Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 35
SUNNUDAGUR 2. maí 2004 23 RANNSÓKN LÖGREGLU LOKIÐ Ríkissaksóknari hefur fengið send gögn í líkfundarmálinu og tekur hann ákvörðun um hverjir verða ákærðir. Grétar og Tomas hafa játað aðild að málinu en Jónas Ingi neitar staðfastlega sök. til sinna umráða til frekari rann- sóknar. Arnar sagði að hald hafi einnig verið lagt á ýmis gögn í mörgum húsleitum sem bæði voru framkvæmdar á höfuðborg- arsvæðinu og í Neskaupstað. Arn- ar sagði einnig unnið að annars konar upplýsingaöflun og yfir- heyrslum. „Það hefur fengist staðfest að Tomas Malakauskas er ekki á sakaskrá. Íslendingarnir eru ekki á sakaskrá fyrir nein mál í líkingu við það sem þeir eru sakaðir um núna, hvorki fíkniefnabrot né of- beldisbrot,“ sagði Arnar Jensson, hjá ríkislögreglustjóra. Arnar sagði ekki liggja endan- lega fyrir hvað yrði gert með sýn- in sem tekin voru í bíla- og hús- rannsóknum. „Við erum enn með bílana og verðum áfram með þá.“ Ekki liggja heldur fyrir niður- stöður varðandi þau gögn sem tekin hafa verið í rannsókninni. Hann sagði búið að taka skýrslur og ræða við á annað hundrað manns. „Við viljum ekkert segja frá því hvernig það stendur. Þeir eru frá sama bæ sem er þó ekki svo lítill að þeir ættu að þekkjast þess vegna,“ segir Arnar, þegar hann var spurður um hvort tekist hafi að finna tengsl á milli Jucevici- usar og Malakauskas. Aðspurður um hvort einhverjir séu búnir að játa sagði Arnar. „Ég vil ekkert segja um það heldur. Við höfum ekkert tjáð okkur um hvað er að gerast í yfirheyrslun- um.“ Hluti sýnanna var sendur í DNA rannsókn í Noregi. Heimild- ir Fréttablaðsins herma að skömmu eftir að líkið fannst í höfninni hafi lögregla athugað ferðir Grétars. Hann kom til Nes- kaupstaðar þar sem hann sagðist hafa fengið raflost þegar hann var að vinna í íbúðinni sinni og kaus hann því að fara til móður sinnar til að jafna sig um tíma. Skýringar sem hann gaf á heimsókninni þóttu undarlegar. Við nánari at- hugun kom í ljós að tveir ungir menn á Pajerojeppa hefðu heim- sótt Grétar. Þetta voru Jónas og Tomas. Athygli vakti að þeir voru á dýrum bílaleigubíl sem kostar allt að átján þúsund krónur á sól- arhring. Áfram í gæsluvarðhaldi Þremenningarnir, Grétar Sigurð- arson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas, voru úr- skurðaðir í áframhaldandi þriggja vikna gæsluvarðhald í Héraðs- dómi Reykjavíkur þann þriðja mars. Þá hafði verið staðfest að blóð úr hinum látna, Vaidasi Jucevicius, fannst við rannsókn á aftursæti á BMW bifreið sem er í eigu Grétars. Malakauskas hafði bílinn til umráða. Í sama bíl fund- ust einnig blóðblettir sem reynd- ust vera úr Grétari. Blóðblettirnir benda til þess að átök hafi átt sér stað í bílnum. Lögreglan vill kanna frekar, með hliðsjón af framburði eins þremenninganna um að þeir hafi gefið Juceviciusi lyf, hvort lyfja- gjöfin hafi átt einhvern þátt í að draga hann til dauða eða gert hann bjargarlausan. Þeir Jónas Ingi og Grétar ákváðu að kæra gæsluvarðhalds- úrskurðinn. Malakauskas tók sér frest til að ákveða hvort hann mundi una úrskurðinum. Leitað í bílum og á heimilum Þremenningarnir, Grétar