Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 10
29. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Sjúkraflutningamenn við Kárahnjúka: Impregilo virðir ekki kjarasamninga LSS LANDSÞING Landssamband slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, krefst þess að sjúkraflutn- ingamenn sem starfa við Kára- hnjúkavirkjun verði starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands í stað ítalska verktakafyrirtækis- ins Impregilo. Fimm félagsmenn LSS starfa hjá Impregilo. Í yfirlýsingu frá LSS er bent á að sjúkraflutningamenn séu heil- brigðisstétt og því óskiljanlegt að þeim skuli gert að ráða sig hjá er- lendum verktaka á mun lakari kjörum en kveðið er á um í samn- ingum LSS. Vernharð Guðnason, formaður LSS, segir það óljóst eftir hvaða samningum Impregilo fari. „Við höfum sent þeim bréf þar sem við óskum eftir samn- ingaviðræðum fyrir hönd starfs- mannanna en því hefur ekki verið svarað,“ segir Vernharð. Hann bendir jafnframt á að vinnuum- hverfið við Kárahnjúka sé mjög erfitt og vaktirnar langar. Talsvert var fjallað um kjara- og réttindamál slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á ný- afstöðnu landsþingi LSS. Lögð var áhersla á að tímakaup og dánar- og örorkubætur slökkviliðsmanna í hlutastörfum yrðu hækkuð veru- lega við gerð næstu kjarasamn- inga. LSS ítrekaði andstöðu sína við nýleg lög um hlutastörf og hvatti til þess að BSRB léti reyna á þau fyrir Eftirlitsstofnun EFTA. ■ Nauðsynlegt að grípa til aðgerða Menntamálaráðherra segir það þjóðréttarlega skyldu stjórnvalda að bregð- ast við og afstýra vaxandi samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Ráðherra telur nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að tryggja lýðræðislega umræðu. ALÞINGI „Niðurstaða nefndarinnar er skýr. Íslenskur fjölmiðlamark- aður ber augljós einkenni sam- þjöppunar. Eitt fyrirtæki, sem jafnframt er eitt umsvifamesta fyrirtæki í íslensku viðskiptalífi og á hagsmuna að gæta á fjölmörg- um sviðum, hefur á skömmum tíma náð undir sig stærstum hluta af íslenska fjölmiðlamarkaðnum. Engin dæmi eru um slíkt í löndun- um í kringum okkur, hugsanlega vegna þess að þegar hafa verið settar reglur sem koma í veg fyrir það,“ sagði Þ o r g e r ð u r Katrín Gunnars- dóttir mennta- málaráðherra þegar hún flutti m u n n l e g a skýrslu um eign- arhald á fjöl- miðlum á Al- þingi í gær. Hún gerði þingheimi grein fyrir skýrslu fjölmiðlanefnd- ar menntamála- ráðherra og sagði það ekki tilviljun að hvort sem litið væri til Evrópu eða Bandaríkjanna teldu menn nauðsynlegt að sporna gegn þróun af því tagi sem orðið hefði á Íslandi. Ráðherra sagði að tryggja yrði eðlilegan rekstrargrundvöll fjölmiðla, en nauðsynlegt væri að bregðast við þeim aðstæðum sem staðið væri frammi fyrir. Sam- keppnislögin dygðu ekki í þeim efnum, heldur hefðu þau ein- göngu meðvirkandi áhrif. Tilmæli Evrópuráðsins kvæðu á um mikil- vægi þess að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlum og koma í veg fyrir samþjöppun á eignarhaldi og sam- kvæmt Mannréttindasáttmálan- um væri aðildarríkjum skylt að vernda, varðveita og stuðla að fjölbreytni í fjölmiðlum. „Nú þegar leggur þetta skyldur á herðar stjórnvalda um að bregð- ast við með afgerandi hætti og af- stýra vaxandi samþjöppun á fjöl- miðlamarkaði. Það er sannfæring mín að nauðsynlegt sé að grípa til