Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 1
▲ Ellefu vikur eru frá því að Þorgeir Jónsson kafari fann lík Jucevici- usar í höfninni í Neskaupstað fyrir tilviljun. Ríkislög- reglustjóri hefur sent málið til ríkissaksóknara. Tilviljun ein SÍÐUR 22 & 23▲ Versta vinna lífs míns MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 28 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR STÓRLEIKIR Í HANDBOLTANUM Það ræðst í dag hvaða lið leika til úrslita í Remax-deild karla í handbolta. Haukar mæta KA klukkan 16.15 og á sama tíma tekur Valur á móti ÍR. ÍBV og FH eigast við í úrslitakeppni Remax-deildar kvenna klukkan 16.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 2. maí 2004 – 119. tölublað – 4. árgangur STJÓRNMÁL Evrópuráðið segir að op- inberar reglur um fjármál stjórn- málaflokka komi í veg fyrir spill- ingu. Ráðið telur að stjórnvöld verði að innleiða reglur um fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabar- áttu þeirra svo auka megi traust al- mennings á stjórnkerfinu. Í tilmælum sem Evrópuráðið sendi frá sér í apríl á síðasta ári er lagt til að ríki setji sérstakar reglur sem tryggi gagnsæi fjárframlaga til stjórnmálaflokka og komi í veg fyrir leynileg framlög. Ráðið hvetur til þess að ríki sjái til þess að fjárframlög til stjórn- málaflokka verði gerð opinber, ekki síst framlög sem eru umfram ákveðna upphæð. Einnig skuli kannað hvort setja eigi hámark á framlög til stjórnmálaflokka og hvort setja eigi reglur sem tryggi sjálfstæði þeirra. Ráðið telur að setja þurfi sérstakar hömlur eða banna framlög frá erlendum aðil- um. Þá er mælt með því að stjórnvöld styðji stjórnmálaflokka fjárhags- lega. Það komi í veg fyrir að stjórn- málaflokkar verði of háðir einstök- um aðilum sem leggi flokknum til fé. Lagt er til að sett séu takmörk fyrir því hve miklu fé stjórnmála- flokkar eyði í kosningabaráttu. Þá er lagt til að stjórnmálaflokkum sé gert skylt að halda til haga upplýs- ingum um kostnað kosningabaráttu, bæði beinan og óbeinan. Ennfremur er mælt með því að opinber aðili fari með endurskoðun á bókhaldi stjórnmálaflokkanna sem birt væri árlega. sda@frettabladid.is Nú fer í hönd sá tími þegar unga fólkið fer út á vinnumarkaðinn og fær sér sumarvinnu til þess að drýgja tekjurnar. Ekki komast allir í jafn skemmtilega vinnu. Fréttablaðið spurði nokkra einstaklinga að því hver væri versta vinnan sem þeir hefðu nokkru sinni unnið. SÍÐUR 20 & 21 ▲ Lög um fjármál flokka draga úr spillingu Evrópuráðið hefur gefið út tilskipun um gagnsæi fjármála stjórnmálaflokka. Fjárframlög verði opinber og þak sett á þau. Ráðið mælist til þess að opinber aðili fari með endurskoðun og bókhaldsgögn verði birt árlega. VETUR Á NÝ á Norðurlandi með snjókomu eða slyddu. Skýjað með köflum sunnan til og hætt við smáskúrum. Fremur svalt. Sjá síðu 6. KRÖFUGANGA Í REYKJAVÍK Baráttudagur verkalýðsins var haldinn hátíðlegur um land allt í gær. Í Reykjavík fór fjöldi manna í kröfu- göngu frá Hallgrímskirkju og niður á Ingólfstorg þar sem haldinn var útifundur. Fulltrúaráð verkalýðsfélaga Reykjavíkur gagnrýndi stjórn- völd harðlega og í ávarpi ráðsins segir að hertar reglur gegn fólki af erlendum uppruna sem vilji setjast hér að séu byggðar á ranghug- myndum um útlendinga. Sjá nánar síðu 2. MIKILL STUÐNINGUR VIÐ ÞÓRÓLF Tæplega 84 prósent landsmanna eru fylgjandi því að Þórólfur Árnason borgar- stjóri leiði Reykjavíkurlistann í borgarstjórn- arkosningunum árið 2006. Sjá síðu 2 SAMSTEYPUR AÐ VERÐA OF STÓRAR Ritstjóri Morgunblaðsins segir stærstu viðskiptasamsteypurnar að verða of stórar og að eignarhald á fjölmiðlum sé hluti af því vandamáli. Sjá síðu 4 TORTRYGGNI GAGNVART STÆKK- UN Szymon Kuran, sem er fæddur í Pól- landi en hefur íslenskan ríkisborgararétt, vonar að inngangan í ESB verði góð reynsla fyrir Pólland. Hann segir fjölskylduna tor- tryggna gagnvart stækkun. Sjá síðu 6 BRETAR PYNTA FANGA Bresk yfir- völd hafa nú til rannsóknar ásakanir um misnotkun eftir að dagblaðið Daily Mirror birti myndir af hettuklæddum íröskum fanga sem virtist vera misþyrmt af breskum hermönnum. Sjá síðu 2 Tuttugu manna loftfimleikaatriði er meðal viðburða á Listahátíð. Leynd hefur hvílt yfir atriðinu. Gísli Örn Garðarsson leysir frá skjóðunni. Ástin er í loftinu SÍÐA 18 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Halldór Ásgrímsson: Á hæsta tind landsins ÚTIVIST Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra freistar þess í dag að ganga á hæsta tind landsins, Öræfajökul, ásamt sex öðrum görpum. Meðal þeirra er flokks- bróðir hans, Finnur Ingólfs- son, forstjóri VÍS. Upphaflega ætluðu þeir í gær en frest- uðu förinni vegna veðurs. Þeir fá til fylgdar traust- an leiðsögu- mann, Einar Rúnar Sigurðs- son á Hofsnesi, sem hefur gengið á hnjúkinn hátt í tvö hundruð sinnum. Hann keyr- ir þá upp í 800 metra hæð og það- an verður gengið á snjóþrúgum upp að hnjúk en þá verða broddar teknir fram og ísaxir. Ef allt fer eftir áætlun verður haldið niður Virkisjökul til baka. ■ Á UPPLEIÐ Halldór ætlar í dag upp á Hvannadals- hnjúk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.