Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 4
4 29. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Á að afnema afnotagjöld Ríkisútvarpsins? Spurning dagsins í dag: Var frammistaða íslenska fótbolta- landsliðsins gegn Lettum viðunandi? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 14% 86% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is ■ Lögreglufréttir Samingar FÍA og Icelandair: Hlé gert á viðræðum KJARASAMNINGAR Hlé hefur verið gert á kjarasamningaviðræðum Félags íslenskra atvinnuflug- manna og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair. Síðasti kjara- samningur rann út 15. september í fyrra en var framlengdur til 15. mars. Hægt hefur þokast í við- ræðum síðustu daga. Viðræðun- um var vísað til Ríkissáttasemj- ara á mánudag en hlé var gert á þriðjudagskvöld. Samninganefndarmenn FÍA segja mikið bera í milli en sátta- semjari hefur boðað deiluaðila til fundar næstkomandi mánudag. Samninganefnd Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna hefur mælst til þess við flugmenn Icelandair að þeir virði kjara- samninga í hvívetna og að menn vinni ekki á frídögum. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagðist ekki búast við að flugáætlun félagsins raskaðist vegna tilmælanna. ■ Meirihlutinn vill auka heimildir til hlerana Rúmlega helmingur landsmanna vill að heimildir lögreglu til símahlerana verði auknar sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins. Staðfestir að fólk vill bregðast við harðari glæpum og alls konar óáran í þjóðfélaginu segir dómsmálaráðherra. KÖNNUN „Þetta kemur mér ekki á óvart því tillagan er flutt á grund- velli þeirra athugana sem við höf- um gert hér á stöðunni og nauðsyn þess að bregðast við harðari glæp- um og alls konar óáran í þjóðfélag- inu. Ég tel að niðurstaðan sé í sam- ræmi við það sem fólk vill. Að tekið sé á þessum málum af festu og með skipulögðum hætti,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um niðurstöður könnunar Fréttablaðs- ins um hvort auka eigi heimildir lögreglu til símahlerana. Samkvæmt frumvarpi dóms- málaráðherra um breytingar á með- ferð opinberra mála er meðal ann- ars lagt til að handhafi ákæruvalds, það er ríkissaksóknari, lögreglu- stjóri eða ríkislögreglustjóri, geti ákveðið að símhlustun hefjist án dómsúrskurðar. Þetta á við ef brýn hætta er talin á að bið eftir dóms- úrskurði valdi sakarspjöllum við rannsókn máls. Bera þarf slíka ákvörðun undir dómara innan sólarhrings frá ákvörðuninni. Gert er ráð fyrir að dómari sendi dómsmálaráðherra til- kynningu, komist hann að þeirri nið- urstöðu að símhlerunin hafi ekki verið heimil. Tilgangur ákvæðisins er að upplýsingar um þetta safnist á einn stað þannig að unnt sé að hafa eftirlit með því að þessi undantekn- ingarheimild sé ekki misnotuð. Samkvæmt niðurstöðum könn- unar Fréttablaðsins er meirihluti landsmanna fylgjandi þessari breytingu. Tæplega 43% sögðust því fylgj- andi að heimildir lögreglu til síma- hlerana verði auknar, rúm 37% sögðust andvíg, 17,4% sögðust óákveðin og 2,6% neituðu að svara. Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem afstöðu tóku segjast tæplega 54% fylgjandi auknum heimildum til hlerana en rúm 46% andvíg. Stuðningurinn við rýmri heim- ildir lögreglu til símhlerana er held- ur meiri á landsbyggðinni en í þétt- býli. Rúmlega 63% landsbyggðar- manna eru fylgjandi auknum heim- ildum en 47% íbúa í þéttbýli. Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu karla og kvenna. Í könnun Fréttablaðsins var spurt; ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að heimildir lögreglu til síma- hlerana verði auknar? 