Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 6
6 30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 74.16 0.86% Sterlingspund 130.61 -0.46% Dönsk króna 11.78 0.23% Evra 87.65 0.23% Gengisvísitala krónu 123,96 0,54% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 434 Velta 5.019 milljónir ICEX-15 2.728 -0,86% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 505.128 Össur hf. 345.229 Landsbanki Íslands hf. 272.214 Mesta hækkun Össur hf. 6,54% Opin Kerfi Group hf. 1,93% Kögun hf. 1,04% Mesta lækkun Burðarás hf. -2,83% Kaupþing Búnaðarbanki hf. -2,58% Straumur fjárfestingarbanki hf. -1,57% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.339,0 -0,0% Nasdaq * 1.972,8 -0,8% FTSE 4.519,5 -0,1% DAX 4.008,9 -1,4% NK50 1.499,5 0,0% S&P * 1.119,5 -0,3% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hvað heitir fulltrúi Íslands semkjörinn var dómari við Mannrétt- indadómstól Evrópu? 2Hvaða breska háskóla afhenti DavíðOddsson forsætisráðherra kennslu- styrk á dögunum og hve hár var styrkur- inn? 3Frá deginum í dag hækkar hámarks-hraði víða á dönskum hraðbrautum. Hver verður hámarkshraðinn? Svörin eru á bls. 43 Vísir hf. kaupir hlut Byggðastofnunar í fiskvinnslunni Fjölni: Öllu starfsfólki sagt upp FISKVINNSLA Öllu starfsfólki fisk- vinnslunnar Fjölnis hf. á Þingeyri, alls 35 manns, hefur verið sagt upp störfum og vinnsla liggur niðri hjá fyrirtækinu. Fjölnir er að stærstum hluta í eigu Vísis hf. í Grindavík. Í gær var jafnframt tilkynnt að Byggðastofnun hefði tekið kaup- tilboði Vísis hf. í 100 milljóna króna hlutafé stofnunarinnar í Fjölni. Söluverð hlutafjárins hefur ekki fengist upp gefið. Á vef Bæjarins besta er það haft eftir Aðalsteini Þorsteinssyni, for- stjóra Byggðastofnunar, að það hafi alltaf verið markmið stofnunarinn- ar að selja hlutaféð. „Vísismenn óskuðu eftir viðræðum um kaup og í framhaldinu kom tilboð sem við tókum,“ segir Aðalsteinn. Fiskvinnslan Fjölnir hf. var stofnuð árið 1999. Hlutafé fyrir- tækisins var í upphafi 400 milljónir og voru stærstu hluthafarnir Vísir, Burðarás og Byggðastofnun. Fyrir- tækinu var úthlutað um 400 tonna byggðakvóti til fimm ára og hafa skip Vísis séð um að veiða þennan kvóta. Að sögn Péturs Pálssonar, stjórnarformanns Fjölnis, er ráð- stöfunarkvótinn nú uppurinn og því liggur öll vinnsla niðri. Albert Sigurjónsson, rekstrar- stjóri Fjölnis, segir í samtali við Bæjarins besta að ómögulegt sé að spá um það hversu lengi vinnslu- stöðvunin varir. ■ Meira en 100 manns tepptir á Landspítala Yfir hundrað sjúklingar eru nú tepptir á hinum ýmsu deildum Landspítala - háskólasjúkrahúss. Meðferð þeirra á spítalanum er lokið en þeir bíða nú meðferðar- og vistarúrræða utan hans. Slík bið tekur yfirleitt marga mánuði. HEILBRIGÐISMÁL Meira en hundrað sjúklingar eru nú tepptir á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi þar sem önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Meðferð þeirra er lokið en þeir bíða eftir úrræðum utan spítalans. Þetta kemur meðal annars fram í greinargerð sem fulltrúar Banda- lags háskólamanna og Landspítala kynntu Jóni Kristjánssyni heil- brigðisráðherra í gær. Greinar- gerðin er unnin á grunni úttektar KPMG-ráðgjafar, sem BHM fékk fyrirtækið til að gera vegna hag- ræðingaraðgerða á LSH. Um er að ræða sameiginleg áhersluatriði BHM og LSH í málefnum spítal- ans, sem verða kynnt stjórn- völdum og á op- inberum vett- vangi. Í greinar- gerðinni er fjall- að um mannúð- leg og hagkvæm vistunarúrræði vegna útskrift- arvanda á LSH sem þýði að sjúklingar sem lokið hafa meðferð á spítalanum og bíða eftir meðferðarúrræðum annars staðar í heilbrigðiskerfinu, svo sem vist á hjúkrunarheimili, þurfi í flestum tilfellum að bíða mánuð- um saman. Í greinargerðinni segir, að meira en 100 sjúklingar bíði nú eftir slíkri vist á deildum spítal- ans. Spítalinn geti því ekki sinnt sínu hlutverki