Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 24
Eplaskífur Eplaskífur eru danskt bakkelsi, bakað á sérstökum pönnum með holum í. Upphaflega voru eplaskífur vænir eplabitar sem dýft var í deig og síðan soðnir í smjöri. Nú eru eplaskífurnar hins vegar bakaðar úr deigi sem líkist mest pönnuköku eða lummudeigi. Stundum er settur lítill eplabiti í hverja eplaskífu. Eplaskífurnar eru borðaðar með sultu og flórsykri. Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. sími 566 6103 Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur Eldsterk, góm- sæt kryddmauk Heitur, kryddaður matur er vinsæll kostur í eldhúsum Íslendinga og nú hefur held- ur betur bæst við spennandi kostur í formi eldsterkra kryddmauka. Harrissa- mauk er ættað frá Norður-Afríku og oft notað í kúskúsrétti, og annað mauk fæst úr piparrót. Bæði eru ákaflega bragðmikil og einkar gómsæt. Kryddmaukin eru unnin úr lífrænt ræktuðu hráefni og henta sérstaklega vel í bauna- og græn- metisrétti. ■ Freistandi ávaxtastangir Skyndibitar eru ekki alltaf hollir í eðli sínu og margir sem freistast til að hlaupa í sjoppuna eftir súkkulaði og karamellum. Prótínstangir hafa um hríð verið vinsælt og hollt snakk, en nú eru komin á mark- að ávaxtaorkustykki búin til úr ferskum ávöxtum. Stangirnar eru mjúkar og ljúf- fengar, og tilvalið fæðuval þegar blóðsyk- urinn lækkar skart og menn vilja grípa í gott snakk. Fást með peru- og engi- ferbragði, apríkósu-, epla-, banana- og döðlu- og fíkjubragði. ■ „Töfravopnið í mínu eldhúsi heitir Jón Ragnar, og mun vera sambýlismaður minn,“ svarar Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona, aðspurð um eldhús- galdra. „Ég dreg hann hiklaust fram við hátíðleg tæki- færi. Hann er einstaklega alúðlegur við eldamennsk- una. Hann hefur einstakt lag á því að töfra fram dýr- indis sósur og ég byði vart í jólin, ef hans nyti ekki við.“ Á heimili þeirra hjónaleysa er ávallt framreitt fuglakjöt þegar hátíðir bera að garði og sér Jón Ragn- ar þá gjarnan einsamall um matseldina. Katla segir matmanninn mikla yfirleitt velja önd á borðið, en fyll- inguna segir hún guðdómlega og fulla af slíkum leyndardómum að hún gæti ekki getið sér til um inni- haldið, þó líf hennar sjálfrar lægi við. „Ég er kæru- lausa barnið á heimilinu, læðist út um bakdyrnar þegar undirbúningurinn byrjar og hverf í mann- þröngina á götum úti. Reyndar syng ég í ljómandi skemmtilegum kór, á þessum síðasta degi fyrir jól. Hópurinn heitir Augnablikskórinn og samanstendur af leikurum og öðru afskaplega góðu fólki.“ Eldhús- brögð Kötlu Margrétar eru margslungin, en húsmóð- irin sjálf á að baki ófáa sigra við skurðarbrettið. Hæfileikar hennar eru fólgnir í samsetningu hvunn- dagsmáltíða. „Ég fór nýverið í gegnum allar skúffur sem skápa í mínu eldhúsi og þar er ekki að finna eitt einasta töfratól.“ segir Katla Margrét jafnframt, sem viðurkennir fúslega feginleika sinn þegar hvítlauks- pressa heimilisins týndist nú fyrir skömmu, heimilis- fólkinu til mikillar undrunar. „Mér finnst afskaplega róandi að saxa niður hvítlauk og gríp alltaf í þennan góða lauk við eldamennsku. Hvítlaukur er hátt skrif- aður hjá mér og þá nota ég hann í pastarétti, kjúkling, fiskisúpur og fiskirétti. Ég er ekki hrifin af mörðum hvítlauk. Mér finnst leiðinlegt að vaska upp hvítlauks- pressur og var fegin þegar hún týndist.“ ■ Súrsætar sósur eru náttúrlega eins og lífið sjálft. Við getum keypt þær í pökkum og flöskum eða tekist á við að búa til okkar eigin. Lífskúnsterinn Egill Arnaldur stakk upp á því að ég kæmi með uppskrift af einni slíkri. Sósuna er hægt að nota með kjúklingi, djúpsteiktum rækjum og fiski og svo auðvitað svínakjöti. Ef við viljum metta marga fyrir lítið þá eru þessar grísahakksbollur frábær kostur og ljúffeng tilbreyting. Byrjið á að útbúa bollurnar: Öllum hráefnum er blandað vel saman og bollurnar svo mótaðar (flottara að hafa litlar en stórar) og steiktar á pönnu í ólífuolíu. Haldið bollunum heitum. Sósan: Steikið grænmetið örsnöggt á pönnu í ólífuolíu. Mikil- vægt að leyfa grænmetinu að haldast stökku og fersku svo ekki sé villst á þessari sósu og flöskusósum. Hellið næst úr ananasdósinni út á pönnuna, setjið edik, sykur og sojasósu út í og blandið vel. Hellið kartöflumjölsblöndunni að lokum út í , hrærið í og látið sós- una þykkna. Takið pönnuna af hitanum og raðið bollunum ofan á sósuna. Skreytið með sesamfræjum og ferskum kóriander. ■ Bollur í gegnum súrt og sætt Bollurnar 700 g grísahakk 330 kr. 2 dl haframjöl 2 msk. sojasósa 1 tsk. Tai Choice Chili sósa 1 tsk. ferskur engifer (rifinn) Sósan 1 rauð paprika (skorin í sneiðar) 90 kr. 1 laukur (skorinn í báta) 2 stilkar sellerí (skornir í sneiðar) 60 kr. 1/4 dós ananasbitar + safinn 100 kr. 3 msk. eplaedik 2 1/2 msk. sykur 2 msk. sojasósa 2 tsk. kartöflumjöl leyst upp í 2 msk. af vatni Sesamfræ og ferskur kóriander til skrauts 100 kr. Samtals 680 kr. Katla Margrét Þorgeirsdóttir var því fegnust þegar hvítlaukspressan týndist.Leynivopnið í eldhúsinu: Kærulausa barnið á heimilinu Nýtt í Heilsuhúsinu:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.