Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 25
Ég væri að ljúga ef ég myndisegja að mér hafi fallið við þessa plötu strax. Ef ég hefði skrifað þessa umsögn þremur hlustunum fyrr, eins og ég var næstum búinn að gera, hefði ég ekki verið jafn jákvæður. Núna veit ég að þetta er hár- rétt plata til þess að byrja sum- arið á. Lagasmíðarnar eru svo blygðunarlausar í hamingju sinni að það er auðvelt fyrir svona dómharða fýlupúka eins og mig að setja upp vegg og ákveða að þetta sé allt tilgerð. Þetta er þægileg tónlist, með einföldum útsetningum, byggð utan um kassagítarinn. Minnir þó nokkuð á Belle and Sebastian en þótt ótrúlegt megi virðast er léttara yfir The Shins. Hér er því ekki á ferð lágstemmd tón- list í moll með textum sem tappa af angist sálarinnar. Sólin er hátt á lofti. Eftir fjórar umferðir gat ég ekki logið að sjálfum mér leng- ur. Ég var byrjaður að syngja með og hefði verið líklegur til þess að valhoppa á leið minni úr strætó í vinnuna með þessa tón- list í eyrunum. Langaði til þess... veit ekki af hverju ég lét bara ekki vaða. Mæli sérstaklega með lögun- um Young Pilgrims og Saint Pil- grim. The Shins skipar sér svo í hóp þeirra sveita sem vanda textasmíðar. Þær eru hispurslausar og léttar, eins og tónlistin sjálf, en fullar af heimspeki og vangaveltum. Rás 2 ætti að vera með þessa plötu á repeat, svona til þess að koma ykkur í sama blómlega sumarskapið og ég er í. Þið eigið það skilið, elskurnar mínar, sama hvernig þið hafið hagað ykkur. Birgir Örn Steinarsson 25MÁNUDAGUR 26. apríl 2004 w w w. l e t t o g l a ggo t t . i s w ww. l e t t og l a ggo t t . i s w ww. l e t tog l a g got t . i s ww w. l e t t o g l a g go t t . i s ww w. le t t o g la gg ot t. is ww w. let tog lagg ott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is VILTU VINNA FERÐ TIL ÍTALÍU? ...og þá kom sumarið Umfjölluntónlist THE SHINS: Chutes Too Narrow Poppstórstirnið Mich-ael Jackson mun mæta fyrir rétt í vikunni þar sem honum verður gefinn kostur á að gera grein fyrir sinni hlið mála. Fáir búast við öðru en að Jackson muni við þetta tækifæri lýsa sig saklausan af öllum ákærum um að hafa misnotað börn kynferðislega en dómstóll í Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að nægar sannanir lægju fyrir til þess að höfða mál á hendur söngvar- anum. Hann hefur farið þess á leit við fjölmiðla að þeir hlífi sér og fjölskyldu sinni á meðan málareksturinn stendur yfir og því hefur hann sett fram þessa frómu ósk á heimasíðu sinni: „Það sveima þyrlur yfir heim- ili mínu, fréttamenn sitja um mig og ljósmyndarar læðast um í runnunum umhverfis húsið mitt.“ Hann bætir því svo við að allur málatilbúningurinn á hendur sér sé „ein stór lygi“ til þess að hafa af sér fé og biður fjölmiðla vinsamlegast um að „virða friðhelgi einkalífs“ hans og barna hans. „Ég yrði ykkur mjög þakklátur fyrir þá samvinnu.“ Jackson dvelur nú í Flórída en hann var tek- inn höndum í nóvember eftir að foreldrar 12 ára drengs sökuðu hann um að hafa misnotað drenginn á Neverland búgarðinum þar sem Jackson hefur um árabil boðið börnum að dvelja hjá sér. Mikil leynd hvílir yfir ákærugögnum og saksóknari í Santa Barbara hefur reynt að stöðva alla leka til fjölmiðla og því er í raun lítið vitað um það hvað bíður Jacksons þeg- ar hann gengur í réttarsalinn. Leyndin er vitaskuld ekki vel séð af fjölmiðlum en fulltrúar þeirra, sem og lögmenn Jacksons, fóru þess á leit við ákæruvaldið á föstudaginn að strangri þagnarskyldu á starfsmenn dómstóla yrði aflétt. „Þetta bann kemur í veg fyrir að þeir sem hafa mesta þekkingu á þessu sakamáli geti fjallað um það á sem bestan hátt og veitt almenn- ingi, sem hefur mikinn áhuga á málinu, eðlilegar upplýsingar. Þarna hefur verið skrúfað fyrir bestu heimildirnar og réttustu upplýsingarnar sem er orðið tímabært að verði gerðar opin- berar,“ sagði í yfirlýsingu frá lögmönnum fjölmiðlanna. ■ Nú bjóðum við viðskiptavinum okkar að vera með tryggingar* og bankaþjónustu á sama stað. Kynntu þér kosti Vildar í síma 440 4000, í næsta útibúi Íslandsbanka eða á isb.is. *Vátryggjandi er Sjóvá-Almennar. MICHAEL JACKSON Á ekki sjö dagana sæla þar sem hann dvelur á Flórída og bíður þess að koma fyrir dóm- ara. Hann hefur farið þess á leit við fjölmiðla að þeir virði frið- helgi hans og fjölskyldu hans á meðan málaferlin standa yfir. ■ Fólk Jackson biður um frið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.