Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 8
8 29. apríl 2004 FIMMTUDAGUR HJÁLPSAMAR ÓEIRÐARLÖGGUR Óeirðarlöggurnar sem sinntu öryggisgæslu þar sem haldin var evrópsk efnahagsráð- stefna í Póllandi virtust hafa meiri áhuga á fuglalífinu en öðru sem gerðist í nágrenn- inu. Hér halda tveir lögreglumenn um fæt- ur þess þriðja sem freistar þess að bjarga öndum úr ræsi sem þær festust í. Sjálfstæðisflokkurinn um fjölmiðlaskýrslu: Óljós afstaða Samfylkingarinnar ALÞINGI Árni Mathiesen sjávarút- vegsráðherra sagðist á Alþingi í gær ekkert skilja í afstöðu Samfylk- ingarinnar til skýrslu fjölmiðla- nefndar um eignarhald á fjölmiðl- um. Hún væri óljós og engan veginn í takt við þá niðurstöðu nefndarinn- ar að tryggja verði fjölbreytni á fjölmiðlamarkaðnum. Árni taldi Samfylkinguna ekkert vilja gera til þess að breyta þeirri stöðu sem upp væri komin á markaðnum og væri bara með málamyndartillögur. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra lagði áherslu á mikilvægi þess að setja lög um umgjörð fjöl- miðla, en ekki innra starf fjöl- miðla, eins og Samfylkingin telur æskilegt. Setja yrði reglur um eignarhald og um það hvernig að þeim hlutum væri staðið. „Þetta er nauðsynlegt til þess að treysta fjölbreytni á fjölmiðla- markaðnum. Samfylkingin vill að farið sé inn á ritstjórnir blaðanna og höfð afskipti af því hvernig samskiptum blaðamanna og rit- stjóra, og ritstjóra og eigenda er háttað. Þarna eru alveg gjörólíkir heimar. Ég sem gamall blaðamað- ur tel að við eigum frekar að líta á eignarumgjörðina og þá þætti sem varða eignarhaldið, heldur en að vera með löggjöf eða íhlutun opinberra aðila inn í starfið,“ sagði Björn. ■ Vönduð skýrsla en lélegt frumvarp Stjórnarandstaðan gagnrýnir fjölmiðlafrumvarp forsætisráðherra. Samfylkingin segir frum- varpið geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölmiðlastarfsemi hér á landi. ALÞINGI „Skýrslan er vönduð og ít- arleg og í henni koma fram margar góðar hugmyndir sem myndu bæta verulega starfsumhverfi fjölmiðla hér á landi,“ sagði stjórnarandstað- an í umræðum um skýrslu fjöl- miðlanefndar menntamálaráð- herra sem rætt var um á Alþingi í gær. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, sagði að á grundvelli hennar hefði verið hægt að setja góð lög, en gagnrýndi að í frumvarpi forsætisráðherra um eignarhald á fjölmiðlum væri margt sem ekki væri að finna í skýrslunni. Hann benti á að skýrsluhöfundar hefðu varað við afturvirkni laga og teldu að álita- mál gætu risið varðandi atvinnu- frelsisákvæði og eignarréttará- kvæði stjórnarskrárinnar. „Það liggur fyrir að miðað við frumvarpið þá þarf eitt tiltekið fyrirtæki, Norðurljós, að endur- skipuleggja sig með þungbærum og kostnaðarsömum hætti og það dylst engum að í þessu tilviki eru lögin afturvirk,“ sagði Össur. Bryndís Hlöðversdóttir, Sam- fylkingunni, sagði að ríkisstjórnin hefði samið ótrúlega lélegt frum- varp upp úr skýrslunni, án nokk- urs samráðs við þá sem starfa eða reka fjölmiðla. Því væri ætlað að tryggja meiri fjölbreytni í fjöl- miðlum, en afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar. „Þetta er illa undirbúið frum- varp og felur í sér alvarlegt inngrip í atvinnulífið. Það stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru til lagasetn- ingar í nútímaþjóðfélagi, vegna þess að það beinist alfarið gegn einu fyrirtæki. Tilefni frumvarpsins er óljóst og virðist helst að finna í op- inberri andúð forsætisráðherra á tilteknum aðilum í íslensku við- skiptalífi. Það er ekki tilefni að grípa til þeirra neyðarúrræða sem er að finna í frumvarpinu,“ sagði Bryndís. Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum, sagði önnur mál brýnni á þingi en fjölmiðlafrumvarpið, með- al annars það að opinbera fjármál stjórnmálaflokkanna, enda biði lok- að bókhald upp á spillingu. Hann sagði að þetta ætti að vera for- gangsverkefni. „Það liggur ekkert á að keyra fjölmiðlafrumvarpið í gegn. Það er mikilvægt að við gefum okkur góð- an tíma í að finna starfseminni eðli- lega umgjörð,“ sagði Sigurjón. