Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 42
FÓTBOLTI Rúmeninn Ion Geolgau er við stjórnvölinn hjá knattspyrnu- liði Framara og vænta menn í Safamýrinni mikils af störfum hans. Í það minnsta hljóta þeir að vilja hrekja í burtu falldrauginn sem tekið hefur sér búsetu þar undanfarin fimm ár. Geolgau lík- ar prýðilega dvölin á Íslandi en eru aðstæður hér eitthvað í lík- ingu við það sem hann bjóst við? „Já, ég myndi segja það, hér eru aðstæður öllu betri en í Fær- eyjum þar sem ég hef starfað undanfarin sex keppnistímabil. Þar munar mest um innihall- irnar sem eru nauðsynlegur þáttur í því að þróa knattspyrnuna og færa hana fram á við í löndum sem eru svona norðarlega í álf- unni. Von- andi rísa fleiri svona hús um allt land enda einfaldlega meginfor- senda fyrir framförum. Auðvitað væri best að æfa og spila alltaf á sama undirlaginu en það er ekki á allt kosið. Ég er ánægður með gæði knattspyrnunnar hér á landi sem mér finnst vera nokkuð ná- lægt gæðum hinnar almennu Evrópuknattspyrnu. Með það í huga er ég ekki hissa á því hvað íslenska lands- liðinu hefur tekist að ná góðum árangri undan- farin fimm til sex ár og þá hafa íslensk félagslið oft náð athygl- isverðum árangri í Evrópu- keppnunum. Ég minnist nú þess með litlu stolti þegar KR sló út Dynamo Bukarest, eitt stærsta og sigursælasta lið Rúmeníu, árið 1996.“ Allir hafa sína kosti og galla Hver er munurinn á íslenskum, færeyskum og rúmenskum leik- mönnum? „Rúmenskir leikmenn eru yfirhöfuð mjög teknískir og það er hefð fyrir góðum rúmensk- um leikmönnum á alþjóðavett- vangi. Íslenskir leikmenn eru mjög miklir baráttu- og bardag- menn, ákafir, ágætlega agaðir og líkamlega sterkir. Færeyskir leik- menn eru ekki ósvipaðir og þeir íslensku en aðstæður og fámenni há þeim aðeins meira. Allar hafa þessar þjóðir sín séreinkenni, kosti og galla.“ Hvernig var ástand leikmanna Fram þegar þú komst til landsins í febrúar? „Það var í sjálfu sér ósköp eðli- legt miðað við árstíma og lengd keppnistímabilsins hér. Því lýkur um miðjan september og það er erfitt að halda leikmönnum í topp- formi allan veturinn án nokkurrar almennilegrar samkeppni. það voru margir leikmenn meiddir þegar ég kom og enn eru þrír til fjórir leikmenn frá vegna meiðsla og mér skilst að þannig sé ástand- ið hjá mörgum öðrum félögum. Þetta markast eflaust af því að það er spilað og æft á mismunandi undirlagi og það getur farið illa með skrokkinn.“ Er ekki greinilegt að Framar- ar ætla sér stærri hluti en und- anfarin ár? „Jú, það er á hreinu, menn ætla sér að leggjast á eitt til að verða ofar en á síðustu leiktíð og ég hef sagt það og segi enn að markmiðið er að verða á meðal fimm efstu liðanna. Ég tel það vel raunhæft að því gefnu að við sleppum vel við meiðsli.“ Heyrst hefur að þú sért mjög skipulagður en um leið mjög harð- ur þjálfari sem láti menn hafa vel fyrir hlutunum á æfingum, er það rétt? „Það er rétt, en auðvitað upp að ákveðnu marki. Ég á það til að vera harður við leikmennina en maður verður auðvitað að leggja ákveðnar línur strax í upphafi og sýna fyrir hvað maður stendur. Þar sem margir leikmenn voru meiddir þegar ég kom þá gat ég ekki látið menn æfa eins mikið og ég hefði viljað. Ég veit ekki alveg hvað þykir eðlilegt að æfa mikið hér á landi því ég er búinn að vera í svo stuttan tíma. Sumir leik- menn voru nokkuð svekktir með hvað æfingarnar voru erfiðar og ég skil það mætavel enda menn hér í fullri vinnu og mæta svo á æfingu; ég hef því frekar dregið aðeins úr æfingahörkunni, ef eitt- hvað er. Ég er metnaðarfullur og kröfuharður og ég er ekki kominn hingað til lands til að tapa, ég vil vera sigurvegari. Ég geri mér þó fulla grein fyrir því að það verður allt annað en auðvelt að vinna ein- hverja titla þetta keppnistímabil. Á því næsta setjum við svo mark- ið hærra að því gefnu að við náum þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir þetta tímabil.“ Hlakka til skemmtilegs sumars Hvernig líst þér á þau lið og þá leikmenn sem þú hefur séð spila í vetur og vor? „Það eru margir góðir leikmenn í þeim liðum sem ég hef séð og ég var mjög hrifinn af því hvað stjórnun liðanna var góð sem og aginn og ég hlakka til skemmtilegs sumars og auðvitað vona ég að Fram gangi sem allra best.