og munurinn milli þess sem við sjáum og sjáum ekki er lítill. Annar slíkur staður er Snæ- fellsnes. Ég held að það sé ein af orkustöðvum jarðar.“ Gloria mun halda fyrirlestur í Gerðubergi, miðvikudaginn 5. maí en mun svo halda helgarnámskeið, 7.-9. maí og 15.-16. maí. „Seinna námskeiðið er til að hjálpa okkur að læra að kalla fram það stóra og sterka í okkur, hvað sem gengur á,“ segir Monika. ■ Jói, drengurinn minn... ég er með stórkostlegar fréttir! Nú? Haltu þér fast! Günther og ég ætlum að gifta okkur næstu helgi! Og góðu fréttirnar eru...? KYSS KYSSI KJAMMS Ég er SVO hamingjusöm! Zonurzæll! Afsakið meðan ég æli! Getur þetta gengið vel? Hæpið! Andlegt líf MONIKA ABENDROTH ■ Bíður spennt eftir komu andlega leiðbeinandans Gloriu Karpinski til landsins. Jafnvægi hins andlega lífs MONIKA ABENDROTH Ein þeirra sem skipuleggur komu andlega leiðbeinandans Gloriu Karpinski til Íslands í maí. Hægt er að fá frekari upp- lýsingar í síma 866 3516 og 899 0378. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R JÓ N AS SO N Bíófrasinn DR. NO James Bond: Don’t worry. I’m not supposed to be here either. Honey Ryder: Are you looking for shells too? James Bond: No, I’m just looking. Og hvaða karlmaður myndi ekki gera það í návist Ursulu Andress? Frægar setningar úr frægri senu fyrstu James Bond myndarinnar Dr. No frá 1962.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.