Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 26. apríl 2004 Pondus 29 ELIZABETH HURLEY Mætti til söfnunarkvöldverðar fræga fólks- ins fyrir krabbameinsrannsóknum um borð í skemmtiferðaskipinu Queen Mary 2 á laugardagskvöld. Gamli jaxlinn David Carradineer leikstjóranum Quentin Tar- antino afar þakklátur fyrir hlut- verkið sem hann fékk hann til að leika í Kill Bill en myndin virðist ætla að blása nýju lífi í staðnaðan feril leikarans sem sjálfsagt er þekktastur fyrir leik sinn í sjón- varpsþáttunum Kung Fu. Þessi 67 ára gamli leikari er því kominn í hóp með John Travolta. Pam Grier og Robert Forster sem öll hafa sýnt snilldartakta í Tar- antino myndum og fengið meira að gera fyrir vikið. „Quentin er frægur fyrir að finna leikara á hliðarlínunni, kippa þeim inn á og koma þeim aftur á fremstu línu í bransanum. Það er svalt en það sem meira er hann breytir þessu fólki og það gerði hann fyrir mig. Hann losaði mig undan ákveðn- um hömlum sem leikari. Svo skemmti ég mér líka konunglega. Það er óhætt að segja að per-sónur Umu Thurman og Daryl Hannah í Kill Bill hatist og andrúmsloftið milli leikkvenn- anna virðist vera litlu skárra. Þess var því gætt sérstaklega að þær hefðu herbergi hvor í sínumenda hótelsins sem þær dvöldu á þegar þær komu til borgarinnar til að vera viðstaddar frumsýningu myndarinnar. Samkvæmt Daily Star mega þær stöllur ekki sjást án þess að hvæsa hvor á aðra og gera sig líklegar til að endurtaka leikinn sem þær sýndu í eftir- minnilegasta slagsmálaatriði síð- ari tíma í Kill Bill Vol. 2. „Hótelið fékk skýr skila- boð um það að Uma og Daryl mættu ekki vera með her- bergi á sama gangi vegna þess að þá gæti allt gerst.“ Meinarðu þetta? Ætlarðu í alvörunni að giftast þessari keilukúlu með gleraugu? Þessum litla ljóta súrkálsálfi sem á heima á viðrinasýningu í sirkus? Jói... Günther vill spyrja þig að dálitlu! Viltu vera svaramaðurinn minn? Ókei! Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.