sem skyldi, til dæm- is ekki kallað inn sjúklinga af biðlistum í þau rúm sem teppt séu vegna útskriftarvandans. „Sjúklingarnir sem bíða fá ekki þá þjónustu sem er markvissust fyrir þá á meðan þeir bíða, það er þeir bíða í umhverfi hátækni- sjúkrahússins en þurfa oft á tíðum á heimilislegu umhverfi hjúkrun- arheimila að halda,“ segir í grein- argerðinni. Þá er vakin athygli á að nauð- synlegt sé að finna leiðir til þess að hægja á þeim útgjaldavexti sem hefur verið til margra ára á lyfja- kostnaði Landspítala - háskóla- sjúkrahúss. Málið snúi annars vegar að stjórnvöldum og þeirri reglugerðaumgjörð sem snýr að innflutningi og skráningu lyfja á Íslandi og hins vegar að notkun lyfjanna á spítalanum. Loks er fjallað um fasteignir LSH og umsýslu þeirra. Þar er undirstrikað að stjórnvöld komi til móts við LSH í hagkvæmri og gagnsærri lausn fasteignamála. Jafnframt, að við ákvörðun um fjárveitingar verði tekið sýnilegt tillit til þess verulega kostnaðar sem er af fjárbindingu við stofn- kostnað og útgjöld við viðhald, rekstur og umsýslu fasteigna LSH. jss@frettabladid.is Tveggja ára fangelsi: Nauðgaði tveimur DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt karlmann til tveggja ára fangelsis- vistar fyrir að hafa haft samræði við tvær stúlkur þegar ástand þeirra var þannig að þær gátu ekki spornað við sökum ölvunar og svefndrunga. Manninum var jafnframt gert að greiða hvorri stúlkunni um sig hálfa milljón í miskabætur, auk dráttar- vaxta. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Ákærði viðurkenndi að hafa haft sam- ræði við stúlkurnar á heimili sínu, en fullyrti að það hefði verið með þeirra samþykki. Hann var sakfelldur á grundvelli vitnisburðar stúlknanna, læknis- og sálfræðivottorða. ■ PRESTASTEFNA Prestar á Prestastefnu Íslands 2004 taka undir þá fullyrðingu kirkjuráðs að kirkjan eigi Þingvelli. Ályktun prestastefnu: Þjóðkirkjan á Þingvelli PRESTASTEFNA Prestastefna Íslands 2004 mótmælir því að Þingvellir séu taldir með ríkisjörðum þar sem kirkjan fari með eignarhald á Þingvöllum samkvæmt þing- lýstum eignarheimildum. Í ályktun frá prestastefnunni er tekið undir samþykkt kirkju- ráðs þar sem tillögum um stækk- un þjóðgarðsins á Þingvöllum og friðlýsingu hans er fagnað en því jafnframt lýst yfir að frumvarpið feli ekki í sér breytingu á réttar- stöðu Þingvalla sem prestsseturs. Prestastefnan lýsir yfir fullum stuðningi við kirkjuráð við að gæta hagsmuna kirkjunnar á Þingvöllum og hvetur ríkisvaldið til að koma að ný að viðræðum við kirkjuna svo að samkomulag náist sem fyrst. ■ BIFHJÓLI STOLIÐ ÚR BÍLSKÚR Brotist var inn í bílskúr í vestur- bæ Kópavogs aðfaranótt fimmtu- dags og stolið þaðan bifhjóli. Lög- reglunni í Kópavogi var tilkynnt um innbrotið um klukkan fjögur um nóttina. Hjólið fannst undir morgun þar sem nokkrir ungir menn voru að reyna að koma því í gang. Enginn hefur verið hand- tekinn vegna málsins. INNBROT Í GRUNNSKÓLA Brotist var inn í Árbæjarskóla aðfara- nótt fimmtudags og stolið þaðan tölvu. Þjófarnir brutu tvær rúður til að komast inn í bygginguna. Innbrotið var tilkynnt til lögreglu þegar kennsla hófst í gærmorg- un. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Egill segir komið að leiðarlokum fyrir Davíð – hefur þú séð DV í dag? Á ÞINGEYRI Vinnsla liggur niðri hjá fiskvinnslunni Fjölni á Þingeyri og hefur öllu starfsfólki fyrirtækisins verið sagt upp störfum. „Sjúkling- arnir sem bíða fá ekki þá þjónustu sem er mark- vissust fyrir þá á meðan þeir bíða. MÁLEFNI LANDSPÍTALANS Magnús Pétursson, forstjóri LSH, Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, og Gísli Tryggvason, framkvæmda- stjóri BHM, gengu á fund Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra í gærmorgun og kynntu honum sameiginlegar hugmyndir sínar um málefni Landspítala - háskólasjúkrahúss. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.