“ Að lokum, hvað finnst þér um spá íþróttadeildar Sýnar þar sem ykkur er spáð níunda sætinu? „Ég kom ekki hingað til að lenda í níunda sæti,“ voru loka- orðin hjá hinum afar geðþekka og ákveðna Rúmena, Ion Geolgau. sms@frettabladid.is ION GEOLGAU Hinn rúmenski þjálf- ari Framara þykir harður í horn að taka og ætlar sér stóra hluti með liðið. 30 30. apríl 2004 FÖSTUDAGUR COLLINA ÆFIR FYRIR EM Ítalinn Pierluigi Collina og aðrir dómarar sem dæma á EM í fótbolta í sumar eru þessa dagana í æfingabúðum í Portúgal til undirbúnings fyrir keppnina í sumar. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 27 28 29 30 1 2 3 APRÍL Föstudagur Heimsmeistaramótið í fjrálsum: Bretar missa silfrið FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Alþjóða-frjáls- íþróttasambandið hefur svipt bresku sveitina í 4x100 metra boðhlaupi silfurverðlaununum sem hún vann á heimsmeistara- mótinu í París í fyrra. Dwain Chambers, einn liðsmanna sveit- arinnar, féll á lyfjaprófi og leiddi það til þess að hann og samherjar hans, Marlon Devonish, Christian Malcolm og Darren Campbell missa verðlaunin. Brasilíumenn, sem urðu þriðju á HM í fyrra, fá silfurverðlaunin en Hollendingar bronsverðlaunin. Alþjóðafrjálsíþróttasamband- ið hefur einnig ákveðið að árang- ur Chambers í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu verði þurrkaður út sem og allur árang- ur hans frá þeim degi sem sýnið örlagaríka var tekið. Sýnið sem felldi Chambers var tekið á æfingu í Þýskalandi 1. ágúst, rúmum mánuði fyrir heimsmeistaramótið. Í því grein- dust THG-sterar sem greinast ekki í hefðbundnum lyfjaprófum. Sýni sem tekið var á heimsmeist- aramótinu gaf sömu niðurstöðu. Chambers var dæmdur í tveggja ára keppnisbann í kjölfar þessa. Hann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu en hefur engu að síður gefið í skyn að hann muni ekki áfrýja banninu. ■ Kom ekki hingað til að lenda í níunda sæti Ion Geolgau segir markmiðið að losna við falldrauginn úr Safamýrinni. Flokkur Gjalddagi Innlausnarverð* 1995 1.fl. B 10 ár 2.5.2004 133.257kr. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Innlausnarverð er höfuðstóll og verðbætur.* Reykjavík, 29. apríl 2004 Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram hjá Lánasýslu ríkisins, Borgartúni 21, 2. hæð, hjá Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1 Reykjavík og bönkum og sparisjóðum um land allt. 1995 1.fl. B 10 ár 2.5.2004 66.628kr. 1995 1.fl. B 10 ár 2.5.2004 1.332.567kr. Greiðslumiði nafnverð 100.000 50.000 1.000.000 kr. kr. kr. …er með gjöfina Ámiðvikudag lauk90 ára bið Norð- manna eftir sigri á Rússum, eða Sovét- mönnum, í fótbolta. Þjóðirnar mættust fyrst 14. september 1913 og lauk leiknum með jafntefli, 1-1. Sömu lokatölur voru í leik þjóð- anna ári síðar. Norðmenn léku tólf sinnum við Sovétríkin á árunum 1961 til 1991, töpuðu tíu sinnum en náðu aðeins tvisvar jafntefli. Leikurinn á mið- vikudag var fyrsti leikur Norðmanna við Rússa eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur fyrir rúmum áratug. Martin Andresen, Sigurd Rush- feldt, og Jan Gunnar Solli skoruðu mörk Norðmanna á miðvikudag en Vladislav Radimov og Dmitri Kirichenko löguðu stöðuna fyrir Rússa undir lokin. ■ ■ Tala dagsins 90 ■ ■ LEIKIR  19.00 KR og Valur leika á Leiknis- velli í átta liða úrslitum deildabik- arkeppni karla í fótbolta.  10.15 FH og ÍBV mætast í Kaplakrika í öðrum leik liðanna í undanúrslitum RE/MAX-deildar kvenna í handknattleik.  21.00 Breiðablik mætir ÍBV í Fíf- unni í deildabikarkeppni kvenna í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.30 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir um allan heim.  19.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.00 Alltaf í boltanum á Sýn.  20.30 Meistaradeild UEFA á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeild UEFA.  21.00 Supercross (Rice-Eccles Stadium) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  21.55 Motorworld á Sýn. Kraftmik- ill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.