Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 20
Ef útlendingar reyndu að seilast til áhrifa á Íslandi, yrði því ekki vel tekið. Og það er engin furða, því að Ísland er fámennt og eftir því viðkvæmt fyrir erlendri ásælni. Útlendingar hafa hvort sem er ekkert við það að gera að hafa áhrif á gang mála hér heima, enda má Ísland sín jafnan ekki mikils á alþjóðavettvangi. Ákvarðanir íslenzkra stjórn- valda snerta yfirleitt ekki aðra en Íslendinga sjálfa, og þess vegna er það á allan máta eðli- legt, að Íslendingar einir velji sér eigin forustu án atbeina ann- ars staðar að. Öðru máli kann að gegna um miklu fjölmennari lönd. Þróunin þar hefur iðulega áhrif langt út fyrir landsteinana, og þá vaknar sú spurning, hvort það gæti e.t.v. ekki verið æskilegt og eðlilegt, að útlendingar hefðu með ein- hverju móti áhrif á gang mála meðal stórþjóðanna. Þetta er ein lykilhugsunin á bak við Evrópu- sambandið. Þjóðverjum þykir rétt að binda hendur sínar innan Sambandsins m.a. til að vernda nágranna sína gegn hættunni á því, að ákvarðarnir Þjóðverja á eigin spýtur geti að nýju valdið öðrum þjóðum skaða. Helmut Kohl, fyrrv. kanslari Þýzkalands, lýsti þessari frómu hugsjón oftar en einu sinni í ræðu og riti. Svip- uð hugsun býr að baki Atlants- hafsbandalagsins: aðildarríkin hafa skuldbundið sig til að líta svo á, að árás á hvert þeirra sem er sé um leið árás á öll hin. Af þessu má ráða, að fullvalda þjóð- ir sjá sér hag í því að deila full- veldi sínu með öðrum. En þá þarf að gæta að því, að lönd eru mis- stór og hafa því ólík skilyrði til að láta gott, eða illt, af sér leiða fyrir aðrar þjóðir. Máttur Bandaríkjanna er svo mikill á alþjóðavettvangi um okkar daga, að það kann að vera vert að velta því fyrir sér, hvort ekki gæti farið betur á því, að heimsbyggðin öll fengi með ein- hverju móti að hafa áhrif á stjórn Bandaríkjanna. Tökum dæmi: forseti Bandaríkjanna tekur iðulega einhliða ákvarðan- ir, sem snerta önnur lönd. Hann er t.d. nýbúinn að reyna að fara í tollastríð við Evrópusambandið, en hann lagði niður skottið, þeg- ar Evrópusambandið, Japan og Kína sýndu tennurnar. Ætti heimurinn þá ekki helzt að vera þannig, að Evrópumenn hefðu eitthvað um það að segja, hvaða menn veljast til þess að gegna forsetaembættinu í Bandaríkj- unum? – og öfugt. Kannski, en þetta getur þó að svo stöddu varla verið annað en fjarlæg draumsýn, úr því að bandarísk lög kveða á um það, að kosning- arrétt í Bandaríkjunum hafa ekki aðrir en Bandaríkjamenn sjálfir ñ og kemur varla á óvart. En stöldrum við. Það er hægt að hafa áhrif á kosningaúrslit með ýmsum hætti: með því að neyta eigin atkvæðisréttar, nema hvað, og einnig með því t.d. að stuðla til þess, að aðrir neyti réttar síns. Undangengna ára- tugi hefur varla nema rétt rösk- ur helmingur atkvæðisbærra Bandaríkjamanna hirt um að greiða atkvæði í forsetakosning- um. Hvað er þá því til fyrirstöðu, að útlendingar ñ knúnir áfram af vissunni um það, að það skiptir einnig miklu fyrir þá, hver er forseti Bandaríkjanna ñ taki sér fyrir hendur að hvetja Banda- ríkjamenn til að kjósa? Nú þykknar þráðurinn. Sumir Bandaríkjamenn hafa í reynd- inni margfaldan kosningarrétt á við aðra. Þetta stafar af því, að menn eru frjálsir að því innan ákveðinna marka að styrkja frambjóðendur fjárhagslega og gera þeim þannig kleift að kaupa sér auglýsingar í sjón- varpi og útvarpi og ráða sér starfslið og þannig áfram. Bush forseti situr nú, sex mánuðum fyrir kosningar, á digrustu kosn- ingasjóðum sögunnar, sjóðum, sem hann hefur byggt upp með því að afla fés (eins og hann myndi trúlega orða það sjálfur) af einstaklingum og fyrirtækj- um, yfirleitt fjallháar fjárhæðir af hverjum og einum