viðeigandi aðgerða á grundvelli þeirrar skýrslu sem hér hefur verið kynnt. Ekki einungis vegna þeirra þjóðréttarlegu skuldbind- inga sem felast í tilmælum Evr- ópuráðsins, heldur vegna stöð- unnar á íslenskum fjölmiðlamark- aði og þeirra almennu hagsmuna sem snerta þetta mál allt,“ sagði Þorgerður Katrín. Menntamálaráðherra lagði áherslu á að það væri í þágu al- mannahagsmuna að fjölmiðlar væru sem óháðastir í störfum sín- um, þannig að ekki léki grunur á að ákvörðun um birtingu upplýs- inga og umfjöllun um einstök mál réðist af tengslum fjölmiðla og hagsmuna í samfélaginu. „Við verðum að þora að bregð- ast við þeirri samþjöppun sem orðið hefur á eignarhaldi fjöl- miðla, til að tryggja hér til fram- tíðar opna, frjálsa og lýðræðis- lega umræðu,“ sagði ráðherra. bryndis@frettabladid.is UPPGJÖR Fyrsti ársfjórðungur í rekstri Og Vodafone markar tímamót í sögu félagsins. Hagn- aður varð á tímabilinu upp á 52 milljónir króna. Þetta er fyrsti ársfjórðungur félagsins, sem áður hét Íslandssími, þar sem hagnaður er af starfseminni. Greiningardeildir bankanna höfðu spáð félaginu hagnaði á fjórðungnum og var uppgjörið mjög nærri spám fjármálafyrir- tækja. Óskar Magnússon, forstjóri félagsins, fagnar þessum tíma- mótum. Hann þakkar starfs- mönnum þeirra þátt í að félagið er farið að skila hagnaði. „Það ber einnig að þakka hluthöfum fyrir að hafa staðið við bakið á félaginu og tryggt að samkeppni ríkir á íslenskum fjarskipta- markaði,“ segir Óskar og bætir því við að slíkt sé ekki sjálfgef- ið. „Það er að sannast ferli sem hófst um þetta leyti fyrir tveim- ur árum með skipulagningu þess hvernig mætti koma þessum rekstri í skikkanlegt horf.“ Ósk- ar segir það ánægjulegt að áætl- anir hafi gengið eftir. ■ Uppgjör Og Vodafone: Fyrsti hagnaðarfjórðungurinn Mörkinni 6. Sími 588 5518 OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 SUMARTILBOÐ Stuttar og síðar kápur, sumarúlpur, heilsársúlpur, regnkápur, bolir, peysur og slæður. 15-50% Afsláttur! 20% VORDAGAR * Gildir ekki af herrasportskóm eða inniskóm AF ÖLLUM BARNA- OG HERRASKÓM FRÁ FIMMTU- DEGI TIL ÞRIÐJUDAGS AFSLÁTTUR* KRINGLAN - SKÓHÖLLIN, FIRÐI GLERÁRTORGI, AKUREYRI STJÓRN OG VARASTJÓRN LSS Vernharð Guðnason var endurkjörinn for- maður LSS á landsþingi sambandsins og Sverrir Björn Björnsson var kjörinn varafor- maður. Aðrir í stjórn eru Sigurður Lárus Sigurðsson, Sigurður Þór Ástráðsson, Skafti Þórisson, Brynjar Þór Friðriksson og Erling Þór Júlínusson. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra flutti munnlega skýrslu um eignarhald á fjölmiðlum á Alþingi í gær. „Við verðum að þora að bregðast við þeirri samþjöppun sem orðið hefur á eignarhaldi fjöl- miðla, til að tryggja hér til framtíðar opna, frjálsa og lýðræðislega umræðu,“ sagði ráðherra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K HAGNAÐUR Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone, er ánægður með að félagið skilar nú í fyrsta skiptið hagnaði af ársfjórðungi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA „Nú þegar leggur þetta skyldur á herðar stjórn- valda um að bregðast við með afger- andi hætti og afstýra vax- andi sam- þjöppun á fjölmiðla- markaði. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM SMÁRALIND Sími 517 7007 www.changeofscandinavia.com Spennandi tilboð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.