Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 30. apríl 2004 Reyna að vernda hvort annað Jennifer Aniston segir í forsíðu-viðtali í nýjasta tölublaði tíma- ritsins People að hún og Brad Pitt séu að reyna að eignast barn. Yfir- lýsing leikkonunnar kom í kjölfar nýlegra slúðurfregna um að Angel- ina Jolie og Brad Pitt væru meira en mjög góðir vinir. Jennifer sagð- ist taka inn fólínsýru sér til upp- byggingar og að hún og Pitt hefðu hugsað eitt herbergið í nýja ein- býlishúsinu sem mögulegt barna- herbergi. Jennifer talaði einnig um hversu mikið álag og áhrif það hefði á hjónabandið að vera stöðugt milli tannanna á fólki. „Við reynum auðvitað að hlæja að þessu,“ segir Jennifer. „Og vernda hvort annað. En þetta er Hollywood, elskan. Það er eins og að á hverjum einasta degi, í hverri einustu viku sé eitt- hvað nýtt að gerast.“ ■ Uma Thurman segist hafa settsér það takmark að verða valin „verst klædda konan“ á Óskarsverð- launahátíðinni síðast. Hún mætti í fremur „listrænum“ kvöldkjól eftir hönnuðinn Christian Lacroix og var rökkuð niður í kjölfarið í fjölmiðlum. Uma seg- ist hafa verið orðin hundleið á því að vera fín og sæt á svona uppákomum þar sem allir líta nákvæmlega eins út. Hún hafi því ákveðið að klæða sig á eins óhefðbundinn hátt og hún gat. Hún segist hafa sterk bein og að hún geti auðveldlega þolað gagn- rýni. Hún segist reyndar þurfa á henni að halda til þess að fara ekki að trúa allri þeirri vitleysu sem fylgir starfi hennar. Nú halda slúðurblöðin íHollywood því fram að nýjasta stjörnuparið séu leik- stjórarnir Quentin Tarantino og Sofia Coppola. Til þeirra hefur sést á veitingastöð- um, myndbanda- leigum og á götum New York þar sem þau héldu fast utan um hvort annað. Talsmenn þeirra segja þau þó ein- ungis vera góða vini. Ef það er eitt- hvað til í þessu er greinilegt að Sofia er veik fyrir öðrum leik- stjórum því hún var áður gift Spike Jonze sem gerði m.a. Being John Malkovich. Leikarinn Denzel Washingtonbað víst um að ástaratriði á milli sín og mótleikkonu sinnar í nýjustu mynd hans Man On Fire yrðu klippt út. Talið er að hann sé smeykur við að láta sjá sig í eldheitum ást- aratriðum með hvítum konum því hann hefur áður farið fram á að ástaratriði yrðu klippt út. Fyrst á móti Juliu Roberts í Pelican Brief og svo á móti Mimi Rogers í myndinni The Mighty Quinn. JENNIFER OG PITT Eru að reyna að eignast barn og vernda hjónabandið. af fólkiFréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.