Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 41
Óðurinn til gleðinnar TÓNLEIKAR Sjálf níunda sinfónía Beet- hovens verður flutt í Háskólabíói í kvöld og annað kvöld. Flytjendur eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Óp- erukórinn í Reykjavík og einsöngvar- arnir Elín Ósk Óskarsdóttir, Alina Dubik, Kolbeinn Ketilsson og Kristinn Sigmundsson. Níunda sinfónían er án efa eitt af mestu þ r e k - virkjum tónlistar- sögunnar. Talið er að B e e t h o v e n hafi í mörg ár, jafnvel í áratugi, ætlað að semja tón- list við ljóð Schillers, Óðinn til gleðinnar, eða An die Freude. Vitað er að um 200 hug- myndir að lokastefinu kraft- mikla, sem nú er þjóðsöngur Evr- ópusambandsins, fóru í ruslatunnuna áður en Beethoven varð sáttur. ■ DANSSÝNING Í kvöld er komið að því. Spænska danshetjan Joaquín Cortés ætlar að sýna fimi sína í Laugardalshöllinni í kvöld. Margir hafa beðið þessa viðburðar með óþreyju, því Cortés er víðfrægur fyrir dansfimi sína. Rætur hans liggja í flamencodansinum spænska, en aðeins fimmtán ára gamall gekk hann til liðs við spænska þjóð- arballettinn sem atvinnu- dansari. Hann hefur leikið í bíómyndum eftir Pedro Almodóvar og Carlos Saura, þar sem dans- inn er áberandi. Undanfarin miss- eri hefur hann síð- an ferðast um heiminn með misjafn- lega risavaxnar danssýningar, sem trekkja að áhorfendur í massavís. Og nú er hann sem sagt kominn til Íslands. ■ FIMMTUDAGUR 29. apríl 2004 ■ TÓNLEIKAR 29 + 333 kr. (flugvallarskattur og tryggingagjald) aðra leiðina Nú getur fjölskyldan flogið saman fyrir ódýrara fargjald á manninn en nokkru sinni fyrr. Tilvalið til að bregða sér af bæ, heimsækja afa og ömmu eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Þetta einstaka tilboðsfargjald • gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands • er fyrir börn að 12 ára aldri í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun • gildir í maí • býðst eingöngu þegar bókað er á netinu www.flugfelag.is Króna fyrir börnin í maí! Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N E H F . / S I A . I S - F L U 2 4 4 9 7 0 4 / 2 0 0 4 NÝTT: Miðasa la á net inu: www. borgar le ikhus. is Miðasalan, sími 568 8000 CHICAGO e. J.Kander, F.Ebb og B.Fosse í kvöld kl 20 Fö 30/4 kl 20 Lau 1/5 kl 15 - ATH: 1. maí tilboð!!! Lau 1/5 kl 20 Fö 7/5 kl 20 - UPPSELT Lau 8/5 kl 20 - UPPSELT Su 9/5 kl 20 - AUKASÝNING Fö 14/5 kl 20 - UPPSELT Lau 15/5 kl 20 Su 23/5 kl 20 Fö 28/5 kl 20 Lau 29/5 kl 20 Fö 4/6 kl 20 Lau 5/6 kl 20 Ósóttar pantanir seldar daglega LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 2/5 kl 14 Su 9/5 kl 14 Su 16/5 kl 14 Su 23/5 kl 14 Síðustu sýningar NÝJA SVIÐ OG LITLA SVIÐ BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Frumsýning fi 6/5 kl 20 - UPPSELT Fi 13/5 kl 20 Su 16/5 kl 20 SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Su 2/5 kl 20 Fáar sýningar eftir SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Fö 30/4 kl 20 SÍÐASTA AUKASÝNING Ekki er hægt að hleypa í salinn eftir að sýning hefst GLEÐISTUND: VEITINGAR - BÖKUR - VÖFFLUR - BRAUÐ FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU. Tónlistin hefur græðandi áhrifog hún hefur alla tíð hjálpað fólki til að ná sambandi við eitt- hvað sem býr djúpt í sálinni,“ seg- ir Kristján Kristjánsson tónlistar- maður. „Ljós af ljósi“ nefnir hann tón- leikaferð sína um kirkjur landsins sem hefst í kvöld í Dómkirkjunni í Reykjavík. Ýmist verður um hreina tónleika að ræða, eða þeir verða tengdir helgihaldi í kirkjum á hinum ýmsu stöðum. „Ég ætla að syngja nokkra gamla íslenska sálma, eitthvað eftir Hallgrím Pétursson og Davíð Stefánsson, en aðallega mín lög sem passa inn í þetta umhverfi.“ Hann nefnir sem dæmi lög á borð við Englar himins grétu í dag, Steiktur engill og When I Think of Angels - „Allt saman englalög. Ég ætla að syngja engla- lögin mín“. Kristján ætlar líka að fá ver- aldlega valdhafa á hverjum stað, borgarstóra eða bæjarstjóra, til þess að lesa nokkur vers úr Biblí- unni. Til dæmis um salt jarðar eða óðinn til kærleikans. „Þjóðin er í upplausn út af rifr- ildi og deilum. Við erum eins og stórfjölskylda sem er alltaf að ríf- ast, og allar þær deilur stafa af eig- ingirni,“ segir Kristján, og bætir því við að kærleikurinn sé það eina sem dugi gegn þessu þrasi. „Ég er orðinn svo þreyttur á þessu endalausa rifrildi, að mig langar einfaldlega til að fara inn í kirkju til þess að íhuga þar í ró og næði og ná sambandi við Guð. Og mig langar að bjóða öllum að koma til þess að íhuga með mér og gleyma stund og stað í smá tíma.“ ■ JOAQUÍN CORTÉS Sýnir dansfimi sína í Laugardalshöllinni. Hann dansar í kvöld Orðinn þreyttur á þrasinu KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Tónlistarmaðurinn KK er að leggja upp í tónleikaferð um kirkjur landsins og byrjar í Dóm- kirkjunni í Reykjavík í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KRISTINN SIGMUNDSSON Syngur Óðinn til gleðinnar með Sinfóníunni í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.