Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.04.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Kim Il-Sung norðursins SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Númer eitt, hvernig t‡pa ertu? fiegar flú hefur vali› draumabílinn a›sto›ar Glitnir flig vi› a› eignast hann e›a leigja. fia› hefur aldrei veri› au›veldara fyrir einstaklinga og rekstrara›ila a› vera á rétta bílnum. Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn fiú velur flá fjármögnunarlei› sem flér hentar best Vi› bjó›um hagkvæm kjör fiú ræ›ur hvar flú tryggir Ábyrg›armenn alla jafna óflarfir Einfalt, fljótlegt og flægilegt Bílalán - Bílasamningur - Einkaleiga - Rekstrarleiga  –hlut i af Ís landsbanka K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 Sem betur fer grunar þjóðina ekkihvað hún er lánsöm að ég skuli ekki vera forsætisráðherra. Okkar á milli sagt á ég nefnilega til að vera dáldið dyntóttur. Ég fæ stundum frekjuköst og svo get ég verið bæði fljótfær og tillitslaus. Að ekki sé minnst á stjórnleysið og geðvonsk- una. EF ÉG VÆRI forsætisráðherra gæti það alveg dottið í mig einn góð- an veðurdag að heimta að Alþingi setti lög sem bönnuðu þjóðinni að kaupa áskrift að fleiri en einum fjöl- miðli, eða eiga fleiri en einn bíl eða eina húseign á mann, ellegar fara oft- ar í sund en tvisvar í viku, eða drekka appelsín á miðvikudögum. Mér gæti alveg dottið í hug að banna konum að eiga fleiri en 10 pör af skóm og feðgum að eiga saman fyrir- tæki, að banna hverjum skipstjóra að veiða fleiri en eina tegund af fiski, og fyrirskipa öllum nema lögreglunni og pizzusendlum að halda sig innanhúss eftir klukkan ellefu á kvöldin. MÉR GÆTI LÍKA dottið í hug að skipa menntamálaráðherra að gera vini míni að prófessorum við Háskól- ann - nema ef strákana langaði meira til að leika sér að Sjónvarpinu eða Kvikmyndasjóði - og kannski mundi ég sem barn míns tíma heimta að uppáhaldsfrænka mín væri gerð að dómara við Hæstarétt til að undir- strika mikilvægi jafnréttislaganna. Og svo mundi ég ábyggilega gera mér mannamun og neita að tala við aðra fjölmiðla en þá sem byðu mér í drottningarviðtal eftir pöntun og af- hentu mér heppilegar spurningar fyrirfram. Í STUTTU MÁLI sagt væri ég full- komlega óhæfur sem forsætisráð- herra vegna margvíslegra dynta og skapgerðarbresta sem kannski myndu ekki koma í ljós fyrr en um seinan eftir að ég hefði komið mér vel fyrir í embættinu og allir væru orðnir skíthræddir við mig, eins og nokkurs konar Kim Il-Sung norður- hjarans. Þess vegna er það huggun harmi gegn fyrir íslenska þjóð á þessu umhleypingasama vori að ég skuli ekki vera forsætisráðherra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.