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, sagði ljóst að Sjálfstæðis- flokkurinn væri að sveigja af þeirri braut sem hann hefði markað varð- andi málefni fjölmiðla. „Flokkurinn hefur hingað til ekki verið ákafur talsmaður hafta eða takmarkana á fjölmiðlamarkaði og öðrum mörkuðum. Mér þykir skýrslan vel unnin, en það ríkir ekki það neyðarástand í fjölmiðlum sem leiðir til þess að hraða þurfi laga- setningu,“ sagði hún. bryndis@frettabladid.is Grandi og HB: Gengið frá sameiningu SJÁVARÚTVEGUR Stjórnir Granda hf. og Haraldar Böðvarssonar hf. hafa ákveðið að sameina fyrirtækin í kjölfar kaupa Granda á HB. Nafn fé- lagsins breytist við þetta í HB Grandi og telst Grandi yfirtökufé- lag. Þegar við kaupin hófst vinna við samræmingu og hagræðingu við sameiningu fyrirtækjanna. Heildar- afli sameinaðs félags í botnfiski er tæp 56 þúsund tonn. Kvóti í uppsjáv- artegundum er 177 þúsund tonn. Stjórnendur HB fá forstjórastól- inn, en Sturlaugur Sturlaugsson verður forstjóri og forstjóri Granda, Kristján Þ. Davíðsson verð- ur aðstoðarforstjóri. ■ GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Við erum snöggir að umfelga VÖNDUÐ SKÝRSLA, VONT FRUMVARP Össur Skarphéðinsson og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjölmiðla- frumvarp forsætisráðherra harkalega. ÖNNUR MÁL BRÝNNI Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum, sagði til dæmis brýnna að opinbera fjár- mál stjórnmálaflokka. UMGJÖRÐIN MIKILVÆG Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði mikilvægt að líta á eignarumgjörð fjölmiðla í stað þess að hlutast til um innra starf þeirra. Átök í Fallujah: Ennþá barist ÍRAK, AP Bandaríkjamenn gerðu árásir úr lofti á andspyrnumenn í Fallujah í Írak í gær. Í gærdag var sprengjum varpað á bygg- ingar þar sem talið var að and- spyrnumenn hefðust við en eftir sólsetur flaug flugvél af Herculesgerð, vopnuð fjölda vélbyssa og fallbyssa, yfir borg- ina og skaut á stöðvar and- spyrnumanna. Barist var í þremur borgarhlutum hið minnsta í gær. George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði ástandið í borginni að mestu komið í eðlilegt lag þrátt fyrir bardaga. ■ ALÞINGI Árni Magnússon félags- málaráðherra sagði á Alþingi í gær að íslensk stjórnvöld hefðu með aðild sinni að alþjóðlegum mannréttindasáttmálum skuld- bundið sig til að stuðla að fjöl- breytni í fjölmiðlum. Eignarhald og eignatengsl á þessu sviði væru með þeim hætti að ástæða væri til að draga í efa að fjölbreytni í fjöl- miðlum væri nægilega tryggð. „Hér er um að ræða málefnaleg- ur forsendur fyrir lagasetningu og frumvarpið er í samræmi við þjóð- réttarlegar skuldbindingar”. Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að í fjölmiðlaskýrslunni væri lögð áhersla á mikilvægi þess að við- halda ríkisútvarpi og hún fagnaði yfirlýsingum stjórnvalda um af- nám afnotagjalda. „Ég tel mesta þörf á aðgerðum sem beinast að því að ríkið skil- greini leiðir til að tryggja viðeig- andi og örugga fjármögnun Ríkisút- varpsins til frambúðar. Um leið og sú löggjöf verður að veruleika þá tel ég að kanna eigi gaumgæfilega hvort ekki sé rétt að stíga skref í þá átt að draga Ríkisútvarpið út af aug- lýsingamarkaði. Ég tel rétt að huga að þeirri leið vegna óhjákvæmi- legra aðgerða til að sporna gegn samþjöppun á eignarhaldi á fjöl- miðlamarkaði. Með frumvarpi er stefnt að fjölbreytni og til þess að tryggja hana er nauðsynlegt að hlut- ast til um málefni fjölmiðla á einka- markaði og setja þeim að nokkru leyti þrengri skorður en þeir búa við nú,“ sagði Jónína. ■ Framsóknarmenn um fjölmiðlaskýrslu: RÚV af auglýsingamarkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.