Fréttablaðið - 29.04.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 29.04.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FIMMTUDAGUR TÆKIFÆRI SJÁVARÚTVEGSINS Sjávarútvegsráðuneytið og Útflutningsráð Íslands standa í dag fyrir ráðstefnu um útrásartækifæri sjávarútvegs. Ráðstefnan verður í Salnum í Kópavogi og hefst klukkan 13.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÚRKOMA VÍÐA UM LAND en það rofar heldur til síðdegis á vesturhelmingi landsins. Áfram tiltölulega milt. Sjá síðu 6 29. apríl 2004 – 116. tölublað – 4. árgangur ● ferðir ● matur ● tilboð Eldar magnaða kjötsúpu Elísabet Jökulsdóttir: ● 49 ára í dag Dregur net á afmælisdaginn Grétar Mar Jónsson: ▲ SÍÐA 26 VILJA AUKA HLERANIR Rúmlega helmingur lands- manna vill að heimildir lögreglu til símahlerana verði auknar, sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins. Staðfestir að fólk vill bregðast við harðari glæpum og alls konar óáran í þjóðfélaginu, segir dómsmálaráðherra. Sjá síðu 4 GILDISTÖKU FRESTAÐ Heilbrigðisráð- herra hefur frestað gildistöku viðmiðunarverð- skrár samheitalyfja um þrjá mánuði. Freista á þess að reyna að ná fram tilætluðum sparn- aði í samvinnu við lyfsala. Sjá síðu 6 ÞYRLULÆKNAR Formaður Sjómanna- sambandsins segist ekki trúa því að gæslu- þyrlurnar verði læknalausar. Þyrlulæknar segja það mikið hjartans mál að þjónustan haldist öflug. Sjá síðu 12 FÉKK SKILORÐ Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Framsýnar hlaut tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að misnota aðstöðu sína og stefna fé sjóðsins í stórfellda hættu. Skaðabótakröfu lífeyrissjóðsins var vísað frá dómi. Sjá síðu 14 53%66% ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 38 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 42 Sjónvarp 40 Lög um fjölmiðla: Heyra ef til vill undir ESA LÖGGJÖF Stjórnvöld þurfa ef til vill að tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, um fyrirhugaðar breytingar á lögum um fjölmiðla til að fá úr því skorið hvort þær brjóti gegn þeim skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta segir Hró- bjartur Jónatansson hæstaréttar- lögmaður en tekur fram að sjálfur hafi hann ekki tekið afstöðu til þess hvort þess sé þörf. „Við erum skuldbundin öðrum þjóðum um að viðhafa frelsi í við- skiptum,“ segir Hróbjartur. Séu gerðar breytingar á stöðlum og reglugerðum sem varða við- skiptahindranir þurfi að tilkynna það til ESA, sem kanni þá málið og komist að niðurstöðu um hvort breytingarnar standist ákvæði EES-samningsins. ■ Íslenska landsliðið: Markalaust í Lettlandi FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði markalaust jafntefli við það lettneska í vin- áttulandsleik í Ríga í gærkvöld. Íslenska landsliðið spilaði vel í leiknum og átti í fullu tré við Lettana, sem eru á leiðinni á EM í Portúgal. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að leikurinn hefði verið mikil breyting til batn- aðar frá leiknum gegn Albaníu fyrir mánuði síðan. sjá nánar síðu 33 Fjölmiðlaskýrslan á Alþingi: Hvergi meiri samþjöppun ALÞINGI „Íslenskur fjölmiðlamark- aður ber augljós einkenni sam- þjöppunar. Eitt fyrirtæki sem jafn- framt er eitt um- svifamesta fyrir- tæki í íslensku viðskiptalífi, og á hagsmuna að gæta á fjölmörg- um sviðum, hefur á skömmum tíma náð undir sig stærstum hluta af íslenska fjöl- miðlamarkaðn- um,“ sagði menntamálaráðherra þegar hún flutti skýrslu um eignar- hald á fjölmiðlum á Alþingi í gær. Snörp orðaskipti urðu milli stjórnar og stjórnarandstöðu um skýrsluna og fjölmiðlafrumvarp forsætisráðherra. Stjórnarand- staðan sagði skýrsluna vandaða en frumvarp forsætisráðherra vont. Það fæli í sér alvarlegt inn- grip í atvinnulífið og stæðist ekki þær kröfur sem gerðar væru til lagasetningar í nútímaþjóðfélagi. sjá nánar síður 8 og 10 LÍF OG FJÖR Í NAUTHÓLSVÍK Þessar ungu stúlkur voru glaðbeittar í góða veðrinu í Nauthólsvík í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands ætti að stytta upp sunnan- og vestanlands síðdegis en aftur má búast við rigningu á morgun. Um helgina verður svip- aður hiti um allt land og verið hefur síðustu daga. Sennilega verður væta norðan- og austanlands en ágætis veður fyrir sunnan og vest- an. Þá má búast við kólnandi veðri á þriðjudag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M RANNSÓKN Rannsókn efnahags- brotadeildar lögreglunnar á meintum brotum stjórnenda Baugs teygði sig til Lúxemborgar í gær. Lögreglumenn fóru í starf- stöð Kaupþings til að sækja upp- lýsingar varðandi reikninga í eigu Baugs, fyrirtækja í eigu félagsins og tengdra aðila. Rannsóknin í Lúxemborg er liður í rannsókn sem hófst 28. ágúst 2002 með hús- leit efnahagsbrotadeildar Ríkis- lögreglustjóra í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra, vildi ekki tjá sig á nokkurn hátt um málið. Sama var uppi á teningnum þegar leitað var upplýsinga hjá lögregluyfir- völdum í Lúxemborg. Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs, segir að rannsóknin beinist helst að meintum brotum forsvarsmanna fyrirtækisins gegn félaginu. „Allir hlutaðeig- andi hafa staðfastlega neitað sak- argiftum. Þessi rannsókn hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár án þess að leitt hafi verið í ljós að brot hafi verið framin.“ Hreinn segir Baug Group hafa veitt allar þær upplýs- ingar og aðstoð sem óskað hafi verið eftir. Hann segir væntan- lega verið að sannreyna þau gögn með lögregluheimsókn ytra. Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður KB banka, staðfesti að farið hefði verið fram á gögn. „Það er ekki óþekkt þar sem við störfum að yfirvöld fari fram á upplýsingar um einstök við- skipti eða viðskiptamenn. Að sjálfsögðu veitir bankinn þar til bærum yfirvöldum þær upplýs- ingar sem farið er fram á.“ Hreinn Loftsson segir í yfirlýs- ingu frá Baugi að félagið vænti þess að látlausum árásum af þessu tagi fari að linna, þannig að fyrirtækið fái starfsfrið. Hann segir fyrirtækið ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. haflidi@frettabladid.is Gögn sótt til Lúxemborgar Ríkislögreglustjóri leitaði til lögreglu í Lúxemborg til að sækja gögn um viðskipti Baugs hjá Kaupþingi þar í landi. Stjórnarformaður Baugs segir fyrirtækið hafa veitt lögreglu allar upplýsingar sem beðið hafi verið um. RANNSÓKN Í GANGI Rannsókn lögreglu á meintum brotum forsvarsmanna Baugs gagnvart félaginu hefur staðið hátt á annað ár. Lögreglan í Lúxemborg sótti gögn í málinu í gær. Í nóvember sóttu starfs- menn Skattrannsóknarstjóra gögn í höfuðstöðvar Baugs og Gaums eftir ábendingu lögreglu. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNN- ARSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.