Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 21
21FÖSTUDAGUR 30. apríl Amerísku hvíldarstólarnir Verð frá 39.960 kr.- * Af völdum vörum. 15-70% afsláttur * Tiltektardagar RAFMAGNSRÚM Verð frá 87.635,- SVEFNSÓFAR Verð frá 66.500,- HÚSGÖGN OG FYLGIHLUTIR Allt að 70% afsláttur Lögreglan elti uppi þjófa: Stálu golfsettum INNBROT Tveir ungir piltar brutust inn í bíl í Norðurbænum í Hafnar- firði um fjögurleytið aðfaranótt fimmtudags. Piltarnir höfðu á brott með sér tvö golfsett. Lögreglan kom á vettvang eftir að íbúi í nágrenninu tilkynnti um grunsamlegar mannaferðir. Þá höfðu piltarnir hlaupið út í hraun en þegar þeir komu auga á lög- reglumennina köstuðu þeir frá sér golfsettunum og tóku á rás. Lögreglan elti þá uppi og flutti þá á lögreglustöðina í Hafnarfirði. ■ EGYPTALAND, AP Nær fjórum mánuð- um eftir að þeir lögðu upp frá upp- sprettu Nílar í Eþíópíu til árósa hennar við Miðjarðarhafið 5.247 kílómetrum norðar luku tveir bandarískir ferðalangar mikilli sigl- ingu sinni. Meðan á henni stóð lentu þeir í miklum hremmingum. „Við sluppum frá árásum flóð- hesta og krókódíla, egypskir glæpa- menn skutu á okkur og við vorum handteknir þegar við sigldum yfir Nasser-vatn í Egyptalandi,“ sagði jarðfræðingurinn Pasquale Scat- urro í viðtali að ferðalaginu loknu. Hann segir þetta í fyrsta skipti sem farið er frá upphafi Nílar til árósa hennar, um Eþíópíu, Súdan og Egyptaland. ■ KJARASAMNINGAR Rafiðnaðarsam- band Íslands og Orkuveita Reykjavíkur skrifuðu í fyrrinótt undir nýjan kjarasamning. Samn- ingurinn tekur til tæplega hundr- að rafiðnaðarmanna. Gildistíminn er fjögur ár og eru launahækkan- ir svipaðar og í öðrum samningum sem undirritaðir hafa verið und- anfarið. Launakerfi verða endur- skoðuð frá grunni og á þeirri vinnu að vera lokið innan eins árs. Hluti breytinganna tekur þó gildi strax. Greiðslur í lífeyrissjóð hækka jafnmikið og í öðrum samningum. Í samningnum er tekið á ýmsum atriðum eins og slysatryggingum, truflunum í frí- tíma, bakvöktum og bakvaktar- fríum. Samningurinn verður kynntur í næstu viku en atkvæði verða föstudaginn 7. maí. ■ ÓLÍK TRÚARBRÖGÐ Jóhannes Páll páfi annar tók á móti hópi Búddamunka við lok vikulegrar áheyrnar sinnar á Péturstorgi í Vatíkaninu í gær og virtist fara vel á með þeim. SAMNINGUR Í HÖFN Rafiðnaðarsambandið skrifaði í fyrrinótt undir nýjan kjarasamning vð Orkuveitu Reykjavíkur fyrir hönd tæplega 100 rafiðn- aðarmanna sem starfs hjá OR. Rafiðnaðarsamband Íslands: Samið við Orkuveituna LANGT AÐ KOMNIR Lögðu að baki rúma 5.000 kílómetra. Sigldu alla Níl: Sættu árás- um flóðhesta og manna ÁHORFENDUR KVADDIR Yann Rossi kveður áhorfendur í Kaup- mannahöfn eftir sýningu Arena-fjölleika- hússins. Rossi-fjölskyldan hefur skemmt fólki með trúðslátum í á fjórðu öld. lærir hann á hljóðfæri og að halda hlutum á lofti. Á kvöldin lærir hann trúðslætin. Þess á milli stundar hann nám í bréfaskóla. ■ LISTIRNAR ÆFÐAR Hector Rossi fylgist með syni sínum, Victor, æfa það að halda hlutum á lofti. Góðum fjölleikahúsum hefur fækkað mjög frá því faðirinn var á aldur við soninn, að sögn Rossi-fjölskyldunnar. …með allt fyrir bragðlaukana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.