800 manns voru spurðir og tóku 80% afstöðu til spurningarinnar. the@frettabladid.is SKRIÐDREKAR Í FALLUJAH Andspyrnan í Írak er meiri en Bandaríkja- her gerði ráð fyrir. Bandaríkjaher í Írak: Þarf fleiri skriðdreka WASHINGTON, AP Harkan í bardög- um í Írak er það mikil að Banda- ríkjaher hefur óskað eftir því að fleiri skriðdrekar og þung bryn- varin farartæki verði send til landsins. Þannig vonast yfirmenn hersins til að veita hermönnum sínum meiri vernd gegn and- spyrnumönnum. Það sem af er þessum mánuði hafa jafn margir bandarískir hermenn fallið og í tveggja mánaða langri innrásinni á síðasta ári. Þegar nýjar hersveitir voru sendar til Íraks til að leysa innrás- arherinn af hólmi fluttu þær létt farartæki með sér. Þau hafa veitt hermönnum litla vernd og engu breytt að brynvörn þeirra hafi verið aukin. ■ Íslensk fjölskylda í skugga hryðjuverka – hefur þú séð DV í dag? STOKKHÓLMUR, AP Sænskir þing- menn höfnuðu frumvarpi ríkis- stjórnarinnar sem hefði sett skorður við rétti ríkisborgara átta nýrra aðildarríkja Evrópusam- bandsins til atvinnuleyfis í Sví- þjóð. Þar með munu ríkisborgarar allra nýju aðildarríkjanna njóta sömu réttinda í Svíþjóð og íbúar núverandi aðildarríkja þegar Evr- ópusambandið stækkar til austurs á laugardag. Stjórn jafnaðarmanna óttað- ist að fjöldi fátækra Austur-Evr- ópubúa kynni að sækjast eftir vinnu í landinu eftir stækkunina til austurs og misnota eða þrengja að velferðarkerfinu. Því lagði hún fram frumvarp um takmarkanir á atvinnu- og dval- arleyfum. Stjórnarandstæðing- ar lögðust gegn frumvarpinu, einnig þeir sem eru fylgjandi hömlum en töldu of langt gengið í frumvarpi stjórnarinnar. Barbro Holmberg, ráðherra innflytjendamála, sagði ríkis- stjórnina myndu skoða nýjar leið- ir til að hamla fólksflutningum frá nýju aðildarríkjunum ef vanda- mál risu upp í kjölfar stækkunar Evrópusambandsins. ■ FÓLKSBÍLL VALT Á MALARVEGI Lítill fólksbíll fór út af og valt á malarvegi við Skriðuvatn í Skrið- dal. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á heilsu- gæslustöðina á Egilsstöðum með sjúkrabíl. Meiðsl hans reyndust þó ekki alvarleg og var hann út- skrifaður að lokinni rannsókn. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er talið er að ökumaðurinn hafi missti stjórn á bílnum í lausamöl. ENN ÓSAMIÐ VIÐ FLUGMENN Talsmaður Icelandair býst ekki við að flug- áætlanir félagsins raskist þrátt fyrir tilmæli samninganefndar flugmanna um að vinna ekki á frídögum. Hlé hefur verið gert á kjaraviðræðum flugmanna hjá Icelandair og Samtaka atvinnulífsins. Besti bílaframleiðandinn: Skoda hlaut silfur KÖNNUN Skoda hlaut silfurverðlaun sem næstbesti bílaframleiðandinn í könnun JD Power í Bretlandi á ánægju bíleigendanna. Fyrsta sætið hlaut Lexus, sem árum saman hefur tekið þátt í könnuninni með þeim glæsta árangri að hafa alltaf náð efsta sæti bílasmiða. Haft var eftir forstjóra Evrópu- deildar hjá JD Power að velgengni Skoda í skoðanakönnuninni kæmi mörgum á óvart þegar litið væri til ímyndar merkisins fyrir um tíu árum síðan. Alls voru 120 gerðir bíla metnar í ár og náði könnunin frá minnstu borgarbílum upp í stærstu og flottustu lúxusbíla. ■ Á FERLI Í LJUBLJANA Flest ríki Evrópusambandsins takmarka atvinnu- og búsetuleyfi þegna þeirra ríkja sem ganga í Evrópusambandið á laugardag. Engar takmarkanir á atvinnuréttindum íbúa nýju aðildarríkjanna: Höfnuðu hömlum stjórnarinnar KEMUR EKKI Á ÓVART Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir niðurstöður könnunar Fréttablaðsins staðfesta nauðsyn þess að bregðast við harðari glæpum og alls konar óáran í þjóðfélaginu. Fylgjandi 42,9% Fylgjandi 37,1% Fylgjandi 53,6% Óákveðin 17,4% Svara ekki 2,6% Andvíg(ur) 46,4% SPURT VAR Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að heim- ildir lögreglu til símhlerana verði auknar? ÞEIR SEM TÓKU AFSTÖÐU Rúmlega helmingur er fylgjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.