Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 29. apríl 2004 MÓTMÆLI Starfsmenn ítalska flugfélagsins Alitalia mótmæla hugmyndum forsvarsmanna félagsins um mikinn niðurskurð á næstu mánuðum. Fjöldi fólks mun þar missa vinnu sína enda hefur flugfélaginu ekki gengið vel síðan hryðjuverkaárásirnar urðu í Bandaríkjunu, 2001. Fyrrum framkvæmdastjóri: Ákærður fyrir skatta- lagabrot DÓMSMÁL Rúmlega fimmtugur maður hefur verið ákærður af Ríkislög- reglustjóra fyrir brot á virðisauka- skattslögum og brot á lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda. Maðurinn er sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti, tæpum sex milljónum, sem innheimt- ur var í nafni einkahlutafélags þegar hann var framkvæmdastjóri félags- ins. Þá er honum gefið að sök að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem hann hafði haldið eftir af launum starfsmanna fyrirtækisins. ■ Veiði í Seltjörn byrjar vel: 98 urriðar á land fyrsta daginn VEIÐI Seltjörn á Reykjanesi var opn- uð á dögunum og veiddust 98 urrið- ar fyrsta daginn. Sá stærsti var um 56 sentimetra langur sem telst vera um 4 pund, að sögn Aðalsteins Jó- hannssonar staðarhaldara við Sel- tjörn. Þetta telst vera mjög góð byrjun og eru staðarhaldarar því ánægðir og bjartsýnir fyrir sumarið. Um helgina var sleppt um 3.000 urrið- um í vatnið til viðbótar við þá sem sleppt var í fyrra en þeir eru að mestu leyti ennþá í vatninu. Áætlað er að sleppa að minnsta kosti 3.000 urriðum til viðbótar í sumar. „Stærð urriðans er frá einu pundi og allt upp í tíu pund en mest er af eins til þriggja punda fiski. Einnig er talsvert af bleikju í vatn- inu og hafa þær veiðst allt að fjór- um pundum. Aðallega er veitt á flugu í Seltjörn þó allar gerðir af agni séu leyfðar. Þess má geta að af þeim 98 fiskum sem veiddust fyrsta daginn var um 90 sleppt aftur í vatnið við góða heilsu,“ sagði Aðal- steinn Jóhannsson. Meðal gesta fyrsta daginn var stjórn Stangaveiðifélags Keflavíkur en félagið hefur nýverið náð sam- komulagi við rekstraraðila Seltjarn- ar um sérkjör félaga í SVFK á sum- arveiðileyfum í vatninu. ■ BÆJARSTJÓRINN Á NESINU Við opnun Seltjarnar á dögunum voru kynnt ný örnefni á ýmsum kennileitum við vatnið. Hér má sjá Jónmund Guðmarsson, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, vígja hið „nýja“ Seltjarnarnes sem hefur verið afar farsæll fluguveiðistaður síðustu ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A Ð AL ST EI N N hópi hinna kjörnu útvarpsráðs- manna. ■ Útvarpsráð tekur ákvarðanir um hversu útvarpsefni skuli haga í höfuðdráttum innan marka fjár- hagsáætlunar. ■ Ráðið setur reglur, eins og þurfa þykir. ■ Ákvarðanir útvarpsráðs um út- varpsefni eru endanlegar. ■ Starfsmenn Ríkisútvarps, aðrir en framkvæmdastjórar, skulu ráðnir af útvarpsstjóra, þó að fengnum tillögum útvarpsráðs ef um starfsfólk dagskrár er að ræða. Ríkisstjórnin stjórnar RÚV Útvarpsráð hefur sem sé vald til þess að velja útvarpsefni, fréttamenn og hafa úrslitavald um allt er varðar dagskrá. Ennfremur tekur útvarpsráð á móti athuga- semdum vegna þess efnis sem út- varpað er, ræðir þær og ályktar. Útvarpsráð er valið af Alþingi og hlutfall í samræmi við úrslit kosninga. Það er því ríkisstjórnin sem stjórnar ákvarðanatöku í Rík- isútvarpinu. Sem dæmi um mál sem komið hafa til kasta útvarpsráðs og varða stjórnmálaskoðanir er gagnrýni útvarpsstjóra á því er hann kallaði „vinstri slagsíðu“ á fréttaskýringaþættinum Speglin- um í október í fyrra. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði lögðu í kjölfarið fram tillögu um skipulagsbreytingar innan Ríkis- útvarpsins, „sem miði að því að allt fréttaefni verði í framtíðinni á ábyrgð fréttasviðs. Þannig verði allt efni sem kynnt er og borið fram sem fréttir, fréttaþættir eða fréttaskýringar unnið af starfs- fólki fréttasviðs og samkvæmt starfsreglum RÚV um fréttaflutn- ing.“ „Vinstri slagsíðuna“ í Speglin- um bar stjórnendum þáttarins því að leiðrétta. Með því að færa þátt- inn undir ábyrgð fréttasvið var hægt að nota hlutleysisákvæði fréttasviðs sem yfirskin. Kosið var um tillögu sjálfstæð- ismanna á næsta fundi útvarps- ráðs og hún samþykkt af fulltrú- um ríkisstjórnarflokkanna. Full- trúar Samfylkingar og Frjáls- lyndaflokksins lögðu fram bókun þar sem þeir sögðust ekki geta staðið að samþykkt tillögu um rit- stjórnarlega ábyrgð fréttaefnis. Líklegt væri að tillagan „leiði til meiri einhæfni og stýringar í stað þeirrar fjölbreytni sem nú er“. Einnig lögðu þeir til að vandinn yrði leystur „án þess að ábyrgðar- menn á einstökum dagskrárliðum séu sviptir ritstjórnarlegri ábyrgð að einhverju eða öllu leyti. Frétta- reglur Ríkisútvarpsins og rit- stjórnarlegt sjálfstæði er það sem tryggir fjölbreytni, lýðræðislega umfjöllun og mætir best þeirri kröfu sem gerð er til þjóðarút- varpsins,“ sagði í bókuninni. Haraldur Haraldsson, eigandi Áburðarverksmiðjunnar og fyrr- um eiganda Stöðvar 2, sagði í Fréttablaðinu í gær: „Eru stjórnmálamenn eitthvað betri menn heldur en menn í við- skiptalífinu? Mér hefur ekki virst það. Er stjórnmálamönnum treystandi til að reka RÚV? Ætti ekki minnihlutinn, stjórnarand- staða, að vera í meirihluta í RÚV þannig að stjórnin sé ekki að mis- nota fjölmiðilinn?“ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.