Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 45
33FIMMTUDAGUR 29. apríl 2004 Landsliðsþjálfarinn Ásgeir Sigurvinsson: Mikil breyting til batnaðar FÓTBOLTI Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu, var sáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn gegn Lettum í gær. „Ég get bara ekki verið annað en sáttur eftir þennan leik. Þetta var mikil breyting til batnaðar frá því í leiknum gegn Albönum og ég myndi segja að þetta hafi verið skref í rétta átt. Varnarvinnan var mun betri í þessum leik og við héldum boltanum mun betur inn- an liðsins heldur en við höfum gert, þótt maður sé aldrei full- komlega ánægður. Við fengum nokkur færi sem við hefðum get- að nýtt en það sást að okkur vant- aði tvo bestu framherja okkar, Eið Smára og Heiðar. Þeir eru okkar framherjar númer eitt og tvö og ég er ekki í vafa um að þeir hefðu skorað í þessum leik ef þeir hefðu spilað. Marel og Tryggvi unnu mjög vel en ná bara ekki að fylla skarð hinna,“ sagði Ásgeir. Hann sagðist vera sérstaklega ánægður með miðjuna hjá ís- lenska liðinu sem hefði loksins virkað almennilega. „Það er ekk- ert launungarmál að við höfum átt í vandræðum á miðsvæðinu í und- anförnum leikjum en í kvöld var miðjan sterk og öflug. Þeir börð- ust vel, þorðu að fá boltann og pössuðu að það myndaðist ekki pláss á milli miðju og varnar. Það má byggja á þessum leik, það var svo sannarlega margt já- kvætt og það tökum við með okk- ur í næstu leiki,“ sagði Ásgeir. ■ FÓTBOLTI Lettar og Íslendingar gerðu markalaust jafntefli á Skonto-vellinum í Ríga í gær. Heimamenn voru sterkari á upp- hafsmínútum og komust tvisvar í ágæt færi en skot þeirra fóru framhjá. Igors N. Stepanovs náði að skora með skalla á níundu mín- útu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Tíu mínútum fyrir leikhlé skaut Andrejs Rubins í stöng og tvisvar í seinni hálfleik varði Árni Gautur Arason meist- aralega skot Lettanna úr miðjum vítateig. Íslendingar náðu ágætum tök- um á leiknum í fyrri hálfleik og ógnuðu marki Lettanna nokkrum sinnum. Arnar Grétarsson átti ágætt langskot upp úr miðjum fyrri hálfleik, en það fór yfir markið, og Þórður Guðjónsson var nálægt því að skora á 20. mín- útu. Þórður skaut af vítateigslín- unni hægra megin en boltinn fór yfir markvinkilinn vinstra megin. Tilraun Þórðar minnti óneitanlega á markið sem hann skoraði gegn Lettum á Laugardalsvelli fyrir sex árum. Indriði Sigurðsson fékk besta færi Íslendinga á 52. mínútu eftir hornspyrnu. Indriði fékk boltann frá Marel Baldvinssyni út í miðj- an vítateiginn en skot hans fór nokkuð yfir markið. Leikur íslenska liðsins í gær var miklu betri en gegn Albön- um fyrir mánuði. Flestir leik- mannanna stóðu sig vel en Árni Gautur Arason, Þórður Guðjóns- son, Arnar Grétarsson og Pétur Marteinsson voru bestu menn liðsins. Lið Íslands: Árni Gautur Ara- son - Pétur Marteinsson, Ívar Ingimarsson, Hermann Hreið- arsson - Þórður Guðjónsson (Jó- hannes Karl Guðjónsson 68.), Indriði Sigurðsson (Kristján Örn Sigurðsson 88.), Ólafur Örn Bjarnason (Brynjar Björn Gunn- arsson 74.), Arnar Þór Viðars- son, Arnar Grétarsson - Tryggvi Guðmundsson (Gylfi Einarsson 81.) og Marel Baldvinsson (Bjarni Guðjónsson 83.). Lið Letta: Aleksandrs Kolinko - Igors Stepanovs, Vitalijs Asta- fjevs, Arturs Zakresevskis, Juris Laizans, Olegs Blagona- dezdins, Aleksandrs Isakovs, Valentins Lobanovs (Marian Pa- hars 68.), Maris Verpakovskis (Andrejs Stolcers 81.), Andrejs Rubins, Andrejs Prohorenkovs (Vits Rimkus 78.). Dómari var Sergey Shmolik frá Hvíta-Rússlandi. ■ ÁSGEIR SIGURVINSSON Mun sáttari eftir leikinn í gær heldur en gegn Albönum. ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON Lék mjög vel gegn Lettum i gær. Markalaust í Ríga Íslendingar gerði jafntefli við EM-lið Letta. Liðið lék mun betur en gegn Albönum í síðasta mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.