Sigurð- arson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas voru fyrst handteknir föstudaginn 20. febrú- ar og voru úrskurðaðir í ellefu daga gæsluvarðhald daginn eftir. Í framhaldi af handtökunum var leitað í fimm bílum sem þeir höfðu og á heimilum þeirra. Sím- töl þremenninganna voru athuguð með útprentunum frá símafyrir- tækjum og símar þeirra voru skoðaðir. Þá voru lífsýni tekin úr bílunum og á fleiri stöðum. Blóð- blettir fundust í BMW bifreið Grétars og voru lífsýni tekin úr þeim. Við nánari rannsókn á blett- unum reyndist blóðið vera úr hin- um látna, Vaidasi Jucevicius og Grétari. Malakauskas hafði bílinn til umráða. Grétar játaði Grétar Sigurðarson var fyrstur til að játa aðild að málinu. Síðar ját- aði Litháinn Tomas Malakauskas sinn þátt. Samkvæmt frásögn Grétars, hafi þeim öllum verið kunnugt um að Vaidas Jucevicius hefði fíkni- efni innvortis þegar hann kom til Íslands annan febrúar. Jucevicius varð veikur þriðja febrúar, daginn eftir komuna. Þremenningarnir töldu allir að veikindin stöfuðu af stíflu í meltingarfærum. Þeir út- veguðu honum deyfandi lyf til að lina kvalirnar og freistuðu þess að losa um stífluna. Þremenningarn- ir skiptust á að vera hjá honum og hugsa um hann. Hins vegar leit- uðu þeir sér ekki upplýsinga um lyfjagjöf hjá fagmanni né heldur um hvernig best væri að annast Vaidas. Grétar segir Jucevicius hafa átt pantað flugfar til Kaup- mannahafnar föstudaginn sjötta febrúar en þaðan ætlaði hann heim til Litháen. Skömmu áður en til stóð að aka Juceviciusi til Keflavíkur í flug var hann orðinn mjög veikur. Ljóst er að Jónas Ingi tók að sér að seinka fluginu um tvo daga og síðar var fluginu seinkað um ótiltekinn tíma. Jucevicius lést að morgni sjötta febrúar. Brot og refsing Alvarlegasta sökin sem borin er á hina grunuðu er brot gegn 211. grein hegningarlaga. Sú grein á við þegar um er að ræða grun um morð að yfirlögðu ráði og varðar fangelsi í hið minnsta fimm ár, en getur varðað lífstíðardómi. Einnig er gert ráð fyrir að sakborning- arnir gætu hafa gerst brotlegir við 220. grein eða 221. grein sömu laga. Samkvæmt 220. greininni segir að hver sá sem kemur manni í það ástand að hann er bjargar- laus, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að átta árum. Samkvæmt 221. grein geta menn hlotið allt að tveggja ára fangelsi fyrir að gera ekki sitt ítrasta til þess að bjarga öðrum manni frá dauða. Þá eru þremenningarnir sakað- ir um brot á 173. grein sem kveð- ur á um að menn geti hlotið allt að tólf ára fangelsisvist fyrir við- skipti með ávana- og fíkniefni. Síðasta sakarefnið er brot á 124. grein hegningarlaga um rösk- un á grafhelgi eða ósæmilega meðferð á líki. Það ákvæði varðar sekt eða fangelsi allt að hálfu ári. Fyrst þegar farið var fram á gæsluvarðhald yfir þremenning- unum þóttu ætluð brot mannanna varða við 124. grein, 173. grein, 211. grein og eða 221. grein al- mennra hegningarlaga. Í kröfu um framlengingu á gæsluvarð- haldi bættist við 220. grein lag- anna. Litháen Nokkur fjöldi fólks í Litháen var yfirheyrður. Lögreglan freistaði þess að finna samverkamenn þar í landi en bæði Jucevicius og Mala- kauskas eru frá um 35 þúsund manna bæ sem heitir Telsiai. Tenginga