Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 30
Svavar Gestsson, sendiherra íSvíþjóð, er í heilmiklu stuði og vinnur meðal annars að ævisögu sinni auk þess sem hann ræktar íslenska menningu í Svíaríki auk hefðbundinna sendiherrastarfa. Íslenskar bókmenntir hafa verið ofarlega á blaði hjá sendiherran- um en hann sinnir öðrum list- greinum og fær til að mynda Askenasí í heimsókn í maí og frá og með sumardeginum fyrsta verða þrjár myndir Georgs Guðna sérstaklega til sýnis í sendiherrabústaðnum. Hrósið 30 26. apríl 2004 MÁNUDAGUR ... fær Þórólfur Árnason borgar- stjóri fyrir að sýna gott fordæmi og hefja vorhreingerningu í Reykjavík. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Sigrún Bender Sören Gade Davíð Þór Björgvinsson Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝ SENDING SILKIJAKKAR - SILKIBUXUR Gullbrá Nóatún 17. S. 562-4217 Velúr gallar, sloppar og bolir VORÚTSALA ÚT VIKUNA 30% – 70% afsláttur! Flestir kannast við tannrétt-ingaspangir eða „teina“ eins og svo margir kalla tækin sem notuð eru til að rétta tennur. Hing- að til hafa tannréttingatækin ver- ið fest framan á tennurnar og óneitanlega eru sumir einstak- lingar viðkvæmir fyrir því að láta spangirnar sjást, sem þær vissu- lega gera þegar þær eru framan á tönnunum. Nú stendur til boða ný lausn sem eru spangir á bakhlið tann- anna. Gísli Vilhjálmsson er sér- fræðingur í tannréttingum og hef- ur hann nýverið lokið námskeiði í að framkvæma tannréttingameð- ferð með slíkum tækjum. „Tæknin er ekki ný af nálinni og þróun hennar byrjaði fyrir ein- um 10-15 árum síðan. Notaðar hafa verið fleiri en ein aðferð en sú sem ég nota er sameinuð úr tveimur aðferðum og við það hef- ur tekist að gera aðgerðina ein- faldari og auðveldari bæði fyrir sjúkling og lækni. Fyrsti sjúkling- urinn er að hefja meðferð en taka verður fram að þessi tannrétt- ingaaðferð með tækjum á bakhlið tanna er flóknari og dýrari val- kostur en hefðbundin tannrétting. Meðferðin hentar ekki öllum og henni fylgja töluverðar aukaverk- anir í byrjun, sérstaklega óþæg- indi í tungu og talerfiðleikar, en fyrir þá sem hafa áhuga á að fá tennur sínar réttar án þess að all- ir „sjái“ er þó bent á þennan val- möguleika.“ Gísli segist ekki eiga von á mikilli aukningu í viðskiptum vegna þessa og ástæðuna fyrir því að hann sé að standa í þessu segir hann stafa fyrst og fremst af metnaði; hann líti á þetta sem áskorun og ekki síst ánægju við að fást við nýja hluti. „Sem stendur erum við tveir sem ég veit að hafa kynnt sér þetta og ætla að bjóða upp á þjónustuna, ég og kollegi minn Árni Þórðarson. Tíminn einn á eftir að leiða í ljós hvort fólk komi til með að nýta sér þennan möguleika í auknum mæli.“ ■ Sýningu Ólafs Elíassonar, FrostActivity í Hafnarhúsinu, lauk í gær. Sýningin var, eins og flestir vita, hin glæsilegasta og um- fangsmikil eftir því og safnið verð- ur því lokað frá mánudeginum 26. apríl til 15. maí á meðan sýningin verður tekin niður. Safnið opnar síðan á ný með útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands. Áföstudaginn höfðu rétt tæp-lega 3000 manns skrifað und- ir netáskorun til að fá Paul McCartney hingað til tónleika- halds. Miðað við umstang McCartney er ljóst að hann þyrfti töluvert fleiri en það til þess að ferðin myndi borga sig. Piltarnir sem standa fyrir áskoruninni segjast vera í góðu sambandi við gítarleikara Paul en sá lofar því að reyna þrýsta á Bítil- inn ríka að leggja leið sína hingað skrifi nægilega margir und- ir. Nú er bara spurning um hvað honum finnist vera dágóð- ur fjöldi. Viljið þið leggja ykkar af mörkum er það enn hægt á www.paulisland.tk. Lárétt: 1 lýsisdreggjar, 5 í jörðu, 6 gyltu, 7 kind, 8 tangi, 9 eldsneyti, 10 tónn, 12 umræða, 13 rödd, 15 sólguð, 16 tæp, 18 sver. Lóðrétt: 1 nágranni, 2 stilltur, 3 stefna, 4 stórveldi, 6 saknæmar, 8 nytsemi, 11 fæða, 14 tíu, 17 eitt þúsund og einn. Lausn. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1grút, 5rót,6sú,7ær, 8nes,9koks,10 la,12tal,13alt,15ra,16naum,18gild. Lóðrétt: 1grænland, 2rór, 3út,4rússland, 6sekar, 8not,11ala,14tug,17mi. GÍSLI VILHJÁLMSSON Hefur sameinað tvær aðferðir í tannréttingum sem létta bæði lækni og sjúklingi lífið. Tímamót ÓSÝNILEGAR TANNRÉTTINGAR ■ Nýjung á sviði tannréttinga FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N Tannlæknirinn sem lætur teinana hverfa Fréttiraf fólki Pondus PANIKK!! Ég er með deit á morgun og ég er fátækari en Gandhi! Ég get í mesta lagi boðið henni hálfa súpu! Ég gæti líka bara verið heiðar- legur og beðið hana að hjálpa mér að safna nokkrum dósum fyrst! Já, stelpur fíla heiðarleika! Ef heiðarleikinn er að maður sé ríkur! Það gæti gengið! En fyrst þú hefur ekki efni á að gera neitt með hanafæ ég ekki símanúmerið hennar hjá þér? Þú verður þá að velja milli mín eða hennar! Hvað meinarðu? Ég er með númerið þitt! Ég gæti líka sagt: „Ég pantaði borð klukkan níu, þannig að við höfum alveg tíma til að skreppa á rannsóknarstofu og láta prófa á okkur nokkur ný lyf til að redda pening!“ Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.