Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 14
14 30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR BEÐIÐ EFTIR FLUGI Starfsmenn ítalska flugfélagsins Alitalia hafa verið í verkfalli undanfarna daga til að andmæla áformum um fjöldaupp- sagnir. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur og hafa þúsundir farþega mátt sætta sig við seinkanir á flugi og að ferðir séu slegnar af. Jónína Bjartmarz samþykkir útlendingafrumvarpið með fyrirvara: Ástin spyr ekki um aldur ALÞINGI Jónína Bjartmarz, þingmað- ur Framsóknarflokksins, hefur samþykkt lítt breytt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga, en gerir fyrirvara við 24 ára og 66 ára aldursmörkin sem frumvarpið kveður á um. Samkvæmt frumvarp- inu þarf erlendur maki íslensks ríkisborgara að vera orðinn 24 ára til að geta fengið dvalarleyfi sem aðstandandi. Með svokallaðri 66 ára reglu er markmiðið að koma í veg fyrir að aðstandendur íslensks ríkisborgara noti dvalarleyfi aðstandenda sem hjáleið inn á íslenskan vinnumarkað. „Ég tel ekki sýnt nægilega fram á að þörf sé á að setja þessi aldurs- mörk og þau þjóna ekki þeim til- gangi sem lagt var af stað með. Það eru tugir ungra karla og kvenna sem koma árlega til landsins á grundvelli hjónabands með Íslend- ingi og samkvæmt Útlendinga- stofnun var aðeins eitt tilvik á síð- ustu árum þar sem grunur var um nauðungarhjónaband. Við vitum það að hvort sem það eru Íslending- ar eða útlendingar þá spyr ástin ekki um aldur og hún virðir heldur ekki nein landamæri,“ segir Jónína. ■ ALÞINGI „Við getum undir engum kringumstæðum tekið þátt í því að setja víðtækar hömlur á persónufrelsi tiltekins hóps fólks út af tilefnum sem eru nánast engin í íslensku samfélagi,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar og fulltrúi þingflokksins í allsherjarnefnd. Allsherjarnefnd Alþingis hefur skilað frá sér nefndaráliti á fumvarpi um breytingu á lögum um útlendinga. Litlar breytingar voru gerðar á frumvarpinu. „Þetta eru vond lög og illa unn- in. Frumvarpið var illa unnið í upphafi án nokkurs samráðs við innflytjendur eða þá sem hafa með málefni innflytjenda að gera,“ segir Bryndís. Bjarni Benediktsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og for- maður allsherjarnefndar telur að verulegu leyti hafi verið komið til móts við þau sjónarmið sem kom- ið var á framfæri við nefndina og margt sé þar til bóta við að skýra frumvarpið nánar. „Það er ekki mikið um efnisleg- ar breytingar en hins vegar tel ég líka að margar af þeim athuga- semdum sem komu fram hafi ver- ið að hluta til á misskilningi byggðar. Þeim misskilningi hefur verið eytt með þessum breyting- um,“ segir Bjarni. Hann nefnir sem dæmi að það hafi verið í umræðunni að til stæði að lögsetja hér reglu um að lífsýna- taka færi fram skilyrðislaust ef farið yrði fram á það í tengslum við umsókn um dvalarleyfi. „Það var alveg klárt í mínum huga að umsækjandi hefði alltaf tækifæri á að neita því að slík líf- sýnataka færi fram en til þess að eyða þessum efa höfum við nú breytt orðalaginu,“ segir hann. Útlendingum utan EES yngri en 24 ára verður bannað að ganga í hjónaband. Ástæðan er sögð vera hættan á nauðungarhjónaböndum, sem eru þegar foreldrar þvinga börn sín í hjúskap, og málamynda- hjónaböndum, sem stofnuð eru ein- göngu í þeim tilgangi að afla dvalar- leyfis. „Ég tel ekkert athugavert við það að sett verði bann við það í ís- lenskum lögum að fólk fái dvalar- leyfi á grundvelli nauðungarhjóna- banda eða málamyndahjónabanda. Spurningin er hins vegar hvernig reglur um þetta eru og hversu langt er hægt að ganga nærri frið- helgi einkalífs hjá fólki vegna þessa banns. Ég vil að gerðar séu þær kröfur til útlendinga sem hing- að komi að þeir fari eftir íslenskum lögum