Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 91 stk. Keypt & selt 24 stk. Þjónusta 58 stk. Heilsa 11 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 8 stk. Tómstundir & ferðir 10 stk. Húsnæði 28 stk. Atvinna 18 stk. Tilkynningar 2 stk. til London og Kaupmannahafnar Tvisvar á dag Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 29. apríl, 120. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.06 13.25 21.47 Reykjavík 4.39 13.10 21.43 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á KR-kjötsúpa Elísabetar Jökulsdóttur rit- höfundar er með því besta sem hún hefur smakkað og á sér langa hefð í eldhúsinu, en súpan góða er umsvifalaust framreidd fyrir alla fótboltaleiki. „Ég elda hana alltaf degi fyrir leik, áður en strákarnir mínir keppa,“ segir Elísabet, en synir hennar tveir, þeir Jökull og Garpur, keppa báðir fyrir meistaraflokk í sínu liði. Þannig leikur Jökull með KR en Garpur með Fjölni. Vegna fjölda leikja voru einar átján kjötsúpur bornar á borð síðastliðið sumar, en húsmóðirin kippti sér ekkert upp við suðumagnið heldur bauð einfald- lega vinum og vandamönnum að taka þátt í öllum þessum rammíslensku keppnis- máltíðum. Í súpuna góðu fara hefðbundin, íslensk hráefni að hætti afa Elísabetar og ber þar fyrst að nefna lambakjöt, sem langvinsælast er á heimilinu. Út í blönd- una bætir húsmóðirin síðan rófum, kart- öflum, gulrótum að ógleymdum lauk. „Það fer ógurleg stemning í kjötsúpuna og eftirvæntingin stigmagnast yfirleitt í suðunni. Ég tel að kjötsúpan hafi tví- mælalaus áhrif á frammistöðu sona minna úti á vellinum. Heimilisfólkið á Framnesveginum heldur því hikstalaust fram að Íslandsmeistaratitill KR-inga sé eflaust þessari uppskrift að þakka.“ ■ KR-kjötsúpan: Rammíslensk keppnismáltíð ferdir@frettabladid.is Fagradalsfjall er víðáttumikið fjall á sunnanverðum Reykja- nesskaga. Sunnudaginn 2. maí stendur Útivist fyrir gönguferð upp á fjallið, gengið verður frá Slögu um Langahrygg og Stórahrút á hæsta tind fjallsins, Langhól. Síð- an verður haldið suður eftir fjall- inu og niður af því hjá Borgarfjalli. Brottför er klukkan níu. Beint leiguflug til Portúgal verður á vegum Úrvals Útsýnar, alla þriðjudaga í sumar. Í boði eru einnar, tveggja og þriggja vikna ferðir. 200 sæti eru í boði með 10 þúsund króna bókunarafslætti á mann. Vikuferð um „Spánarheiði“ og hinar gamalgrónu háborgir landsins hlýtur að freista margra, en Úrval Útsýn býður slíkar ferðir 12. júní og 21.–28. ágúst. Madríd, er fyrsti viðkomustaðurinn en hún er mikil menningar- og lista- borg. Einnig er farið til Toledo, sögufrægrar miðaldaborgar sem er múrum girt, með fallegar bygg- ingar í márískum og gotneskum stíl. Eftir að hafa skoðað höll Filippusar konungs í El Escorial, og dal hinna föllnu, Valle de los Caídos er haldið til háskólabæjar- ins Salamanca, en einn elsti háskóli í Evrópu er þar í borg. Fimm landa sigling með Norrænu er á tilboði í maí og júní á vegum Norrænu ferðaskrif- stofunnar. Verð er frá 63.900 á mann. Innifalið er viku sigling og hálft fæði um borð. Einnig skoð- unarferðir á ákvörðunarstöðum. Terra Nova býður beint leiguflug til München í Þýskalandi í haust. Einnig verða í boði kynnisferðir um borgina og nágrenni með íslenskum farar- stjórum Terra Nova. Flugsætið fram og til baka verður selt á 36.890 krónur. Golfferðir til Portúgals eru eflaust efst á óskalista flestra gol- fara. Terra Nova býður upp á draumaferðir fyrir golfara í haust. Gist er á Dom Pedro Marina, fjögurra stjörnu hóteli í Vila- moura. Í Vilamoura er einstaklega milt veðurfar og þægilegt hitastig ásamt frábærum golfvöllum. Sturla Höskuldsson, IPGA golfleiðbeinandi, mun sjá um golfkennslu og fararstjórn. Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur: „Sannfærð um að súpan hafi fært liðinu sigur“. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FERÐUM Fjallajeppi/götubíll. ‘91 Ford Explorer. 4 l, bsk., á 35”. Gullsans, sk. ‘05. Í topp- standi. Verð 750 þ., tb. 600 þ. stgr. Skoða öll skipti. S. 865 6370. Körfulyfta til sölu. 16 m vinnuhæð, glussaútleggjarar, skotbóma, snúningur á körfu, keyrsludrif, bensín og rafmótor. Toppástand. Verkpallar ehf. S. 567 3399, 899 1899. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ TÍSKA o.fl. Ítalskt bragð af íslenskum kökum: Ómissandi smakk á góðum degi Ítalía er land hins ljúfa lífs. Bragðið af Ítalíu ógleymanlega unaðslegt og lostvekjandi. Víða má elta uppi eftirsóknarvert bragðið og hughrif- in sem tengjast neyslu þess, og þá er ekki verið að tala um að fara á hausinn við dekrið eða þurfa alla leið suður á Sikiley í sykraðar nautnirnar. Það þarf ekki lengra en út í bakarí með fimmhundruð eða þúsundkall í lófanum til að mega taka þetta ítalska sætabrauð heim í borðstofu. Ítölsk maískaka Flottasta kakan í bænum og fæst í Bakaranum á hjólinu í Álfheimum. Sann- kallað listaverk sem minnir á sandköku með súkkulaðibitum, en er með ljúffengu maískorna- mjöli saman við hveitið. Yfir henni er undursamlegt gel, stórir súkkulaðispænir, krókant og heslihnetuflög- ur. Umgjörðin ekkert slor. Kostar 830 krónur. Toscakaka Hættulega gott sælgæti og fæst í Bakaríinu Austurveri. Hvítur, dúnmjúkur botn og hnausþykkur Tosca-massi á toppnum. Tosca-massi er annars uppsoðinn rjómi, hunang og sykur sem við 117˚C hita breytist í ómótstæðilega karamellu, og inni í henni eru langar, ristaðar möndlur. Kostar 485 krónur. Panna cotta er ítalskur eftirréttur BLS. 7 FRÉTTAB LAÐ IÐ /PÉTU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.