Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 29. apríl 2004 37 FRUMSÝNDAR UM HELGINA DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM SECRET WINDOW Internet Movie Database - 6.2 /10 Rottentomatoes.com - 47% = Rotin Metacritic.com - 42 /100 Entertainment Weekly - C+ Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm) CONFESSIONS OF A TEENAGE DRAMA QUEEN Internet Movie Database - 4.2 /10 Rottentomatoes.com - 13% = Rotin Metacritic.com - 32 /100 Entertainment Weekly - C- Los Angeles Times - 3 1/2 stjarna (af fimm) DREKAFJÖLL - Dragon Hill. La colina del dragón Internet Movie Database - 6.1 /10 hallærislegir þeir eru að þeir fara allan hringinn og verða æðislegir. Hárgreiðslan er út úr kú, fötin al- veg á mörkunum og reykspólið ætti að vera mislukkað, en þvert á móti er þetta allt saman æðislegt.“ ÞÞ Passion of the Christ „Pyntingarnar, blóðsúthellingin og mannvonskan eru teiknimyndaleg, jafnvel klámfengin á köflum og missir myndin og frásögnin öll trúverðugleika fyrir vikið. Kærleiksboðskapurinn nær hinsvegar að svamla upp á yfirborð blóðbaðsins í litlum endur- minningasenum þar sem við sjáum þann Krist sem ég man eftir sem barn. Það eru þessar senur sem sitja eftir hjá mér og veita smá yl. Engu að síður er þetta ótrúlega merkileg og vel gerð mynd sem vekur upp miklar og stórar spurningar og ef- laust mjög persónubundið hvernig hver og einn túlkar hana.“ KD Whale Rider „Þema myndarinnar er fjölþátta og fjallar um fjölskyldutengsl, leit að viðurkenningu, mátt þjóðsagna og áhrif nútímans á gamlar hefðir. Það ríkir mystísk stemning yfir myndinni, sem minnir mig óneitanlega á stílbragð eins okkar ástsælasta leikstjóra (vísbending: hann er með yfirvaraskegg). Whale Rider er nútíma- þjóðsaga, ævintýri án tæknibrellna, mann- eskjuleg og uppbyggjandi.“ KD TOUCHING THE VOID Gagnrýnandi Fréttablaðsins segir Touching the Void vera eina bestu myndina í bíó í dag. SMS um nýjustu myndirnar Scarlett leikur á móti Tom Cruise Hin 19 ára kvikmyndastjarnaScarlett Johansson hefur samþykkt að leika á móti hjarta- knúsaranum Tom Cruise í Mission Impossible 3. Hin banda- ríska Johansson, sem vann Bafta- verðlaunin fyrir hlutverk sitt í Lost in Translation, mun þá leika með Kenneth Branagh, Carrie- Ann Moss og Ving Rhames en þau hafa öll samþykkt að taka að sér hlutverk í þriðju myndinni, sem áætlað er að fari í tökur síðla sumars. Mission Impossible 3 verður frumsýnd í júní árið 2005 en af Jo- hansson er það einnig að frétta að hún hefur nýlega skrifað undir samning við snyrtivörufyrirtækið Calvin Klein um að verða næsta andlit fyrirtækisins. ■ SCARLETT JOHANSSON Það er nóg að gera hjá hæfileikaríka nýstirninu um þessar mundir. Touching the Void „Þegar hremmingarnar hefjast þá er sem maður standi, falli og brotni með fjallgöngumönnunum. Kvikmyndatakan er vægast sagt ótrúleg og eflaust efni í aðra heimildarmynd hvernig aðstandendur fóru að því að ná sumum af þessum ógleyman- legu skotum. Án efa ein besta myndin í bíó í dag.“ KD Kill Bill Vol. 2 „Sem heild eru Kill Bill Vol. 1 og Vol. 2 gargandi snilld og maður getur ekki beðið eftir að sjá þær saman í röð en aðskildar stendur vol. 2 upp úr og það sem meira er hún getur staðið ein og sér og það má njóta hennar í botn án þess að hafa sáð fyrri hlutann. Ef um væri að ræða ritgerð um þann risahrærigraut sem bíómenningin er þá fengi Vol. 1 9,5 en Vol. 2 hækkar einkunnina upp í 10. Þetta verður ekki betra.“ ÞÞ Hidalgo „Hér er á ferðinni ágætis ævintýramynd sem sver sig í ættir við Indiana Jones bálkinn. Þegar öllu er á botni hvolft er Hidalgo prýðis skemmtun sem, þótt það sé lummulegt að segja það, ætti að höfða til allrar fjölskyldunnar.“ KD The Barbarian Invasion „Miðað við hversu þung sagan er, er alveg ótrúlega létt yfir myndinni. Þar verða líflegar og vitsmuna- legar samræður til þess að gera niðurtalninguna bærilegri. Vinahópur hins dauðvona háskólapró- fessors er frábær. Allir, sem hafa kynhneigð til, virðast hafa sofið hjá öllum og ekkert umræðuefni er tabú. Þetta er fólk sem hefur lifað, rekið sig á og lært af reynslunni. Samt er það að berjast við þann raunveruleika að reynslan hafi ekki gefið þeim neinn vissan tilgang. Hinar einföldu, dýrslegu hvatir kynlífsins, eru enn allsráðandi.“ BÖS Scooby Doo 2: Monsters Unleashed „Einhvern veginn hefði maður nú haldið að leikna myndin með hinum tölvuteiknaða Scooby-Doo frá árinu 2002 hefði átt að duga til þess að sannfæra alla um að ævintýri Shaggy, Velmu, Freds, Daphne og Scooby-Doo geta engan veginn borið uppi al- vörubíómynd. Teiknimyndirnar um gengið hafa ákveðinn sjarma, þó þær séu hallærislegar, og eru ágætlega geymdar á Cartoon Network.“ ÞÞ Dawn of the Dead „Uppvakningar Romeros voru svo skemmtilega heillandi vegna þess hversu heimskir, slappir og hægfara þeir voru. Ógnin fólst í fjöldanum en það var ekkert mál að sigrast á einum og einum. Þessir nýju uppvakningar eru ekki eins mikil krútt enda fráir á fæti og nokkuð erfitt að kála þeim. Húmor- inn er aldrei langt undan og maður á á hættu að skella upp úr í miðju blóðbaði. Sem sagt eðalstöff fyrir þá sem kunna að meta uppvakninga og grá- glettinn viðbjóð. Öðrum er ráðlagt að halda sig heima.“ ÞÞ Pétur Pan „Myndin iðar öll af lífsgleði og æskufjöri og það er varla hægt að segja að hér sé slegin ein feilnóta en það eina sem dregur úr spennunni og kraftin- um er að hvert einasta mannsbarn þekkir söguna eins og handarbakið á sér. Annars er hér á ferðinni frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna ekki síst af allir geta sammælst um að sjá hana með ensku tali.“ ÞÞ Starsky & Hutch „Þar munar vitaskuld mest um framlag aðalleikar- anna Ben Stiller og Owen Wilson. Báðir eru þeir hörku gamanleikarar og eru aldrei betri en þegar þeir deila myndum saman. Þeir njóta sín í botn í hlutverkum diskólöggutöffaranna Starsky og Hutch og eru svo innilega meðvitaðir um það hversu HEITT Í KALIFORNÍU Elvis eftirhermann Mike Romeo og Marilyn Monroe eftirherman Dena Morehouse báru sig illa í hitanum á Hollywood Boulevard í liðinni viku. Þá fór það líka í taugarnar á þeim að enginn nennti út í hitann til að berja þau augum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.