í tiltölu- lega fámennum hópi repúblík- ana. John Kerry, væntanlegur frambjóðandi demókrata, fer öðruvísi að: hann á heldur lítið í sjóði enn sem komið er, en hann vonast þó til að geta aflað fjár á vefnum. Hann hefur opnað vef- setur, þar sem menn geta styrkt hann jafnauðveldlega og þeir kaupa sér bækur á Amazon.com. Auglýsingar um vefinn birtast á forsíðum bandarískra blaða. Hvað er þá því til fyrirstöðu, að Evrópumenn styðji Kerry með því að leggja honum til fé? Svarið er þetta: bandarísk lög kveða á um það, að Bandaríkja- menn einir megi reiða fram fé í kosningasjóði bandarískra for- setaframbjóðenda. En lögin leg- gja samt ekki bann við því, að Evrópumenn styrki bandarísk félög, sem styðja síðan ýmis þjóðþrifamál, t.d. kosningabar- áttu Kerrys. Þannig hefur Bush farið í kringum kosningalögin til að gera einstökum auðmönnum kleift að styðja hann langt um- fram leyfilegt hámark. Hvernig væri að svara í sömu mynt? ■ Umræður á Alþingi í gær um skýrslu menntamálaráðherraum fjölmiðla drógu skýrt fram hvaða forsendur margirstjórnarþingmanna gefa fyrir ákvörðun sinni um að styðja fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar. Eins og fram hefur komið hefur frumvarpið, ef að lögum verður, ekki áhrif á starfsemi neinna fjölmiðla nema þeirra sem heyra undir Norðurljósa- samsteypuna. Sumir stjórnarþingmanna gátu ekki leynt andúð sinni á þessum fjölmiðlum. Árni Magnússon félagsmálaráðherra gat til dæmis ekki stillt sig um að veifa DV í gær sem sönnun um réttmæti andúðar sinnar. Það varð því ljóst að forsendur þessa frumvarps liggja ekki aðeins í áður framkominni andúð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra á fjölmiðlum Norðurljósa heldur hafa fleiri stjórnarliðar horn í síðu þessara miðla. Í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að skoðanir fólks á þess- um fjölmiðlum séu misjafnar. Það er meira að segja erfitt að ímynda sér fjölmiðla sem allir eru alltaf ánægðir með. Enn síður er nokkuð undarlegt við það að ráðherrar, þingmenn og aðrir ráða- menn finni ýmislegt í fjölmiðlum sem þeir myndu vilja að væri öðruvísi framsett. Eins og dagblöð og fréttir ljósvakamiðla hafa þróast á Vesturlöndum hefur aðhald gagnvart stjórnvöldum orðið eitt af meginverkefnum þeirra. Það á ekki aðeins við um fjölmiðla Norðurljósa heldur svo til alla fjölmiðla í hinum vestræna heimi – og reyndar miklu víðar um heimsbyggðina. Ef aðhald fjölmiðla Norðurljósa gagnvart stjórnvöldum – ráðherrum, ríkisstjórn og öðrum valdastofnunum – þykir stinga í stúf á Íslandi dregur það aðeins fram hversu vanþroskað fjölmiðlaumhverfið á Íslandi er og hefur lengi verið. Ef ekki verður hérlendis alvarlegt bakslag á ferð þjóðarinnar frá haftakerfi síðustu aldar að frjálslyndu samfélagi líku því sem best hefur þróast í nágrannalöndum okkar, er það óumflýjanlegt að fjölmiðlar axli í ríkara mæli það hlutverk að veita stjórnvöldum aðhald. En allt er þetta gott og blessað. Það er hins vegar hvorki gott né blessað að ráðherrar í ríkisstjórninni skuli keppast við að skýra þörfina fyrir að setja lög á fjölmiðla með því að þeim hugnist ekki efni þeirra. Það sýnir glögglega að þessir menn vilja ekki fylgja þjóðinni í átt að frjálslyndu samfélagi í anda vestrænna ríkja heldur leggja sig alla fram við að draga þjóð sína aftur á tímabil hafta og ægivalds stjórnvalda yfir öllum þáttum samfélagsins. Hugmyndin ein – að ráðherrar geti lagt niður fjölmiðla sem fylgja þeim ekki að málum í einu og öllu – rekst illa í lýðræðissamfélagi og það er í raun fráleitt að Alþingi Íslendinga skuli ræða starfsumhverfi fjölmiðla á þessum forsendum. ■ 29. apríl 2004 FIMMTUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Stjórnarliðar geta ekki leynt andúð sinni á fjölmiðlum Norðurljósa. Óhlýðnir fjölmiðlar lagðir niður Kjósendur án landamæra ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 ORÐRÉTT Mældu rétt strákur „Og nú hamast Baugsmiðlarnir eins og naut í flagi. Búðar- þjónarnir standa fast með sínum herrum.“ Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur um viðbrögðin við fjölmiðlafrumvarpi Davíðs Oddssonar. Viðskiptablaðið 28. apríl. Skakkur fáni? Það fyrsta sem manni datt í hug, eftir að hafa heyrt öfug- mælin og rangfærslurnar renna upp úr þingmanninum [Birgi Ár- mannssyni], að spyrja sig hvort hann væri farinn að leika sér að hakakrossfánunum hans afa síns? Jón Einarsson, stjórnarmaður í Fé- lagi ungra framsóknarmanna í Skagafirði og varamaður í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna, um stuðning ungra „frjálshyggju- þingmanna“ í Sjálfstæðisflokknum við fjölmiðlafrumvarp Davíðs Odds- sonar. Maddaman.is 27. apríl. Marsbúi? „Helgríma Baugs er hægt og örugglega að festast á lýðræðis- lega umræðu hérlendis og ef ekki er brugðist við í tíma mun almenningur standa frammi fyrir þeim orðna hlut að fyrir- tækjasamsteypan er ráðandi um dagskrá opinberrar umræðu“. Páll Vilhjálmsson blaðamaður. Morgunblaðið 28. apríl. RÚV gefið langt nef? Nefskattur álitlegur kostur fyrir RÚV. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra boðar afnám afnotagjalda Ríkisútvarpsins. Morgunblaðið 28. apríl. FRÁ DEGI TIL DAGS Það sýnir glögglega að þessir menn vilja ekki fylgja þjóðinni í átt að frjálslyndu samfélagi í anda vestrænna ríkja heldur leggja sig alla fram við að draga þjóð sína aftur á tímabil hafta og ægivalds stjórn- valda yfir öllum þáttum samfélagsins. ,, Æskilegur eigandi? Ritstjóri Morgunblaðsins varpaði fram þeirri spurningu í leiðara blaðsins á þriðjudaginn hvort Richard Desmond, út- gefandi dagblaðsins Daily Express í London, væri „æskilegur eigandi“ annars dagblaðs þar í borg sem er til sölu, Daily Telegraph. Benti hann á að Desmond sem væri „fyrrverandi klámkóngur“ hafi orðið sér til skammar á dögunum á fundi með stjórnendum Telegraph „heilsaði með nasista- kveðju, og dembdi út úr sér fúkyrðum og sví- virðingum um þýsku þjóðina“. Samheng- ið sem spurningin er sett fram í, hvort Baugur megi eiga fjölmiðla, kann að vekja einhverjum hroll. Hvað er ritstjórinn að fara? Á nú líka að banna mönnum að eiga fjölmiðla ef þeir segja eitthvað kjánalegt eða detta í það og verða sér til skammar? Ekki mín deild „Það er ekki mín deild,“ svarar kjarnorku- fræðingurinn Wernher von Braun þegar hann í frægum söngtexta Tom Lehrer er spurður um ábyrgð sína á því hvar flaug- arnar banvænu lenda. Svolítill endurómur þessarar lífsspeki var í ummælum laga- prófessorsins Davíðs Þórs Björgvinssonar, sem samdi fjöl- miðlafrumvarp Davíðs Oddssonar, þegar hann var á Stöð 2 í fyrrakvöld spurður um aðild sína að því að stefna afkomu og atvinnuöryggi sautján hundruð starfs- manna Norðurljósa í tvísýnu og leggja línur um einhverja stórfelldustu eigna- upptöku Íslandssögunnar. „Ég ber ekki hina pólitísku ábyrgð,“ svaraði hann. Hann smíðaði bara flaugarnar en skaut þeim ekki í loftið. Egill Helgason horfði á prófessorinn og skrifaði eftir þáttinn á bloggið sitt á Strik.is: „Fannst hann eigin- lega verða að hálfgerðu gjalti í þættinum. Hann var svolítið eins og maður sem hefur lent í vond- um félags- skap“. Í DAG Bush Bandaríkjaforseti, John Kerry og Evrópa. ÞORVALDUR GYLFASON Ætti heimurinn þá ekki helzt að vera þannig, að Evrópumenn hefðu eitthvað um það að segja, hvaða menn veljast til þess að gegna forseta- embættinu í Bandaríkjun- um? – og öfugt. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.