Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 34
29. apríl 2004 FIMMTUDAGUR12 VISSIR ÞÚ ... ...að afríska golíat-bjallan er þyngsta bjalla í heimi. Hún vegur 100 grömm. ...að í einni mauraþúfu geta búið allt að 659 þúsund maurar. ...að langlífustu köngulærnar eru tarantúlur en kvendýr sumra mexíkóskra afbrigða tegundarinnar geta lifað í allt að 28 ár. ... að hunangsflugur loftræsta búið sitt þegar hitnar í veðri. Sumar verkaflugurnar stilla sér upp við inn- ganga og blaka vængjunum. Þegar virkilega hitnar í veðri taka þær með sér dropa af vatnsþynntu hunangi sem kælir loftið enn meira. ...að stærsta sporðdrekategund í heimi býr í Vestur-Afríku. Þeir sporð- drekar geta orðið allt að 17 cm langir en eru ekki mjög eitraðir. ...að skordýr eru með allt að fjögur þúsund vöðva í líkamanum en manneskjur eru með færri en fimm hundruð vöðva. ...að hunangsflugur þurfa að fljúga vegalend sem jafnast á við að fara tvisvar í kringum jörðina til að safna nægum vökva í hálft kíló af hun- angi. Vinnufluga safnar safa sem nægir í um 60 grömm af hunangi á sinni ævi. ...að ástralska vampírumölflugan lifir á blóði. ...að hjá flestum skordýrategundum eru kvendýrin stærri en karldýrin. ...að ef moskítóflugur ættu að ná að sjúga allt blóð úr fullorðinni mann- eskju þyrftu þær að bíta 1.120.000 sinnum. SJÓNARHORN Vorsólin þarf að ná til allra og hér sér ötull gluggaþvottamaður um að þingmenn fái sinn skammt þrátt fyrir miklar annir. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA Skemmtilegast Núna þegar sumarið er að koma finnst mér skemmtilegt að sumarið sé að koma. Mér finnst skemmtilegt að gera það sem ég er að gera, sjónvarpið, tón- listin, heimilið og kærastan, mér finnst hún skemmtilegust. Svo er skemmtilegt að vera að klára mótorhjólaprófið, og njóta góðra hluta, ég er mikill nautnabelg- ur. Og mér finnst skemmtilegt að skapa, gera sjónvarpsþætti, mála og búa til tónlist. Leiðinlegast Mér finnst hrokafullt fólk leiðinlegt og leiðinlegt að smyrja nýtt brauð með of köldu smjöri. Ég er mjög óþolinmóður og finnst leiðinlegt að vera óþolinmóður. Mér finnst líka leiðinlegt að skapa ekki og það væri ógurlega leiðinlegt ef ég félli á mótorhjólaprófinu. VILHELM ANTON JÓNSSON Finnst skemmtilegt að sumarið sé í nánd, en líka soldið leiðinlegt að vetur- inn sé að fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.