Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 10
10 30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR VILJA EKKI BROTTHVARF FRÁ GAZA Ísraelskur bókstafstrúarmaður gengur fram hjá auglýsingaspjaldi þar sem félagar í Likudbandalagi Ariels Sharon forsætisráð- herra eru hvattir til að greiða atkvæði gegn tillögu hans um að leggja niður land- nemabyggðir á Gaza-ströndinni. Kosið verður um tillögu Sharons á morgun. Landssamband eldri borgara: Vill hækkun grunnlífeyris KJARAMÁL Sambandsstjórnarfund- ur Landssambands eldri borgara hefur sent frá sér áskorun til stjórnvalda þess efnis að hækka grunnlífeyri almannatrygginga þannig að tryggingagreiðslur nái aftur sama hlutfalli af launum og var árið 1995. Einnig að raunskatthlutfall af trygginga- greiðslum og lágum launum verði ekki hærra en það var árið 1995. Þá skorar fundurinn á stjórn- völd að fela Hagstofunni að birta reglulega tölur um tekjuþörf ein- staklinga, sem tryggi almennan framfærslulífeyri. Einnig að stjórnvöld sjái um að trygginga- greiðslur til þeirra sem ekki hafa aðrar tekjur en greiðslur al- mannatrygginga verði aldrei undir þeim mörkum. E n n f r e m u r skorar fundurinn á stjórnvöld að aflétta þegar í stað óhóflegum tekjutengingum t r y g g i n g a - greiðslna. Loks skorar fundurinn á ríkis- stjórnina að út- vega þegar það fjármagn sem þarf til þess að Framkvæmdasjóð- ur aldraðra geti mælt með styrkveit- ingum til uppbygg- ingar þeirra hjúkr- unarheimila sem þegar liggja fyrir umsóknir um. Jafn- framt er skorað á ríkisstjórnina að skila nú þegar ein- hverju af þeim rösku fjórum millj- örðum króna, sem fluttar hafa verið frá uppbyggingar- verkefnum Fram- kvæmdasjóðs aldraðra síðan 1992 til rekstrar. ■ Höfðu ekki tíma til að skoða EES-reglur Ekkert var fjallað um EES-reglur í skýrslu nefndar um eignarhald á fjölmiðlum. Hæstaréttarlög- maður segir þær geta skipt máli varðandi mismunun á grundvelli þjóðernis. Formaður nefndarinnar segir að ekki hafi gefist tími til að skoða reglurnar. FJÖLMIÐLASKÝRSLAN „Það vekur at- hygli að í skýrslu nefndar um eign- arhald á fjölmiðlum er ekkert fjall- að um grundvallarreglur megin- máls EES-samningsins. Reglurnar hafa þó gildi hér á landi, enda hafa dómar Evrópudómstólsins áhrif á íslenskan rétt samkvæmt EES- samningnum og samningi EFTA- ríkjanna um Eftirlitsstofnun og dómstól,“ segir Stefán Geir Þóris- son, hæstarréttarlögmaður. Á fundi Lögfræðingafélags Ís- lands um skýrslu um eignarhald á fjölmiðlum spurði Stefán formann nefndarinnar, Davíð Þór Björgvins- son, hvers vegna ekki hefði verið tekið tillit til þessara reglna þegar alþjóðlegt lagaumhverfi um fjöl- miðla hafi verið kannað. Skoða hefði mátt dómaframkvæmd Evrópu- dómstólsins þar sem tilraun er gerð til að skapa einn markað sem hefur það að markmiði að einstaklingar og lögaðilar geti, óháð þjóðerni og án þess að mæta „óréttmætum“ hindrunum, komið á fót fyrirtækj- um hvar sem er innan ESB. Davíð Þór svaraði því svo að nefndinni hafi ekki unnist tími til þess. Dómaframkvæmd Evrópudóm- stólsins á þeim ákvæðum Rómar- samningsins sem fjalla um frjáls þjónustuviðskipti og staðfesturétt á sér uppruna í reglunum um frjálsa vöruflutninga, að sögn Stefáns. Hef- ur hún verið í stöðugri þróun undan- farna áratugi og tekið allnokkrum breytingum. „Fræðimenn hefur í tilvikum greint á um hvað felist í dómafram- kvæmdinni enda hefur hún að hluta til verið misvísandi. Því hefur með- al annars verið haldið fram að rétt sé að túlka dóma dómstólsins þannig að til að mynda reglurnar um staðfesturétt feli það ekki að- eins í sér að