Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 24
Helgarveðrið Virðist ætla að verða nokkuð vætusamt með hægum vindi . Á morgun verður suðvestlæg átt, þokusúld eða rigning og hiti 5 til 13 stig. Á laug- ardag snýst í vestan- og síðan norðvestanátt. Þá verður rigning en styttir upp sunnan til seinni partinn. Hiti verður upp í 10 stig, hlýjast syðst. Á sunnudag verður norðlæg átt og væta, einkum norðan til, með svipuðu hitastigi. sími: 461 2500 • gsm: 895 0625 • fax: 461 2502 www.akurinn.is • info@akurinn.is HÓTEL SKÍÐAMANNSINS FRÁBÆR OPNUNARTILBOÐ Gistiheimilið Akur Inn „Ég hef alltaf verið haldin mikilli ævintýraþrá,“ seg- ir Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir hönnuður, en hún hefur farið margar ferðir innanlands og gengið bæði um hálendið og á jökla. Ein þeirra er henni mjög minnisstæð og þá sérstaklega vegna þess að allt fór á annan veg en ætlað var í upphafi. Hún hafði geng- ið til liðs við björgunarsveit og eftir að hafa farið í gegnum grunnþjálfun var haldið í ævintýraferð. „Við ætluðum að leggja í snjóhúsaferð þar sem gengið var upp á jökul og byggð snjóhús til að gista í.“ Mikil spenna var í mannskapnum kvöldið fyrir brottför enda mikið ævintýri í vændum. „Þetta var um miðjan vetur og veðrið uppi á jöklinum var ekki áreiðanlegt. Við fundum samt ágætan stað fyrir snjóhúsin en ákváðum að halda heim á leið strax næsta morgun.“ Eftir að hafa gengið lengi næsta dag töldu þau sig vera að komast á leiðarenda. „Fljótlega kom í ljós að við höfðum farið niður rangt gil.“ Til að þurfa ekki að snúa til baka þurfti hópurinn að klífa yfir háan og brattan klett. „Ég varð svo hrædd á klettinum að ég hélt fyrir víst að þetta yrði mitt síðasta.“ Ferðin til baka reyndist mjög löng. „Ég hef sjaldan verið glaðari á ævinni en þegar ég sá ljósin á björgunarsveitarbílunum og auknu orkunni sem myndaðist verður ekki með orðum lýst,“ segir Áslaug. „Jafnvel þó þetta hafi verið skelfilegt er þetta samt merkileg reynsla sem ég bý að og sé á vissan hátt ekki eftir.“ ■ Ekvador, Sikiley, Galapagos, Fídjíeyjar, Kosta Ríka. Mörg fleiri nöfn yfir framandi áfangastaði eru á lista Ferðaskrifstofunnar Emblu sem er með nokkrar við- hafnarferðir í vor á sinni áætlun og enn fleiri í haust. Okkur fýsti að vita meira um þær og spurðum Ingiveigu Gunnarsdóttur fram- kvæmdastjóra hvað hér væri á ferðinni. „Starfsemi Emblu er byggð á ákveðinni hugmyndafræði, svo- kallaðri vistvænni eða umhverf- isvænni ferðamennsku. Við bjóð- um upp á ævintýraferðir fyrir fólk sem hefur aðstæður til að fara í vandaðar ferðir til fjar- lægra staða í litlum hópum. Er kannski búið að koma upp börn- um og vill gjarnan njóta þess að skoða heiminn. Í okkar ferðum er eingöngu um fjögurra og fimm stjörnu hótel að ræða og ævintýr- in eru við hvert fótmál. Til dæm- is er farið inn í Amazon og siglt á fljótabáti. Fargjaldið er frekar hátt en þar er líka allt innifalið, allt frá töskuburði og þjórfé upp í fullt fæði og innanlandsflug erlendis. Þetta munar fólk miklu þegar upp er staðið. Það er í raun að borga vísareikninginn fyrir fram. Ferðunum má skipta í tvennt. Við erum annars vegar að tala um fjarlægar heimsálfur eins og Asíu og Suður-Ameríku. 16 daga ferðir og upp í 26 daga. Þá er nánast hver einasti dagur skipulagður en gefinn frjáls tími inni á milli. Svo eru hins vegar styttri ferðir eins og til Eystrasaltslandanna og Sikileyjar. Í þeirri síðarnefndu erum við að setja upp notalega ferð fyrir fólk sem krefst besta aðbúnaðar en vill njóta hins ljúfa lífs sem Sikiley býður upp á án þess að vera of bundið af ein- hverri dagskrá. Það eru sem sagt aðeins aðrar áherslur í Evrópu- ferðunum þar sem við gefum fólki valkosti, til dæmis mismunandi langar gönguferðir en í lengri ferðunum fylgja menn hópnum og við veljum meira að segja mat- sölustaði. Innlendur fararstjóri fylgir með allan tímann frá því lagt er upp og staðarleiðsögumaður er með hópnum á áfangastað. Þar að auki eru hjálparmenn sem sjá um farangur og annað. Þetta eru lúx- usferðir sérsniðnar fyrir íslenska ferðamenn.“ gun@frettabladid.is Skelfileg ævintýraferð: Hefði ekki viljað missa af ferðinni Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir hefur verið haldin ævintýraþrá frá því hún man eftir sér. Ferðaskrifstofan Embla: Ævintýrin við hvert fótmál Íslendingar sigla á fljótabáti í Ekvador. Ingiveig Gunnarsdóttir t.h. með argentískum leiðsögumanni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.