Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 27
5FÖSTUDAGUR 30. apríl 2004 Sköpun og leikur verða meginmálið á hársýningu fyrir fagfólk sem haldið verður næsta laugardagskvöld. „Við ætlum að leika okkur með góða tækni og hugmyndaflug,“ segir Magni Þorsteinsson, hárgreiðslu- meistari á Rauðhettu og úlfinum. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt saman og njóta þess að geta skapað með þeirri tækni sem við búum að.“ Stjarna kvöldsins verður Stacey Broughton frá London. Hann hefur starfað hjá Vidal Sassoon í 21 ár og hefur séð meira og minna um stefnu og hugmyndir er varða hártækni í dag. „Hann er einn af þessum leið- andi toppkörlum í bransanum,“ segir Magni. „Hann kemur manni yfir- leitt mjög á óvart og er langt á undan okkur hinum. Það sem hann er að gera í dag tökum við upp eftir svona tvö til fjögur ár.“ Það verður því spennandi fyrir fagfólkið að sjá hvað Broughton hefur fram að færa að þessu sinni. ■ Eftir sólarleysið og veturinn hérna á Íslandi lengir mann eftir roða í kinn- arnar og hraustlegum lit á kroppinn. Það er alltaf gott þegar sólin fer að skína, en við vitum líka að það er ekki mjög heilsusamlegt að stunda sólar- böð af kappi. Þetta er kannski ekki risavaxið vandamál þar sem sólbaðs- dagarnir hérna á norðurhjara eru af skornum skammti, en alltaf er gott að hafa varann á. Að sleikja sólina er heldur engin forsenda þess að verða sér út um gullna húð og rjóðar kinnar. Snyrti- vörumarkaðurinn hefur rækilega tek- ið við sér eftir að ósonlagið fór að þynnast og flest snyrtivörumerki framleiða heilu línurnar af afurðum sem gera húðina brúna án sólbaða. Þessar vörur eru sífellt í þróun og njóta alltaf meiri og meiri vinsælda. Franski snyrtivörurisinn Clarins var einn af þeim fyrstu sem bauð upp á brúnku án sólar og hefur síðan verið fremstur í flokki í þróun á þessum vörum. Á markað er nýkomin Sheer Bronze sjálfbrúnkulínan frá þeim, andlitskrem, líkamsmjólk og leggja- gel. Húðin fær fallegan gullinn gljáa tveimur tímum eftir að kremið er borið á og endist í þrjá til fimm daga. Snyrtistofan Neroli býður upp á Clarins-línurnar eins og þær leggja sig og starfsmenn stofunnar eru sér- hæfðir í meðferð á þessum vörum. Fyrir utan að selja og leiðbeina um notkun á Clarins-kremunum býður Neroli líka upp á brúnkumeðferð, klukkutíma dekur, nudd upp úr brúnkukremi og olíum, afslöppun í leiðinni og nýtt og ferskt útlit. ■ Brúnkukrem: Sólbrúnka án sólarinnar Nýja Sheer Bronze sjálf- brúnkulínan án sólarvarnar, Anklitsgel og Andlits og lík- amskrem. Sólarvörn fyrir börn. Sjálfbrúnku líkamsmjólk með sólarvörn, litað sjáflbrúnku andlitskrem með sólarvörn. Sólarpúður á and- lit, með sólarvörn. After Sun spray með glimmeri. Stacey Broughton hefur verið leiðandi í þróun hártískunnar. Hársýning: Sköpun og leikur Sólgleraugu: Nauðsynleg í sumar Sumarið heilsaði okkur Frónbúum fallega þetta vorið og það er strax kominn tími á að skella sólgleraugunum á nefið. Það er nauðsynlegt að hafa góð sól- gleraugu við hendina þegar sólin er sem hæst á lofti og ekki skal spara um of við sig þegar kemur að gleraugnakaupum fyrir sumarið. Tískusveiflurnar eru áberandi í gler- augnaflórunni og núna eru að ryðja sér til rúms dökk stór gleraugu í anda stór- stjarna eins og Jackie Kennedy, svona gleraugu eru mjög áberandi og henta því ekki öllum. Ljósa línan með léttu álumgjörðunum sem var mjög vinsæl síðasta sumar heldur enn velli með smávægilegum útlitsbreytingum. Það er til heilmikið úrval af ódýrum sólgleraugum í takt við tímann sem gam- an er að eiga og skipta reglulega um, en þegar maður þarf virkilega að vernda augun fyrir sterkri sólinni ber að velja vel. Sólgleraugun fást í Auganu í Kringlunni. ■ Gucci-sólgleraugu 14.850 kr. Vogue-sólgleraugu 9.800 kr. Ray Bahn sólgleraugu 12.300 kr. Paul Smith sólgleraugu, 21.400 kr. Gucci-sólgleraugu 14.500 kr. Karen Millen sólgleraugu, 12.100 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.