og virði þær reglur sem hér gilda á sama hátt og aðrir borgarar hér á landi. Við getum ekki fallist á að settar verði sérreglur og raun- ari strangari reglur til dæmis um meðferð mála fyrir ákveðinn hóp fólks,“ segir Bryndís. sda@frettabladid.is Afkoma deCODE: Hlutabréfin lækkuðu UPPGJÖR deCODE tapaði tólf milljón- um dollara eða hátt í 900 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Tapið er rúmum 70 milljónum minna, en á sama tímabil í fyrra. Tekjur dógust saman um rúm 13% milli ára, en kostnaður minnkaði öllu meira. Í frétt frá félaginu segir að ófærðar þróunartekjur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið 18,9 milljón- ir dollara, hafi aukist um 47,6% milli ára. Stafa þær af nýjum samn- ingi deCODE við Merck og verða þær færðar á næstu misserum. Gengi félagsins lækkaði við fréttir af uppgjörinu og fór hluturinn niður fyrir níu dollara í gær. ■ „Þetta eru vond lög og illa unnin. …með 105 verslanir, veitingastaði og kaffihús SAMGÖNGUR Heildarlengd Fá- skrúðsfjarðarganga er nú komin yfir fjóra kílómetra. Á miðviku- dag var búið að sprengja samtals 4.016 metra, 2.073 Fáskrúðsfjarð- armegin og 1.943 metra Reyðar- fjarðarmegin. Bygging vegskála Fáskrúðs- fjarðarmegin fer senn að hefjast og hefur Ístak auglýst eftir smiðum og verkamönnum vegna verkefnisins Endanleg lengd Fáskrúðs- fjarðarganga verður tæpir 5,7 kíló- metrar og því er búið að sprengja um 70 prósent af þeirri lengd. Mikil samgöngubót verður milli norður- og suðurfjarða með tilkomu gang- anna og hefur fasteignaverð á Fáskrúðsfirði hækkað einna mest á Austurlandi að undanförnu. ■ Fáskrúðsfjarðargöng: Um 70 prósent af göngunum lokið JÓNÍNA BJARTMARZ Þingmaður Framsóknarflokksins telur ekki sýnt nægilega fram á að þörf sé á að setja 24 ára og 66 ára aldurs- mörk í útlendingafrumvarpinu. UPPGJÖR Hagnaður stoðtækja- fyrirtækisins Össurar nam tæpu 230 milljónum króna á fyrsta árs- fjórðungi ársins. Hagnaðurinn ríflega tvöfaldaðist miðað við sama tímabil í fyrra. Sala félags- ins jókst um 40 prósent og fram- legð batnaði um tvö prósentustig og var 60 prósent á fjórðungnum. Uppgjörið er yfir væntingum markaðsaðila og hækkuðu hluta- bréf Össurar í kjölfar uppgjörs- ins. Greining Íslandsbanka segir uppgjörið sýna að félagið sé að vinna sig hratt út úr erfiðleikum síðasta árs. Mikill þróunarkostnaður féll til í fyrra, en minni nú. Samkvæmt félaginu er stór ástæða þess að unnið hefur verið að þróun tölvu- stýrðs gervihnés sem mun fara á markað í október. Að sögn for- svarsmanna Össurar gekk rekst- urinn áfallalaust á fjórðungnum og samþætting Generation II sem Össur keypti í fyrra skilaði árangri. Fyrirtækið segir horfur í rekstrinum þokkalegar og gert er ráð fyrir að stærsti hluti sölu- vaxtar í Norður-Ameríku verði vegna stuðningtækja, en sá mark- aður er mun stærri en stoðtækja- markaður sem hefur verið höfuð- markaður fyrirtækisins til þessa. ■ GÓÐ ÁRSBYRJUN Árið byrjar vel hjá Jóni Sigurðssyni, forstjóra Össurar. Hagnaður fyrirtækisins var ríflega tvöfalt meiri í upphafi árs, en á sama tímabili í fyrra. Össur yfir væntingum: Hagnaður ríflega tvöfaldast BJARNI BENEDIKTSSON „Það var alveg klárt í mínum huga að umsækjandi hefði alltaf tækifæri á að neita því að slík lífsýnataka færi fram.“ BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR „Við getum ekki fallist á að settar verði sér- reglur og raunar strangari reglur til dæmis um meðferð mála fyrir ákveðinn hóp fólks.“ Útlendingafrumvarp lítt breytt úr nefnd Litlar breytingar voru gerðar á frumvarpi um útlendingalög í allsherj- arnefnd Alþingis. Formaður segir að mikið af athugasemdum hafi verið á misskilningi byggðar. Samfylkingin segir lögin vond og illa unnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.