afnumin skuli öll mis- munun á grundvelli þjóðernis,“ seg- ir Stefán. „Áherslan hefur í auknum mæli verið á það hvort innanlandsreglur hindri aðgang að markaðnum. Hvað þjónustufrelsisreglurnar varðar hefur Evrópudómstóllinn í auknum mæli litið til þess hver er hreyfan- leiki og framboð þeirrar þjónustu sem um er að ræða, frekar en að líta til stöðu persónunnar eða lögaðil- ans, það er þess sem veitir þjónust- una eða þiggur hana,“ segir hann. Minni áhersla hefur verið lögð á mismunun á grundvelli þjóðernis og meiri áhersla er lögð á að afnema almennar takmarkanir eða hindran- ir á þeim réttindum sem um er að ræða, að sögn Stefáns. Hann segir að túlkun ákvæðanna hafi í raun gengið svo langt að fjalla um aðstæður sem í raun hafa ekkert með mismunun á grundvelli þjóð- ernis að gera. „Rýmkun ákvæðanna hefur þannig að mati sumra fræðimanna og ráðamanna aðildarríkja ESB gengið allt of langt. Þau hafa í raun farið inn á viðkvæm svið innanríkis- málefna sem virðast lítið hafa með að gera afnám hindrana á frelsi ein- staklinga og lögaðila annarra ESB- ríkja til að hagnýta sér það við- skiptafrelsi sem Evrópurétturinn felur í sér,“ segir hann. Sjá má þess merki til að mynda í dómum Evrópudómstólsins sem fjallað hafa um lottóreglur, fóstur- eyðingar, heilbrigðisþjónustu og ekki síst reglur um sjónvarps- og útvarpssendingar, að sögn Stefáns. sda@frettabladid.is Tilræðismenn: Unnu fyrir lögregluna SPÁNN, AP Spænska dagblaðið El Mundo heldur því fram að tveir þeirra sem eru grunaðir um aðild að hryðjuverkaárásunum í Ma- dríd í síðasta mánuði hafi verið uppljóstrarar hjá lögreglunni. Samkvæmt heimildum blaðs- ins veitti Rafa Zuher lögreglunni upplýsingar um fíkniefnavið- skipti í Madríd en Eduardo Suarez Trashorras er sagður hafa veitt lögreglunni í Asturias upplýsing- ar um vopna- og eiturlyfjavið- skipti. Spænska stjórnin hefur fyrir- skipað rannsókn á staðhæfingum blaðsins. ■ …með allt fyrir sumarið GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Við erum snöggir að umfelga Stofnfrumur: Lækna hjartamein BENEDIKT DAVÍÐSSON Formaður Félags eldri borgara. Tilskipun um fjárfestingarráðgjöf: Snertir störf blaðamanna EVRÓPUREGLUR Nefnd á vegurm iðn- aðar- og viðskiptaráðherra vinnur að innleiðingu tilskipunar Evrópu- sambandsins um markaðssvik. Meðal þess sem tilskipunin snertir eru þeir sem veita ráðleggingar um fjárfestingar. Elín Jónsdóttir, lög- fræðingur á verðbréfasviði Fjár- málaeftirlitsins, situr í nefndinni. Hún segir reglurnar snerta blaða- menn að því marki að þeir miðli slíkri ráðgjöf greiningardeilda og öðru sem lítur að verðmati fyrir- tækja. Í slíkum tilvikum þarf að greina frá því ef um verulega hags- muni er að ræða. „Þetta yrði annað hvort gert með lagasetningu eða með því að fjölmiðlar setji sér siða- reglur,“ segir Elín. ■ LÆKNAVÍSINDI Bandarískir vísinda- menn hafa sýnt fram á að meðferð með hjálp stofnfruma gæti lækn- að veikburða hjörtu. Tuttugu hjartasjúklingar tóku þátt í til- raun þar sem stofnfrumum var sprautað inn í biluð hjörtu þeirra. Þeir komust að því að þeir sjúk- lingar sem höfðu fengið stofn- frumum sprautað í skemmdan hluta hjartans gátu dælt meira blóði en þeir sem einungis geng- ust undir skurðaðgerð. Fyrri rannsóknir höfðu leitt það í ljós að stofnfrumur gætu aukið vöxt hjartavöðva og æða- kerfis. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerir tilraunir með þetta. Stofnfrumur eru óþroskaðar frumur sem geta vaxið á sama hátt og aðrir vefir, svo sem hjarta- vefir. ■ STEFÁN GEIR ÞÓRISSON Hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.