á milli Litháanna tveggja var leitað og sömuleiðis tengsla sem Íslendingarnir tveir kunnu að hafa í Litháen. Athuga þarf hverja þremenningarnir höfðu samband við frá því að líkið fannst og þar til þeir voru hand- teknir. Lögreglan er að kanna hvort líkfundarmálið tengist skipulagðri glæpastarfsemi í Lit- háen eða annars staðar í heimin- um að sögn Arnars Jenssonar, hjá ríkislögreglustjóra, í lok mars. Þá staðfesti hann að grunur léki á að fleiri Íslendingar tengdust dreif- ingu á fíkniefnum frá Litháen. Ljóst er að Tomas var í stöðugu símasambandi við mann í Litháen þá daga sem Jucevicius var veik- ur. Verjendur fá rannsóknargögn „Dómurinn segir okkur að menn, lögregla og ákæruvald geta ekki farið með gögnin eins og þeim sýnist,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jónasar Inga Ragnarssonar, í líkfundarmálinu þann 19. mars síðastliðinn Hæstiréttur synjaði kröfu rík- islögreglustjóra um að verjanda Tomasar Malakauskas yrði synjað um aðgang að gögnum sem bein- ast að honum í málinu um þriggja vikna skeið. Sveinn Andri segir að hálfur mánuður hafi liðið frá að hann bað um gögnin þar til lögreglan bað um fyrir dómi að hann fengi ekki gögnin. „Ég átti að fá þau viku gömul og ef þeir ætluðu að framlengja þann frest urðu þeir að fara með það fyrir dóm. En þeir gerðu það ekki fyrr en tveir dagar voru eftir af þriggja vikna frestinum sem þeir hefðu getað fengið í dómi.“ Sveinn Andri segist vera búinn að fá hluta gagnanna og verið sé að útbúa restina fyrir hann. Verjandi Tomasar var eini sem kærði úr- skurð héraðsdóms fyrir Hæsta- rétti, sjálfur fór Sveinn Andri aðra leið. „Nú eigum við allir að fá gögnin því þetta gildir um okkur alla.“ Frjálsara gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði þrjá sakborninga í lík- fundarmálinu í Neskaupstað í svo- kallaða lausagæslu 19. mars. Sam- kvæmt úrskurðinum áttu menn- irnir að vera áfram í gæsluvarð- haldi, en eins og afplánunarfang- ar, fram til 30. apríl næstkomandi. Lögreglan taldi nauðsynlegt vegna almannahagsmuna að sak- borningarnir yrðu áfram í gæslu- varðhaldi þó þess þyrfti ekki vegna rannsóknar málsins. Í ljósi þess fór ríkislögreglustjóri fram á að sakborningarnir þrír sætu í varðhaldi þar til dómur félli. Lög- regla sagði aðferðir þeirra hafa verið óvenju harkalegar og að þeir eigi yfir höfði sér þunga dóma. Lausir úr haldi Sakborningarnir þrír í líkfundar- málinu losnuðu úr gæsluvarðhaldi 24. mars og fóru frá Litla Hrauni. Hæstiréttur úrskurðaði að lög- reglunni bæri að láta þá Grétar, Jónas Inga og Tomas lausa en vik- una áður úrskurðaði Héraðsdóm- ur Reykjavíkur mennina, sem hafa setið í varðhaldi frá 21. febr- úar, í gæsluvarðhald til 30. apríl. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Jónasar Inga, sagði úr- skurð Hæstaréttar ekki koma á óvart. „Þetta hékk á brúninni í Hér- aðsdómi Reykjavíkur,“ sagði Sveinn Andri. „Við verjendurnir töldum að sakargiftir í málinu væru ekki nægjanlegar til þess að um gæti verið að ræða almanna- hagsmuni og ég geri ráð fyrir að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu.“ Sveinn Andri heyrði í Jónasi Inga eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp. „Hann sagðist vera mjög sáttur,“ segir Sveinn Andri. Arnar Jensson hjá ríkislög- reglustjóra sagði að krafa lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið byggð á ákvæðum laga um almannahagsmuni. „Úrskurð- ur Hæstaréttar hefur engin áhrif á rannsókn málsins því mennirnir voru ekki í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Við reikn- uðum alveg eins með því að svona færi.“ Þá sagðist Arnar hafa meiri áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla sem birt hafa lögregluskýrslur um málið. „Við óttumst það að um- fjöllun fjölmiðla muni hafa þau áhrif að sá þáttur málsins sem snertir tengsl við fíkniefnaheim- inn í Litháen verði ekki upplýstur því í þeim gögnum sem hafa birst koma fram viðkvæmar upplýsing- ar, þar á meðal nafn á grunuðum manni í Litháen.“ ■ VAIDAS JUCEVICIUS, Lithái Fæddur 20. nóvember árið 1974 Vaidas var frá bænum Telisai í Litháen. Í níunda bekk hóf Vaidas nám í rafmagnsfræðum en hætti því fljótlega. Þá fór hann að vinna sem barþjónn í bænum Siauliai en vegna veikinda í maga ákvað hann að flytja aftur í heimabæinn og reyna að fá vinnu þar sem barþjónn. Enga vinnu var að fá og gerðist hann bílaþjófur og sat í fangelsi í Þýskalandi vegna þess. Einnig var hann dæmdur í hálfs árs fangelsi í Litháen fyrir bílþjófnað og handrukkun. Fannst látinn í höfninni við netagerðar- bryggjuna í Neskaupstað ellefta febrúar síð- astliðinn. JÓNAS INGI RAGNARSSON, Íslendingur Fæddur 11. janúar árið 1972 Jónas útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskól- anum í Hamrahlíð. Á námsárum sínum í Hamrahlíð var hann í kór skólans og bauð sig fram sem gjaldkeri nemendafélagsins. Hann lauk tveimur árum í tölvunarfræði við Háskóla Íslands en hélt þá út á vinnumarkaðinn, vann meðal annars hjá Íslandssíma. Hann vann um tíma sem dyravörður á Thomsen. Þá fór hann í að byggja upp Menntastofu með Grétari. Jónas segist ekki þekkja þann látna. Kveðst hafa verið í sambandi við Litháa að nafni Vaidas vegna sumarhúsainnflutnings. Seinkaði brottför hins látna. GRÉTAR SIGURÐARSON, Íslendingur Fæddur 2. ágúst árið 1976 Grétar hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur hann hefur unnið sem rukkari, einkaþjálfari og við tryggingar. Hann fór í lífvarðaskóla í Englandi og setti á fót dyravarðafyrirtæki sem þjónaði nokkrum veitingastöðum í Reykjavík. Núna er Grétar á dagróðrarbáti sem gerður er út frá Grindavík. Grétar hefur játað aðild að málinu sam- kvæmt heimildum blaðsins. Blóð úr honum og hinum látna fannst í bifreið í hans eigu. TOMAS MALAKAUSKAS, Lithái Fæddur 29. september árið 1980 Hefur ávallt hulið andlit sitt fyrir ljósmyndurum. Tomas hefur búið á Íslandi í nokkur ár. Hann hóf störf hjá Glerborg í Hafnarfirði ásamt fé- laga sínum frá Litháen haustið 2001 og höfðu þeir íbúð skammt frá vinnustaðnum til leigu. Tomas hætti hjá Glerborg í lok ársins 2002 og hóf störf við nýbyggingar í Grafarholti. Skömmu eftir vinnuskiptin lenti Tomas í bílslysi og fékk bætur vegna skaða sem hann hlaut í slysinu. Tomas hafði bíl Grétars, sem blóðblettirnir fundust í, til umráða. Er frá sama bæ í Litháen og hinn látni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.